„Ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við“ Sverrir Mar Smárason skrifar 22. júní 2024 21:48 Fyrirliði KR, Theodór Elmar Bjarnason, jafnaði leikinn á 39. mínútu. Vísir/Anton Theodór Elmar, fyrirliði KR, var nokkuð sáttur með fengið stig á Víkingsvellinum þegar KR gerði 1-1 jafntefli við Víking í 11. umferð Bestu deildar karla í kvöld. „Bara gríðarlega sterkt að koma í Fossvoginn og taka eitt stig. Þó ég hefði bara viljað stela þessu hér í lokin. Við spiluðum gríðarlega skipulagðan varnarleik, þurftum að stoppa ákveðna bæðingu hjá okkur og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þeir skora úr föstu leikatriði og þeir voru auðvitað mikið með boltann en það var leikplanið okkar. Eftir það sem á undan hefur gengið hjá okkur á þessari leiktíð og hvernig staðan er á okkur þá er gríðarlega sterkt að koma og taka til. Þeir tapa ekki mörgum stigum hér,“ sagði fyrirliði KR. Síðastliðin vika hjá KR hefur verið skrýtin. Tapa á Akranesi í miðri viku, Gregg Ryder stýrði æfingu daginn eftir en var svo látinn fara. Pálmi Rafn tók við og leikmenn þurftu að bregðast við. „Við stöndum bara allir saman. Góður maður og góður þjálfari sem missti starfið sitt því við náðum ekki að standa okkur á vellinum. Það er alltaf leiðinlegt þegar það gerist. Það koma frábærir menn inn í staðin. Bjarni og Pálmi eru meira en færir til þess að leiða þetta lið til sigurs og ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við,“ sagði Theodór. KR-inga byrjuðu leikinn illa og fengu mark á sig eftir sjö mínútur. Þeir spiluðu í nýju kerfi, 5-3-2, og Theodór Elmar í vinstri væng bakverði. „Mjög mikil hlaup enda fór ég útaf eftir klukkutíma. Ég spilaði leik fyrir fjórum dögum, 37 ára gamall, á erfiðum grasvelli. Þetta var þungt. Ég er bara sáttur við eigin frammistöðu og liðsins,“ sagði Theodór um nýja stöðu. Að lokum var Theodór Elmar spurður hvort hann væri bjartsýnn á framhaldið og svarið var einfalt. „Heldur betur.“ Besta deild karla Íslenski boltinn KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
„Bara gríðarlega sterkt að koma í Fossvoginn og taka eitt stig. Þó ég hefði bara viljað stela þessu hér í lokin. Við spiluðum gríðarlega skipulagðan varnarleik, þurftum að stoppa ákveðna bæðingu hjá okkur og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þeir skora úr föstu leikatriði og þeir voru auðvitað mikið með boltann en það var leikplanið okkar. Eftir það sem á undan hefur gengið hjá okkur á þessari leiktíð og hvernig staðan er á okkur þá er gríðarlega sterkt að koma og taka til. Þeir tapa ekki mörgum stigum hér,“ sagði fyrirliði KR. Síðastliðin vika hjá KR hefur verið skrýtin. Tapa á Akranesi í miðri viku, Gregg Ryder stýrði æfingu daginn eftir en var svo látinn fara. Pálmi Rafn tók við og leikmenn þurftu að bregðast við. „Við stöndum bara allir saman. Góður maður og góður þjálfari sem missti starfið sitt því við náðum ekki að standa okkur á vellinum. Það er alltaf leiðinlegt þegar það gerist. Það koma frábærir menn inn í staðin. Bjarni og Pálmi eru meira en færir til þess að leiða þetta lið til sigurs og ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við,“ sagði Theodór. KR-inga byrjuðu leikinn illa og fengu mark á sig eftir sjö mínútur. Þeir spiluðu í nýju kerfi, 5-3-2, og Theodór Elmar í vinstri væng bakverði. „Mjög mikil hlaup enda fór ég útaf eftir klukkutíma. Ég spilaði leik fyrir fjórum dögum, 37 ára gamall, á erfiðum grasvelli. Þetta var þungt. Ég er bara sáttur við eigin frammistöðu og liðsins,“ sagði Theodór um nýja stöðu. Að lokum var Theodór Elmar spurður hvort hann væri bjartsýnn á framhaldið og svarið var einfalt. „Heldur betur.“
Besta deild karla Íslenski boltinn KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26