Yfir tuttugu gráður með mígandi rigningu næstu helgi Lovísa Arnardóttir skrifar 25. júní 2024 15:31 Á Húsavík verður líklega mjög gott veður næsta sunnudag. Vísir/Vilhelm Eflaust eru margir farnir að huga að veðrinu næstu helgi fyrir útilegur og önnur ferðalög. Á vef Veðurstofunnar segir að á laugardag verði hlýjast á Suðausturlandi og að hiti gæti þar náð tuttugu stigum. Á sunnudag verður svo hlýjast á Norðausturlandi og gæti hitinn náð 24 stigum. Trausti Jónsson veðurfræðingur fjallar um spána á bloggi sínu Hungurdiskum og vísar í veðurlíkan Evrópureiknimiðstöðvarinnar. Hann hafði um helgina spáð miklum hlýindum í innsveitum um land allt, eða allt að 25 stigum, en í gær hafði líkanið uppfært reikningana og er þá hlýindum spáð á sunnudag en samkvæmt nýju reikningunum fylgir þeim „mígandi rigning“ á Suðurlandi. Á Norðaustur- og Austurlandi verði mjög hlýtt, en aðeins í skamma stund. „Þetta eru fjórðungarnir sem eru líklegastir til að vera heitastir þessa tvo daga,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofunni. Í spá Veðurstofunnar má sjá að á laugardag á að vera um hádegi hlýjast við Kirkjubæjarklaustur þar sem er spáð sól og 17 stiga hita. Í Árnesi verða þá um fimmtán gráður og á Akureyri um 12 gráður á sama tíma og um níu á höfuðborgarsvæðinu. Síðdegis á laugardag verður hitastigið komið upp í tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri, sautján í Árnesi, ellefu á höfuðborgarsvæðinu og um fjórtán á Akureyri. Mjög hlýtt og rakt loft á leið til landsins Á sunnudeginum verði blautt þegar það kemur mjög hlýtt og rakt loft yfir landið. „Það hangir þurrt í norðausturfjórðungnum,“ segir Teitur og að þar verði bæði sól og hlýtt loft. Samkvæmt spá verða þá til dæmis um 18 stig um hádegi á Kirkjubæjarklaustri og 19 við Egilsstaði. Þar verður svo farið að rigna um klukkan 15. Í Árnesi, þar sem verður hlýtt á laugardag, er svo spáð mígandi rigningu á sunnudag um hádegisbil og 13 stiga hita. Það verður líklega töluverð blíða á Egilsstöðum á sunnudag.Vísir/Vilhelm Hlýjast verður á landinu á Norðausturlandi á sunnudag. Þá er spáð um 21 stiga hita á Akureyri og Húsavík um hádegisbil og nítján gráðum á Egilsstöðum. Á sama tíma verða um fjórtán gráður á höfuðborgarsvæðinu og mikil rigning. Síðdegis er svo spáð allt að 24 stiga hita á Akureyri og 22 gráðum á Egilsstöðum. Þá er enn rigning á Kirkjubæjarklaustri og hitastigið aðeins 16 gráður. Stutt gaman Á veðurvef Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings, blika.is, er einnig fjallað um þetta veður. Þar segir að hitinn sem sé á leið til landsins sé angi hitabylgju sem nú ríður yfir norðausturhluta Bandaríkjanna. Hann segir að hitinn verði líklega mestur á sunnudag. „Blika spáir 20 stiga hita en hráspá og óleiðrétt spá frá ECMWF sýnir allt að 27 stiga hita síðdegis á sunnudag á Egilsstaðaflugvelli,“ segir Einar í sinni umfjöllun. Það verði gott fyrir landann að njóta þess því eftir það muni svalt loft aftur ná yfirhöndinni fyrstu dagana í júlí. Veður Færð á vegum Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur fjallar um spána á bloggi sínu Hungurdiskum og vísar í veðurlíkan Evrópureiknimiðstöðvarinnar. Hann hafði um helgina spáð miklum hlýindum í innsveitum um land allt, eða allt að 25 stigum, en í gær hafði líkanið uppfært reikningana og er þá hlýindum spáð á sunnudag en samkvæmt nýju reikningunum fylgir þeim „mígandi rigning“ á Suðurlandi. Á Norðaustur- og Austurlandi verði mjög hlýtt, en aðeins í skamma stund. „Þetta eru fjórðungarnir sem eru líklegastir til að vera heitastir þessa tvo daga,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofunni. Í spá Veðurstofunnar má sjá að á laugardag á að vera um hádegi hlýjast við Kirkjubæjarklaustur þar sem er spáð sól og 17 stiga hita. Í Árnesi verða þá um fimmtán gráður og á Akureyri um 12 gráður á sama tíma og um níu á höfuðborgarsvæðinu. Síðdegis á laugardag verður hitastigið komið upp í tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri, sautján í Árnesi, ellefu á höfuðborgarsvæðinu og um fjórtán á Akureyri. Mjög hlýtt og rakt loft á leið til landsins Á sunnudeginum verði blautt þegar það kemur mjög hlýtt og rakt loft yfir landið. „Það hangir þurrt í norðausturfjórðungnum,“ segir Teitur og að þar verði bæði sól og hlýtt loft. Samkvæmt spá verða þá til dæmis um 18 stig um hádegi á Kirkjubæjarklaustri og 19 við Egilsstaði. Þar verður svo farið að rigna um klukkan 15. Í Árnesi, þar sem verður hlýtt á laugardag, er svo spáð mígandi rigningu á sunnudag um hádegisbil og 13 stiga hita. Það verður líklega töluverð blíða á Egilsstöðum á sunnudag.Vísir/Vilhelm Hlýjast verður á landinu á Norðausturlandi á sunnudag. Þá er spáð um 21 stiga hita á Akureyri og Húsavík um hádegisbil og nítján gráðum á Egilsstöðum. Á sama tíma verða um fjórtán gráður á höfuðborgarsvæðinu og mikil rigning. Síðdegis er svo spáð allt að 24 stiga hita á Akureyri og 22 gráðum á Egilsstöðum. Þá er enn rigning á Kirkjubæjarklaustri og hitastigið aðeins 16 gráður. Stutt gaman Á veðurvef Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings, blika.is, er einnig fjallað um þetta veður. Þar segir að hitinn sem sé á leið til landsins sé angi hitabylgju sem nú ríður yfir norðausturhluta Bandaríkjanna. Hann segir að hitinn verði líklega mestur á sunnudag. „Blika spáir 20 stiga hita en hráspá og óleiðrétt spá frá ECMWF sýnir allt að 27 stiga hita síðdegis á sunnudag á Egilsstaðaflugvelli,“ segir Einar í sinni umfjöllun. Það verði gott fyrir landann að njóta þess því eftir það muni svalt loft aftur ná yfirhöndinni fyrstu dagana í júlí.
Veður Færð á vegum Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Sjá meira