Allt önnur viðbrögð við lúsmýbiti í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 10:51 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að lúsmýið geri oft vart við sig í miðjum júní. Vísir/Vilhelm Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í vatnalíffræði segist sjálfur ekki finna lengur fyrir þeim lúsmýbitum sem hann verði fyrir í sveitinni. Enn er óljóst hvaðan flugan á uppruna sinn í lífríkinu hér á landi en alveg ljóst að hún er komin til að vera og tímaspursmál hvenær moskítóflugan bætist í hópinn. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni þar sem Gísli Már ræddi litlu fluguna sem gert hefur Íslendingum lífið leitt á sumrin undanfarin ár. Gísli segir að fremst af sumri hafi skuld vegna bita verið skellt á lúsmýið að ósekju á meðan þar hafi flóin verið líklegasti sökudólgurinn. Engin bólga Gísli segir í Bítinu alveg ljóst að lúsmýið sé alls ekki á undanhaldi. Það hafi seinkað komu sinni í ár en sé komið til að vera. Það muni bara auka útbreiðslu sína um landið á næstu árum. Þeir sem bitnir hafi verið mest í upphafi lúsmýfaraldursins í kringum 2015 séu ekki bitnir minna nú. „Maður er bitinn eftir sem áður,“ segir Gísli sem segir þau hjónin eiga bústað uppi við Meðalfellsvatn. Þar hafi lúsmýið fundist fyrst á landinu árið 2015. Þau hafi verið bitin sundur og saman sumarið 2017. „Og ég blés alveg út. Ég var eins og hella, allt sem stóð út undan sænginni á nóttinni þegar ég svaf. Núna er ég bitinn jafn mikið en ég finn ekkert fyrir neinni bólgu. Viðbrögðin eru bara allt önnur. Ég er búinn að efla þolið gagnvart þessu. Ég taldi til dæmis í eitt skiptið tuttugu bit bara á öðru handarbaki og það var engin bólga í því. Ég nennti ekki að telja afganginn, það var alls staðar, allt í litlum rauðum doppum án þess að það væri bólgið.“ Fólk kvarti frekar undan moskító Gísli segist ekki hafa fundið neinn kláða eftir bitið. Ljóst sé þó að fólk sem minna hafi verið bitið undanfarin ár sé viðkvæmara en aðrir. „Þau sprauta efni sem koma í veg fyrir storknun blóðsins, undir húðina eða í háræðarnar sem þau eru að soga úr. Í þessu er prótein og fólk er með ofnæmi gagnvart þessum efnum, ekki bitinu sem slíku. Þú getur leikið þér að því að stinga þig með títuprjón án þess að þú blásir út.“ Gísla sýnist flestir venjist þessu. Alls staðar í Norður-Evrópu sé lúsmýið mjög algengt og mjög skætt. Þar kvarti fólk ekki undan þessu eins og hér á Íslandi. Þar sé aðalskaðvaldurinn moskítóflugan. „En hér, fólk liggur við að það selji sumarbústaðina sína af því að það er lúsmý í nágrenninu,“ segir Gísli sem segir líka að það sé einungis tímaspursmál hvenær moskítóflugan nemi land á Íslandi. Á milli þrjátíu, fjörutíu tegundir af flugunni séu til í Skandinavíu og á Bretlandi. Lífríkið á Íslandi sé enn að jafna sig eftir ísöld. „Það eru tuttugu þúsund tegundir af skordýrum á Norðurlöndum. Við erum með innan við tvö þúsund tegundir. Við erum ennþá í þessum fasa að það er landnám eftir ísöld.“ Skordýr Bítið Lúsmý Tengdar fréttir Bestu ráðin í baráttunni við bitin Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf. 19. júní 2023 21:54 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni þar sem Gísli Már ræddi litlu fluguna sem gert hefur Íslendingum lífið leitt á sumrin undanfarin ár. Gísli segir að fremst af sumri hafi skuld vegna bita verið skellt á lúsmýið að ósekju á meðan þar hafi flóin verið líklegasti sökudólgurinn. Engin bólga Gísli segir í Bítinu alveg ljóst að lúsmýið sé alls ekki á undanhaldi. Það hafi seinkað komu sinni í ár en sé komið til að vera. Það muni bara auka útbreiðslu sína um landið á næstu árum. Þeir sem bitnir hafi verið mest í upphafi lúsmýfaraldursins í kringum 2015 séu ekki bitnir minna nú. „Maður er bitinn eftir sem áður,“ segir Gísli sem segir þau hjónin eiga bústað uppi við Meðalfellsvatn. Þar hafi lúsmýið fundist fyrst á landinu árið 2015. Þau hafi verið bitin sundur og saman sumarið 2017. „Og ég blés alveg út. Ég var eins og hella, allt sem stóð út undan sænginni á nóttinni þegar ég svaf. Núna er ég bitinn jafn mikið en ég finn ekkert fyrir neinni bólgu. Viðbrögðin eru bara allt önnur. Ég er búinn að efla þolið gagnvart þessu. Ég taldi til dæmis í eitt skiptið tuttugu bit bara á öðru handarbaki og það var engin bólga í því. Ég nennti ekki að telja afganginn, það var alls staðar, allt í litlum rauðum doppum án þess að það væri bólgið.“ Fólk kvarti frekar undan moskító Gísli segist ekki hafa fundið neinn kláða eftir bitið. Ljóst sé þó að fólk sem minna hafi verið bitið undanfarin ár sé viðkvæmara en aðrir. „Þau sprauta efni sem koma í veg fyrir storknun blóðsins, undir húðina eða í háræðarnar sem þau eru að soga úr. Í þessu er prótein og fólk er með ofnæmi gagnvart þessum efnum, ekki bitinu sem slíku. Þú getur leikið þér að því að stinga þig með títuprjón án þess að þú blásir út.“ Gísla sýnist flestir venjist þessu. Alls staðar í Norður-Evrópu sé lúsmýið mjög algengt og mjög skætt. Þar kvarti fólk ekki undan þessu eins og hér á Íslandi. Þar sé aðalskaðvaldurinn moskítóflugan. „En hér, fólk liggur við að það selji sumarbústaðina sína af því að það er lúsmý í nágrenninu,“ segir Gísli sem segir líka að það sé einungis tímaspursmál hvenær moskítóflugan nemi land á Íslandi. Á milli þrjátíu, fjörutíu tegundir af flugunni séu til í Skandinavíu og á Bretlandi. Lífríkið á Íslandi sé enn að jafna sig eftir ísöld. „Það eru tuttugu þúsund tegundir af skordýrum á Norðurlöndum. Við erum með innan við tvö þúsund tegundir. Við erum ennþá í þessum fasa að það er landnám eftir ísöld.“
Skordýr Bítið Lúsmý Tengdar fréttir Bestu ráðin í baráttunni við bitin Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf. 19. júní 2023 21:54 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Bestu ráðin í baráttunni við bitin Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf. 19. júní 2023 21:54