Ekki lengur áhættulaust að svindla á bílprófinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2024 11:15 Reikna má með spurningu um hámarkshraða á bílprófinu. Hraðamyndavélar á borð við þessa alræmdu á Sæbraut eru til þess fallnar að halda aftur af hraðakstri í umferðinni. Vísir/Vilhelm Fólk sem verður staðið að svindli í ökuprófum má svipta réttinum til að þreyta ökuprófið að nýju í allt að hálft ár. Áður gátu viðkomandi mætt aftur í prófið viku síðar. Þetta er meðal nýrra breytinga á umferðarlögum sem samþykkt voru áður en Alþingi fór í sumarfrí. „Brot á prófreglum í ökuprófi varðar brottvísun úr prófi, svo og viðurlögum skv. 95. gr., auk sviptingar réttinum til að þreyta ökupróf að nýju í allt að sex mánuði. Öðrum er þá óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum. Samgöngustofa tekur ákvörðun um tímabundna sviptingu réttar til að þreyta ökupróf,“ segir nú í umferðarlögunum. 95. grein laganna fjallar um heimild til að sekta fyrir slík brot eða dæma í fangelsi. Í greinargerð samgönguráðherra um breytingu á lögunum kom fram að brot á prófreglum í ökuprófi væru alvarlegt vandamál hér á landi sem Samgöngustofa hefði vakið athygli ráðuneytisins á. „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar. Áhrif þess á umferðaröryggi eru bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera má ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið,“ sagði í greinargerðinni. Því þætti nauðsynlegt að bregðast við brotum á prófreglum og talið hæfilegt í flestum tilvikum að viðkomandi verði óheimilt að þreyta ökupróf um ákveðinn tíma. „Um leið liggur fyrir að við brotum liggja viðurlög skv. 95. gr. laganna og gæti því komið til álita í alvarlegri tilvikum að viðurlögum verði einnig beitt á grundvelli þess ákvæðis.“ Bílar Alþingi Bílpróf Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta er meðal nýrra breytinga á umferðarlögum sem samþykkt voru áður en Alþingi fór í sumarfrí. „Brot á prófreglum í ökuprófi varðar brottvísun úr prófi, svo og viðurlögum skv. 95. gr., auk sviptingar réttinum til að þreyta ökupróf að nýju í allt að sex mánuði. Öðrum er þá óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum. Samgöngustofa tekur ákvörðun um tímabundna sviptingu réttar til að þreyta ökupróf,“ segir nú í umferðarlögunum. 95. grein laganna fjallar um heimild til að sekta fyrir slík brot eða dæma í fangelsi. Í greinargerð samgönguráðherra um breytingu á lögunum kom fram að brot á prófreglum í ökuprófi væru alvarlegt vandamál hér á landi sem Samgöngustofa hefði vakið athygli ráðuneytisins á. „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar. Áhrif þess á umferðaröryggi eru bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera má ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið,“ sagði í greinargerðinni. Því þætti nauðsynlegt að bregðast við brotum á prófreglum og talið hæfilegt í flestum tilvikum að viðkomandi verði óheimilt að þreyta ökupróf um ákveðinn tíma. „Um leið liggur fyrir að við brotum liggja viðurlög skv. 95. gr. laganna og gæti því komið til álita í alvarlegri tilvikum að viðurlögum verði einnig beitt á grundvelli þess ákvæðis.“
Bílar Alþingi Bílpróf Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira