„Ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við“ Sverrir Mar Smárason skrifar 22. júní 2024 21:48 Fyrirliði KR, Theodór Elmar Bjarnason, jafnaði leikinn á 39. mínútu. Vísir/Anton Theodór Elmar, fyrirliði KR, var nokkuð sáttur með fengið stig á Víkingsvellinum þegar KR gerði 1-1 jafntefli við Víking í 11. umferð Bestu deildar karla í kvöld. „Bara gríðarlega sterkt að koma í Fossvoginn og taka eitt stig. Þó ég hefði bara viljað stela þessu hér í lokin. Við spiluðum gríðarlega skipulagðan varnarleik, þurftum að stoppa ákveðna bæðingu hjá okkur og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þeir skora úr föstu leikatriði og þeir voru auðvitað mikið með boltann en það var leikplanið okkar. Eftir það sem á undan hefur gengið hjá okkur á þessari leiktíð og hvernig staðan er á okkur þá er gríðarlega sterkt að koma og taka til. Þeir tapa ekki mörgum stigum hér,“ sagði fyrirliði KR. Síðastliðin vika hjá KR hefur verið skrýtin. Tapa á Akranesi í miðri viku, Gregg Ryder stýrði æfingu daginn eftir en var svo látinn fara. Pálmi Rafn tók við og leikmenn þurftu að bregðast við. „Við stöndum bara allir saman. Góður maður og góður þjálfari sem missti starfið sitt því við náðum ekki að standa okkur á vellinum. Það er alltaf leiðinlegt þegar það gerist. Það koma frábærir menn inn í staðin. Bjarni og Pálmi eru meira en færir til þess að leiða þetta lið til sigurs og ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við,“ sagði Theodór. KR-inga byrjuðu leikinn illa og fengu mark á sig eftir sjö mínútur. Þeir spiluðu í nýju kerfi, 5-3-2, og Theodór Elmar í vinstri væng bakverði. „Mjög mikil hlaup enda fór ég útaf eftir klukkutíma. Ég spilaði leik fyrir fjórum dögum, 37 ára gamall, á erfiðum grasvelli. Þetta var þungt. Ég er bara sáttur við eigin frammistöðu og liðsins,“ sagði Theodór um nýja stöðu. Að lokum var Theodór Elmar spurður hvort hann væri bjartsýnn á framhaldið og svarið var einfalt. „Heldur betur.“ Besta deild karla Íslenski boltinn KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
„Bara gríðarlega sterkt að koma í Fossvoginn og taka eitt stig. Þó ég hefði bara viljað stela þessu hér í lokin. Við spiluðum gríðarlega skipulagðan varnarleik, þurftum að stoppa ákveðna bæðingu hjá okkur og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þeir skora úr föstu leikatriði og þeir voru auðvitað mikið með boltann en það var leikplanið okkar. Eftir það sem á undan hefur gengið hjá okkur á þessari leiktíð og hvernig staðan er á okkur þá er gríðarlega sterkt að koma og taka til. Þeir tapa ekki mörgum stigum hér,“ sagði fyrirliði KR. Síðastliðin vika hjá KR hefur verið skrýtin. Tapa á Akranesi í miðri viku, Gregg Ryder stýrði æfingu daginn eftir en var svo látinn fara. Pálmi Rafn tók við og leikmenn þurftu að bregðast við. „Við stöndum bara allir saman. Góður maður og góður þjálfari sem missti starfið sitt því við náðum ekki að standa okkur á vellinum. Það er alltaf leiðinlegt þegar það gerist. Það koma frábærir menn inn í staðin. Bjarni og Pálmi eru meira en færir til þess að leiða þetta lið til sigurs og ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við,“ sagði Theodór. KR-inga byrjuðu leikinn illa og fengu mark á sig eftir sjö mínútur. Þeir spiluðu í nýju kerfi, 5-3-2, og Theodór Elmar í vinstri væng bakverði. „Mjög mikil hlaup enda fór ég útaf eftir klukkutíma. Ég spilaði leik fyrir fjórum dögum, 37 ára gamall, á erfiðum grasvelli. Þetta var þungt. Ég er bara sáttur við eigin frammistöðu og liðsins,“ sagði Theodór um nýja stöðu. Að lokum var Theodór Elmar spurður hvort hann væri bjartsýnn á framhaldið og svarið var einfalt. „Heldur betur.“
Besta deild karla Íslenski boltinn KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26