Of snemmt er til að fullyrða hvort að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð sé lokið en Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að goslok gætu haft áhrif á landrisið við Svartsengi.
Á Austurvelli mun hópur fólks mótmæla fyrirhugaðri brottvísun ellefu ára palestínsks drengs að nafni Yazans Tamimi, sem þjáist af taugahrörnunarsjúkdóm og notast við hjólastól. Skipuleggjandi segir brottvísunina munu skerða lífslíkur Yazans verulega vegna skorts á viðeigandi þjónustu fyrir hann í Palestínu.
Þá förum við yfir ávarp forseta Íslands við þinglok í gær og forvitnumst um svepparækt á Flúðum.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.