Nýr leikmaður Chelsea sagður vera besti Brassinn síðan Neymar kom fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 12:10 Estevao Willian fagnar marki með Palmeiras í bikarleik á móti Botafogo. Getty/Marco Galvão/ Chelsea hefur keypt Estevao Willian frá brasilíska félaginu Palmeiras og það vantar ekki meðmælin úr herbúðum brasilíska félagsins. Chelsea borgar til að byrja með 29 milljónir punda fyrir leikmanninn en svo bætast við bónusar eftir því hvernig hann stendur sig. „Ég hef ekki séð svona leikmann áður,“ sagði Abel Ferreira, þjálfari Palmeiras eftir sigurleik í maí. Þessi virti þjálfari er ekki þekktur fyrir stórar yfirlýsingar en það var ljóst að hann hefur miklar mætur á stráknum. Breska ríkisútvarpið fjallar um strákinn. Chelsea Football Club has agreed a deal to sign teenage forward Estevao Willian from Palmeiras, with the Brazilian to officially join Chelsea next summer. 🤝 pic.twitter.com/SHLVRaD4gi— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 22, 2024 Hinn sautján ára gamli Willian hafði þarna tryggt Palmeiras sigur á Botafogo á lokmínútunum í bikarleik félaganna og spilað frábærlega í leiknum. Þessi vinstri vængmaður hefur vakið mikla athygli en Chelsea var í baráttu um hann við Bayern München, Paris Saint-Germain og Manchester City. Chelsea gæti á endanum þurft að borga 52 milljónir punda fyrir hann. Hann kemur þó ekki á Stamford Bridge fyrr en eftir heimsmeistarakeppni félagsliða í júlí á næsta ári. Former World Cup winner with Brazil Branco believes that new Chelsea signing Estevao Willian is the best Brazilian born player he’s seen since Neymar 👊🇧🇷 pic.twitter.com/aDyZq5Ckhc— Talk Chelsea (@talkchelsea) June 21, 2024 Brasilískir táningar eins og Vinicius Jr og Rodrygo hafa farið til Evrópu fyrir stórar upphæðir á síðustu árum. Það var þó talað um hvorugan þeirra eins og er talað um Estevao Willian. Það er tilfinning manna í Brasilíu að þessi sveitastrákur frá Sao Paulo gæti verið sér á báti. „Estevao er besti leikmaðurinn sem hefur komið frá Brasilíu síðan Neymar kom fram. Þegar þú horfir á hann spila þá verður þú strax ástfanginn,“ sagði Joao Paulo Sampaio, yfirmaður knattspyrnuakademíu Palmeiras. „Hann hefur þegar hrifið alla með tækni sinni en eins og var með Neymar á sínum tíma þá á hann eftir að bæta við líkamlega þáttinn. Hann er ekki eins sterkur og Endrick og á því eftir langa leið á því sviði. Það er samt það sem fær fólk til að halda að þakið fyrr hann sé mjög hátt,“ sagði Sampaio. 🚨🔵 Here’s Willian Estevão with family and agent André Cury after signing his Chelsea contract until June 2033.“Congrats to Palmeiras for the biggest sale ever from South America to Europe”, Cury said.⤵️📸 pic.twitter.com/hBIoL1KeRd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 22, 2024 Enski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Chelsea borgar til að byrja með 29 milljónir punda fyrir leikmanninn en svo bætast við bónusar eftir því hvernig hann stendur sig. „Ég hef ekki séð svona leikmann áður,“ sagði Abel Ferreira, þjálfari Palmeiras eftir sigurleik í maí. Þessi virti þjálfari er ekki þekktur fyrir stórar yfirlýsingar en það var ljóst að hann hefur miklar mætur á stráknum. Breska ríkisútvarpið fjallar um strákinn. Chelsea Football Club has agreed a deal to sign teenage forward Estevao Willian from Palmeiras, with the Brazilian to officially join Chelsea next summer. 🤝 pic.twitter.com/SHLVRaD4gi— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 22, 2024 Hinn sautján ára gamli Willian hafði þarna tryggt Palmeiras sigur á Botafogo á lokmínútunum í bikarleik félaganna og spilað frábærlega í leiknum. Þessi vinstri vængmaður hefur vakið mikla athygli en Chelsea var í baráttu um hann við Bayern München, Paris Saint-Germain og Manchester City. Chelsea gæti á endanum þurft að borga 52 milljónir punda fyrir hann. Hann kemur þó ekki á Stamford Bridge fyrr en eftir heimsmeistarakeppni félagsliða í júlí á næsta ári. Former World Cup winner with Brazil Branco believes that new Chelsea signing Estevao Willian is the best Brazilian born player he’s seen since Neymar 👊🇧🇷 pic.twitter.com/aDyZq5Ckhc— Talk Chelsea (@talkchelsea) June 21, 2024 Brasilískir táningar eins og Vinicius Jr og Rodrygo hafa farið til Evrópu fyrir stórar upphæðir á síðustu árum. Það var þó talað um hvorugan þeirra eins og er talað um Estevao Willian. Það er tilfinning manna í Brasilíu að þessi sveitastrákur frá Sao Paulo gæti verið sér á báti. „Estevao er besti leikmaðurinn sem hefur komið frá Brasilíu síðan Neymar kom fram. Þegar þú horfir á hann spila þá verður þú strax ástfanginn,“ sagði Joao Paulo Sampaio, yfirmaður knattspyrnuakademíu Palmeiras. „Hann hefur þegar hrifið alla með tækni sinni en eins og var með Neymar á sínum tíma þá á hann eftir að bæta við líkamlega þáttinn. Hann er ekki eins sterkur og Endrick og á því eftir langa leið á því sviði. Það er samt það sem fær fólk til að halda að þakið fyrr hann sé mjög hátt,“ sagði Sampaio. 🚨🔵 Here’s Willian Estevão with family and agent André Cury after signing his Chelsea contract until June 2033.“Congrats to Palmeiras for the biggest sale ever from South America to Europe”, Cury said.⤵️📸 pic.twitter.com/hBIoL1KeRd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 22, 2024
Enski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira