Aðgangur krakka að efni á íslensku versnar stöðugt Sverrir Norland skrifar 24. júní 2024 07:00 Dóttir mín (sjö ára) plægir sig orðið svo hratt í gegnum bækur að ég á í stökustu vandræðum með að finna nýtt íslenskt lesefni handa henni. Ekki er óalgengt að hún lesi þrjár til fjórar bækur á dag. Henni finnst sérstaklega gaman að lesa myndasögur en vílar ekki fyrir sér að lesa bækur án nokkurra myndskreytinga. Þetta hefur hún frá mömmu sinni sem byrjaði að lesa þriggja ára gömul! (Þegar ég var sjö ára kunni ég varla að skrifa nafnið mitt.) Dóttur minni finnst sömuleiðis gaman að horfa á bíó og teiknimyndir – hverjum finnst það ekki? En þar á ég líka í stökustu vandræðum með að finna handa henni efni á íslensku. Efnið á streymisveitum RÚV og Símans er heldur fátæklegt í samanburði við Netflix, Disney og frönsku veiturnar sem við notum líka. Oftast er sjónvarpsefnið því á frönsku (stúlkan er tvítyngd) og stundum á ensku (hún er reyndar eiginlega þrítyngd, fædd í Bandaríkjunum). Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvað efni á íslensku er að verða vandfundið, einkum fyrir börn. Best væri auðvitað ef við ættum vinsæla YouTube-ara og sömuleiðis tölvuleiki á íslensku. Svoleiðis er það þó ekki og verður vísast aldrei. „Markaðurinn“ svokallaði er of lítill. Með öðrum orðum: við erum of fá. Best væri ef til væri streymisveita með öllu talsettu og textuðu íslensku efni sem komið hefur út fyrir börn – en eflaust standa margvísleg réttindamál því fyrir þrifum. Og á meðan fjarar tungumálakunnáttan út ... þangað til að þetta skiptir kannski ekki máli lengur. (Broskarl.) Maður finnur raunar sterkt fyrir því að neysla fólks á menningu og afþreyingarefni fer í síauknum mæli fram á ensku frekar en íslensku. Í matarboði sem ég sótti nýlega sagði vinkona mín: „Ég skil ekki helminginn af því sem vinir sonar míns segja! Þeir tala einhvers konar blöndu af íslensku og ensku sem kemur úr tölvuleikjum og af Youtube. Og ég bara skil þá ekki lengur!“ Í þessu ástandi hrökk ég illa í kút þegar Reykjavíkurborg gaf það út fyrir sumarið að það hygðist loka bókasöfnunum á víxl. Krakkarnir eru nýfarnir út í sumarið með skriflegar áskoranir frá kennurum sínum um að lesa daglega og hripa niður yfirlit um lesnar bækur – og á meðan skólasöfnin eru lokuð þá skellir höfuðborg landsins einnig í lás á almenningsbókasöfnunum! Borginni ber þó að reka þær góðu stofnanir lögum samkvæmt. Ekki setur þetta gott fordæmi fyrir önnur sveitarfélög sem leita sjálfsagt logandi ljósi að leiðum til að draga saman seglin og spara. Hagræða. Auka skilvirkni. (Eins og markmið mannlegs samfélags sé fyrst og síðast skilvirkni og hagræðing, en ekki að reyna að daðra við einhvers konar vott af siðmenningu.) Það er algjörlega fáránlegt að árið 2024, þegar velmegun og auður íslenskrar þjóðar hefur aldrei verið meiri (þó gæðunum sé ójafnt skipt), að við höfum „ekki efni á“ að halda bókasöfnunum okkar opnum yfir sumartímann. Við kvörtum og kveinum yfir því að fólk festist í skjánum og skerðum um leið opnunartíma sundlauganna og sömuleiðis bókasafnanna. Sama hefur verið uppi á teningnum um árabil t.d. á Englandi. Þar var reyndar um 800 bókasöfnum lokað á árunum 2010-2019. Almennt hefur samkomustöðum fyrir ungmenni fækkað – félagsmiðstöðvum og þess háttar. Um leið lengist skjátíminn, kvíði rýkur upp úr öllu valdi, lesskilningur þverr, námsárangur versnar. Frábær franskur höfundur, Virginie Despentes, skrifar í nýlegri skáldsögu eitthvað á þessa leið: „Hefurðu tekið eftir því hvernig staðir, þar sem fólk má vera án þess að þurfa að kaupa neitt, eru að hverfa?“ Við þurfum þessa staði til að geta talist samfélag. Bókasöfnin eru skýrustu dæmi um slíka staði og raunar algjörlega mögnuð fyrirbæri sem líkjast nær engu öðru í mannlegu samfélagi nútímans. Og þau eiga að vera opin allan ársins hring, annað er bara skammarlegt. Peningarnir sem sparast á því að hafa þau lokuð nokkrar vikur úr ári munu lítið gera til að rétta af fjárhag Reykjavíkurborgar, en lokanirnar senda hins vegar ömurleg skilaboð út til samfélagsins. Höfundur er rithöfundur og situr m.a. í stjórn Rithöfundasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Bókaútgáfa Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Dóttir mín (sjö ára) plægir sig orðið svo hratt í gegnum bækur að ég á í stökustu vandræðum með að finna nýtt íslenskt lesefni handa henni. Ekki er óalgengt að hún lesi þrjár til fjórar bækur á dag. Henni finnst sérstaklega gaman að lesa myndasögur en vílar ekki fyrir sér að lesa bækur án nokkurra myndskreytinga. Þetta hefur hún frá mömmu sinni sem byrjaði að lesa þriggja ára gömul! (Þegar ég var sjö ára kunni ég varla að skrifa nafnið mitt.) Dóttur minni finnst sömuleiðis gaman að horfa á bíó og teiknimyndir – hverjum finnst það ekki? En þar á ég líka í stökustu vandræðum með að finna handa henni efni á íslensku. Efnið á streymisveitum RÚV og Símans er heldur fátæklegt í samanburði við Netflix, Disney og frönsku veiturnar sem við notum líka. Oftast er sjónvarpsefnið því á frönsku (stúlkan er tvítyngd) og stundum á ensku (hún er reyndar eiginlega þrítyngd, fædd í Bandaríkjunum). Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvað efni á íslensku er að verða vandfundið, einkum fyrir börn. Best væri auðvitað ef við ættum vinsæla YouTube-ara og sömuleiðis tölvuleiki á íslensku. Svoleiðis er það þó ekki og verður vísast aldrei. „Markaðurinn“ svokallaði er of lítill. Með öðrum orðum: við erum of fá. Best væri ef til væri streymisveita með öllu talsettu og textuðu íslensku efni sem komið hefur út fyrir börn – en eflaust standa margvísleg réttindamál því fyrir þrifum. Og á meðan fjarar tungumálakunnáttan út ... þangað til að þetta skiptir kannski ekki máli lengur. (Broskarl.) Maður finnur raunar sterkt fyrir því að neysla fólks á menningu og afþreyingarefni fer í síauknum mæli fram á ensku frekar en íslensku. Í matarboði sem ég sótti nýlega sagði vinkona mín: „Ég skil ekki helminginn af því sem vinir sonar míns segja! Þeir tala einhvers konar blöndu af íslensku og ensku sem kemur úr tölvuleikjum og af Youtube. Og ég bara skil þá ekki lengur!“ Í þessu ástandi hrökk ég illa í kút þegar Reykjavíkurborg gaf það út fyrir sumarið að það hygðist loka bókasöfnunum á víxl. Krakkarnir eru nýfarnir út í sumarið með skriflegar áskoranir frá kennurum sínum um að lesa daglega og hripa niður yfirlit um lesnar bækur – og á meðan skólasöfnin eru lokuð þá skellir höfuðborg landsins einnig í lás á almenningsbókasöfnunum! Borginni ber þó að reka þær góðu stofnanir lögum samkvæmt. Ekki setur þetta gott fordæmi fyrir önnur sveitarfélög sem leita sjálfsagt logandi ljósi að leiðum til að draga saman seglin og spara. Hagræða. Auka skilvirkni. (Eins og markmið mannlegs samfélags sé fyrst og síðast skilvirkni og hagræðing, en ekki að reyna að daðra við einhvers konar vott af siðmenningu.) Það er algjörlega fáránlegt að árið 2024, þegar velmegun og auður íslenskrar þjóðar hefur aldrei verið meiri (þó gæðunum sé ójafnt skipt), að við höfum „ekki efni á“ að halda bókasöfnunum okkar opnum yfir sumartímann. Við kvörtum og kveinum yfir því að fólk festist í skjánum og skerðum um leið opnunartíma sundlauganna og sömuleiðis bókasafnanna. Sama hefur verið uppi á teningnum um árabil t.d. á Englandi. Þar var reyndar um 800 bókasöfnum lokað á árunum 2010-2019. Almennt hefur samkomustöðum fyrir ungmenni fækkað – félagsmiðstöðvum og þess háttar. Um leið lengist skjátíminn, kvíði rýkur upp úr öllu valdi, lesskilningur þverr, námsárangur versnar. Frábær franskur höfundur, Virginie Despentes, skrifar í nýlegri skáldsögu eitthvað á þessa leið: „Hefurðu tekið eftir því hvernig staðir, þar sem fólk má vera án þess að þurfa að kaupa neitt, eru að hverfa?“ Við þurfum þessa staði til að geta talist samfélag. Bókasöfnin eru skýrustu dæmi um slíka staði og raunar algjörlega mögnuð fyrirbæri sem líkjast nær engu öðru í mannlegu samfélagi nútímans. Og þau eiga að vera opin allan ársins hring, annað er bara skammarlegt. Peningarnir sem sparast á því að hafa þau lokuð nokkrar vikur úr ári munu lítið gera til að rétta af fjárhag Reykjavíkurborgar, en lokanirnar senda hins vegar ömurleg skilaboð út til samfélagsins. Höfundur er rithöfundur og situr m.a. í stjórn Rithöfundasambands Íslands.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar