„Finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu“ Árni Gísli Magnússon skrifar 23. júní 2024 20:44 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA Vísir/Pawel Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður eftir að lið hans bar sigur úr býtum gegn Fram í 11. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Sigurmark KA kom í uppbótartíma þegar Daníel Hafsteinsson stangaði boltann í netið. Fyrsta spurning til Hallgríms var hvort honum væri ekki sama um allt nema stigin þrjú eftir þennan dramatíska sigur? „Ég veit það ekki, ég kannski hugsa minna um frammistöðina en stigin, en mér er sko ekki drullusama um hjartað í mínu liði, það var frábært í dag. Við eru með stútfullt lið af strákum sem að þykir vænt um félagið og hvern annan og við erum í stöðu sem að við ætlum okkur ekki að vera í, erfiðri stöðu, og í dag upplifi ég svona eins og enn og aftur fáum við högg.“ „Við áttum að skora allavega þrjú mörk í fyrri hálfleik og við getum sagt að það hafi hangið yfir seinna markið hjá þeim, vel gert hjá Kennie (Chopart), ódýrt mark sem við fáum á okkur og að labba inn í hálfleik undir 2-1 er erfitt þegar þú ert neðstur og finnst kannski að þú eigir ekki að vera undir þannig ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka. Eftir að við jöfnum fannst mér bara spurning hvort við myndum skora eða færi jafntefli. Bara kredit á strákana að gefast aldrei upp því þetta var vissulega ekki frábær staða.“ Daníel Hafsteinsson, Ingimar Stöle og Viðar Örn Kjartansson koma allir inn af bekknum hjá KA og breyttu svo sannarlega leiknum. „Þeir bara komu inn með flotta frammistöðu og fengum helvíti flottar fyrirgjafir frá Ingimari og mér finnst Viðar koma virkilega vel inn; hélt vel í boltann, pressaði og hljóp og Daníel náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur þannig þeir stóðu sig bara vel en fyrst og fremst tek ég úr þessu að við fengum stig sem við loksins fengum og þurftum og mér finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu.“ „Við gefumst ekki upp og okkur finnst frammistaðan vera búin að verða betri og betri og betri. Þessi leikur var ekki eins góður og síðast þegar við mættum Fram en eins og ég segi þá skipta stigin meira máli en akkúrat það í augnablikinu.“ Fram var ívið sterkari aðilinn framan af í síðari hálfleik og því virkilega sterkt hjá KA að sækja öll stigin þrjú eftir að hafa verið enn undir seint í leiknum. „Fram er náttúrulega bara gott lið. Þeir eru með hörku leikmenn. Þegar staðan er 2-1 fyrir þá og þeir geta legið niðri áttum við erfitt með að búa til og skapa, áttum erfitt með að komast á síðasta þriðjung og opna þá en svo fannst mér svona síðustu 20 til 25 mínúturnar við vera komnir helvíti ofarlega og eigum fullt af fyrirgjöfum og mjög sætt að klára þetta en það er ekkert auðvelt að brjóta niður Fram liðið þegar þeir eru komnir yfir og þess vegna er ég virkilega ánægður með strákana.“ KA á þónokkuð af útileikjum framundan og undanúrslitaleik í Mjólkurbikarnum á heimavelli. Hvernig horfir Hallgrímur á framhaldið? „Ég hef ekki hugmynd um það, við þurfum bara að safna fleiri stigum. Er ekki HK næst í Kórnum, þeir eru búnir að vinna tvö leiki í röð og það er annað lið sem ég sé ég horfi á þá; þeir eru með flott hjarta, þeir berjast fyrir hvern annan og eru stórir og sterkir. Við þekkjum þá frá því fyrr í sumar þannig við ætlum að leyfa okkur að slaka á í kvöld og njóta og svo förum við bara að einbeita okkur að þeim leik. Hinir leikirnir koma svo bara seinna.“ Fótbolti Besta deild karla KA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Fyrsta spurning til Hallgríms var hvort honum væri ekki sama um allt nema stigin þrjú eftir þennan dramatíska sigur? „Ég veit það ekki, ég kannski hugsa minna um frammistöðina en stigin, en mér er sko ekki drullusama um hjartað í mínu liði, það var frábært í dag. Við eru með stútfullt lið af strákum sem að þykir vænt um félagið og hvern annan og við erum í stöðu sem að við ætlum okkur ekki að vera í, erfiðri stöðu, og í dag upplifi ég svona eins og enn og aftur fáum við högg.“ „Við áttum að skora allavega þrjú mörk í fyrri hálfleik og við getum sagt að það hafi hangið yfir seinna markið hjá þeim, vel gert hjá Kennie (Chopart), ódýrt mark sem við fáum á okkur og að labba inn í hálfleik undir 2-1 er erfitt þegar þú ert neðstur og finnst kannski að þú eigir ekki að vera undir þannig ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka. Eftir að við jöfnum fannst mér bara spurning hvort við myndum skora eða færi jafntefli. Bara kredit á strákana að gefast aldrei upp því þetta var vissulega ekki frábær staða.“ Daníel Hafsteinsson, Ingimar Stöle og Viðar Örn Kjartansson koma allir inn af bekknum hjá KA og breyttu svo sannarlega leiknum. „Þeir bara komu inn með flotta frammistöðu og fengum helvíti flottar fyrirgjafir frá Ingimari og mér finnst Viðar koma virkilega vel inn; hélt vel í boltann, pressaði og hljóp og Daníel náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur þannig þeir stóðu sig bara vel en fyrst og fremst tek ég úr þessu að við fengum stig sem við loksins fengum og þurftum og mér finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu.“ „Við gefumst ekki upp og okkur finnst frammistaðan vera búin að verða betri og betri og betri. Þessi leikur var ekki eins góður og síðast þegar við mættum Fram en eins og ég segi þá skipta stigin meira máli en akkúrat það í augnablikinu.“ Fram var ívið sterkari aðilinn framan af í síðari hálfleik og því virkilega sterkt hjá KA að sækja öll stigin þrjú eftir að hafa verið enn undir seint í leiknum. „Fram er náttúrulega bara gott lið. Þeir eru með hörku leikmenn. Þegar staðan er 2-1 fyrir þá og þeir geta legið niðri áttum við erfitt með að búa til og skapa, áttum erfitt með að komast á síðasta þriðjung og opna þá en svo fannst mér svona síðustu 20 til 25 mínúturnar við vera komnir helvíti ofarlega og eigum fullt af fyrirgjöfum og mjög sætt að klára þetta en það er ekkert auðvelt að brjóta niður Fram liðið þegar þeir eru komnir yfir og þess vegna er ég virkilega ánægður með strákana.“ KA á þónokkuð af útileikjum framundan og undanúrslitaleik í Mjólkurbikarnum á heimavelli. Hvernig horfir Hallgrímur á framhaldið? „Ég hef ekki hugmynd um það, við þurfum bara að safna fleiri stigum. Er ekki HK næst í Kórnum, þeir eru búnir að vinna tvö leiki í röð og það er annað lið sem ég sé ég horfi á þá; þeir eru með flott hjarta, þeir berjast fyrir hvern annan og eru stórir og sterkir. Við þekkjum þá frá því fyrr í sumar þannig við ætlum að leyfa okkur að slaka á í kvöld og njóta og svo förum við bara að einbeita okkur að þeim leik. Hinir leikirnir koma svo bara seinna.“
Fótbolti Besta deild karla KA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira