Seldu til rannsóknarrisa: „Maður þarf að vera draumóramaður“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júní 2024 09:01 Agnar Sigmarsson og Birgir Hrafn Sigurðsson, tveir af fjórum stofnendum Datasmoothie. Datasmoothie/Leifur Wilberg Íslenska fyrirtækið Datasmoothie hefur verið selt til franska markaðsrannsóknarrisans Ipsos. Fyrirtækið þróar hugbúnað sem gerir rannsakendum kleift að greina niðurstöður rannsókna með miklum hraða. Þetta staðfestir Agnar Sigmarsson, einn stofnenda Datasmoothie, í samtali við Vísi en hann segist hlakka eindregið til þess að halda áfram að starfa undir Ipsos og stækka teymið og starfsemina. Ipsos er eitt stærsta markaðsrannsóknar- og skoðanakannannafyrirtæki í heiminum og er því um stórt tækifæri að ræða. Alltaf einum samning frá því að sigra heiminn „Þetta er alltaf upp og niður. Maður er alltaf alveg að fara sigra heiminn og maður er alltaf einum samningi frá því. Þetta hefur staðið til síðustu sjö ár. Við erum rosalega sáttir.“ Hugbúnaðurinn muni núna vera notaður af sumum af stærstu fyrirtækjum í heimi á þessu sviði. „Þegar verið er að vinna með stór gagnasett og sérstaklega söguleg gögn, eins og til dæmis 50 ár af gögnum hjá fyrirtækjum sem eru á neytendavörumarkaði, þá getur flækjustigið orðið alveg óstjórnlega mikið. Kraftur einkatölvunnar er ekki nægilega mikill til að greina þetta og setja þetta fram á hátt sem er skiljanlegur. Við erum að leysa þetta vandamál.“ Datasmoothie gerir markaðsrannsakendum kleift að vinna úr gögnum margfalt hraðar. Innleiða nú þjónustuna hjá Ipsos Spurður hvort að þetta sé draumur að rætast fyrir hann segir hann það vera bæði og. „Það er auðvitað frábært að fara núna inn í annað fyrirtæki sem er stórt á sínu sviði. Þegar maður er að byrja með sprotafyrirtæki þá er maður ekki endilega með það markmið að selja fyrirtækið. Það er líka að búa til fyrirtæki sem skilar góðum tekjum en þetta gerir okkur kleift að halda áfram okkar vinnu.“ Næstu mánuði mun Datasmoothie innleiða þjónustu fyrirtækisins hjá viðskiptavinum Ipsos og sjálfvirknivæða verkferla þar þegar það kemur að greiningarferlum og markaðsrannsóknum. Tók ekki nema 9,5 ár „Maður heldur alltaf og hefur alltaf trú á því að maður sé að fara ná árangri í því sem maður er að gera. Maður þarf að vera draumóramaður.“ Datasmoothie var stofnað árið 2015 en fyrirtækið var á meðal sigurvegara í Seedcamp sama ár. Keppnin er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu. „Í tæknibransanum hefur maður oft heyrt því fleygt fram að „overnight success takes 10 years“. Í okkar tilfelli tók það ekki nema 9,5 ár,“ segir Agnar í Facebook-færslu um söluna. Nýsköpun Auglýsinga- og markaðsmál Skoðanakannanir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Þetta staðfestir Agnar Sigmarsson, einn stofnenda Datasmoothie, í samtali við Vísi en hann segist hlakka eindregið til þess að halda áfram að starfa undir Ipsos og stækka teymið og starfsemina. Ipsos er eitt stærsta markaðsrannsóknar- og skoðanakannannafyrirtæki í heiminum og er því um stórt tækifæri að ræða. Alltaf einum samning frá því að sigra heiminn „Þetta er alltaf upp og niður. Maður er alltaf alveg að fara sigra heiminn og maður er alltaf einum samningi frá því. Þetta hefur staðið til síðustu sjö ár. Við erum rosalega sáttir.“ Hugbúnaðurinn muni núna vera notaður af sumum af stærstu fyrirtækjum í heimi á þessu sviði. „Þegar verið er að vinna með stór gagnasett og sérstaklega söguleg gögn, eins og til dæmis 50 ár af gögnum hjá fyrirtækjum sem eru á neytendavörumarkaði, þá getur flækjustigið orðið alveg óstjórnlega mikið. Kraftur einkatölvunnar er ekki nægilega mikill til að greina þetta og setja þetta fram á hátt sem er skiljanlegur. Við erum að leysa þetta vandamál.“ Datasmoothie gerir markaðsrannsakendum kleift að vinna úr gögnum margfalt hraðar. Innleiða nú þjónustuna hjá Ipsos Spurður hvort að þetta sé draumur að rætast fyrir hann segir hann það vera bæði og. „Það er auðvitað frábært að fara núna inn í annað fyrirtæki sem er stórt á sínu sviði. Þegar maður er að byrja með sprotafyrirtæki þá er maður ekki endilega með það markmið að selja fyrirtækið. Það er líka að búa til fyrirtæki sem skilar góðum tekjum en þetta gerir okkur kleift að halda áfram okkar vinnu.“ Næstu mánuði mun Datasmoothie innleiða þjónustu fyrirtækisins hjá viðskiptavinum Ipsos og sjálfvirknivæða verkferla þar þegar það kemur að greiningarferlum og markaðsrannsóknum. Tók ekki nema 9,5 ár „Maður heldur alltaf og hefur alltaf trú á því að maður sé að fara ná árangri í því sem maður er að gera. Maður þarf að vera draumóramaður.“ Datasmoothie var stofnað árið 2015 en fyrirtækið var á meðal sigurvegara í Seedcamp sama ár. Keppnin er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu. „Í tæknibransanum hefur maður oft heyrt því fleygt fram að „overnight success takes 10 years“. Í okkar tilfelli tók það ekki nema 9,5 ár,“ segir Agnar í Facebook-færslu um söluna.
Nýsköpun Auglýsinga- og markaðsmál Skoðanakannanir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira