Fjölskylduparadís Samfylkingarinnar í Reykjavík? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 23. júní 2024 08:00 Um þessar mundir heyrast háværar raddir fjölskyldufólks sem telja samfélagið okkar ekki endurspegla veruleika þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Aðstæður þessa hóps séu síst hvetjandi til fólksfjölgunar. Þar fara umkvartanir foreldra vegna mikils skorts á dagvistunarúrræðum langhæst. Þótt löggjafinn hafi tekið af skarið nýlega og lengt lögbundinn rétt foreldra til fæðingarorlofs úr samtals níu mánuðum í tólf, hefur framlag sveitarfélaga verið æði misjafnt. Þannig er meðalaldur barna í Reykjavík við inntöku á leikskóla sá hæsti á höfuðborgarsvæðinu. Það er í hróplegu ósamræmi við þá staðreynd að börnum á leikskólaaldri hefur fækkað umtalsvert í Reykjavík á undanförnum áratug. Á sama tíma hefur börnum fjölgað í nágrannasveitarfélögunum. Fjölskyldufólk virðist, skiljanlega, velja búsetu utan Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir það eykst dagvistunarvandinn í Reykjavík. Það er því grátbroslegt að hlusta á þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýna að fæðingarorlofsgreiðslur muni ekki hækka nógu hratt eftir að Alþingi samþykkti nú umtalsverða hækkun þeirra. Samfylkingunni þykir ríkisstjórnin og meirihluti Alþingi ekki byggja hér upp nógu barnvænt samfélag. Margur heldur mig sig. Það er gott að langþreyttir foreldrar láti í sér heyra og haldi okkur stjórnmálamönnunum við efnið. Og þótt mikilvæg skref hafi verið stigin má áfram gera betur. Það væri hins vegar óskandi að Samfylkingin, sem hefur stýrt Reykjavíkurborg næstum óslitið í 30 ár, myndi hlusta. Langstærsta áhyggjuefni ungbarnaforeldra snúa enda að dagvistunarmálum. Og það er ekki á dagskrá að setja á fót ríkisleikskóla Íslands í Reykjavík. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir heyrast háværar raddir fjölskyldufólks sem telja samfélagið okkar ekki endurspegla veruleika þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Aðstæður þessa hóps séu síst hvetjandi til fólksfjölgunar. Þar fara umkvartanir foreldra vegna mikils skorts á dagvistunarúrræðum langhæst. Þótt löggjafinn hafi tekið af skarið nýlega og lengt lögbundinn rétt foreldra til fæðingarorlofs úr samtals níu mánuðum í tólf, hefur framlag sveitarfélaga verið æði misjafnt. Þannig er meðalaldur barna í Reykjavík við inntöku á leikskóla sá hæsti á höfuðborgarsvæðinu. Það er í hróplegu ósamræmi við þá staðreynd að börnum á leikskólaaldri hefur fækkað umtalsvert í Reykjavík á undanförnum áratug. Á sama tíma hefur börnum fjölgað í nágrannasveitarfélögunum. Fjölskyldufólk virðist, skiljanlega, velja búsetu utan Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir það eykst dagvistunarvandinn í Reykjavík. Það er því grátbroslegt að hlusta á þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýna að fæðingarorlofsgreiðslur muni ekki hækka nógu hratt eftir að Alþingi samþykkti nú umtalsverða hækkun þeirra. Samfylkingunni þykir ríkisstjórnin og meirihluti Alþingi ekki byggja hér upp nógu barnvænt samfélag. Margur heldur mig sig. Það er gott að langþreyttir foreldrar láti í sér heyra og haldi okkur stjórnmálamönnunum við efnið. Og þótt mikilvæg skref hafi verið stigin má áfram gera betur. Það væri hins vegar óskandi að Samfylkingin, sem hefur stýrt Reykjavíkurborg næstum óslitið í 30 ár, myndi hlusta. Langstærsta áhyggjuefni ungbarnaforeldra snúa enda að dagvistunarmálum. Og það er ekki á dagskrá að setja á fót ríkisleikskóla Íslands í Reykjavík. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun