Fimmtán ómissandi hlutir í útileguna Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. júní 2024 20:00 Lífið á Vísi tók saman lista yfir fimmtán hluti sem er gæti verið sniðugt að hafa meðferði ferðalagið. Getty Hvað er dásamlegra en sólríkar sumarnætur í guðs grænni náttúrunni í góðum félagsskap? Að mati margra er það ómissandi þáttur af sumrinu. Þegar kemur að því að pakka niður fyrir ferðalagið er að mörgu að huga fyrir utan þann grunnbúnað sem fylgir útilegunni. Lífið á Vísi tók saman lista yfir fimmtán hluti sem gæti verið sniðugt að hafa meðferðis í ferðalagið. Þráðlaus hátalari Góð tónlist er ómissandi fyrir útilegustemninguna. Höfum þó í huga að það geta verið fleiri gestir á svæðinu sem eru ekki með sama tónlistarsmekk og við sjálf. Munið eftir því að hlaða hátalarann áður en lagt er af stað. Getty Sjúkrakassi Hafið sjúkrakassa í bílnum. Ef eitthvað kemur upp á er gott að geta gripið í plástra, grisjur, sótthreinsandi klúta eða panódíl. Það er aldrei að vita í hvaða ævintýrum við lendum við leik í náttúrunni. Oft fylgir sjúkrakassi með nýlegum bílum og er því gott að hafa hann við höndina. Getty Hleðslubanki Það getur verið erfitt að komast í rafmagn á tjaldsvæðinu og er því sniðugt að hafa hleðslubanka fyrir símann og spjaldtölvuna í töskunni. Munið þó að hlaða hann fyrir ferðalagið eða á leiðinni í bílnum. Getty Vatnsbrúsi Takið með ykkur góðan vatnsbrúsa og munið að drekka nóg af vatni, sérstaklega þegar heitt er í veðri. Aðrir drykkir geta verið meira freistandi á þessum tíma árs en íslenska vatnið er alltaf best. Getty Kaffi Í hugum margra er hápunktur dagsins að hella sér a upp á góðan kaffibolla. Munið eftir mokkakönnunni eða hraðsuðukatlinum og góðu kaffi. Getty Hlýtt teppi Það að sitja undir hlýju teppi í útilegustól á tjaldsvæðum landsins í góðum félagsskap er eitthvað annað notalegt. Getty Sólarvörn og varasalvi Munum eftir sólarvörn og varasalva með vörn! Þegar við erum utandyra allan daginn gerum við okkur ekki alltaf grein fyrir því hvað sólin er sterk hér á landi. Berum á okkur þó svo að það sé skýjað. Getty Derhúfa og sólgleraugu Fullkomnir fylgihlutir við útilegudressið og hylja andlitið frá sólinni. Getty Blautþurrkur Blautþurrkur geta komið að góðum notum á ferðlagi í bílnum eða á tjaldsvæðinu. Hægt er að þrífa litla fingur eftir matartímann eða til að þrífa farðann af fyrir nóttina. Getty Bakkelsi og snarl Skellið í skúffuköku, snúða eða annað bakkelsi fyrir kaffitímann áður en lagt er af stað. Svo er alltaf gott að geta sett smá súkkulaði, osta og vínber á bakka til að gæða sér á um kvöldið. Getty Svefngríma og eyrnatappar Áttu erfitt með að sofa í tjaldi? Hvort sem þú ert að reyna að leggja þig yfir daginn eða ætlar að reyna að sofna þegar það er partý í næsta tjaldi þá eru eyrnatappar og svefngríma eitthvað sem þú ættir alls ekki að sleppa. Getty Sundföt og handklæði Taktu sundföt og handklæði með í ferðalagið. Sundferð með börnin eða rómantísk samvera með ástinni í fallegri náttúrulaug er frábær afþreying. A woman swimming in a hot spring in Iceland. Flugnafælur og kláðakrem Ekki láta lúsmý trufla þig á ferðalaginu og hafðu með þér flugnafælusprey eða annað sem fælir þær frá. Eitt ráð er að setja nokkra dropa af lavanderolíu, lemongrass olíu eða tee trea olíu í vatn og spreyjað í föt eða yfir rúmföt í þeirri von að fæla óværuna frá. Einnig eru til ýmiss konar fælandi sprey í apótekum. Sumir eru líklegri til að verða bitnir og er því gott að hafa kláðakrem, kælikrem eða ofnæmistöflur meðferðis. Getty Spil og afþreying Spilastokkur, Kubbur, Yatzy eða annað spil ætti að vera staðalbúnaður í útileguna. Leggjum frá okkur símana, hlustum á góða tónlist og spilum við vini eða fjölskyldu. Getty Sandalar Það er mjög gott að vera með sandala, td. Crocs, meðferðis í útileguna þegar við nennum ekki að klæða okkur í skó til að fara á klósettið. Einnig þægilegt að henda sér í inniskó eftir að hafa baðað sig í einhverri af náttúrulaugum landsins. Getty Síðast en ekki síst, mundu eftir góða skapinu! Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Lífið á Vísi tók saman lista yfir fimmtán hluti sem gæti verið sniðugt að hafa meðferðis í ferðalagið. Þráðlaus hátalari Góð tónlist er ómissandi fyrir útilegustemninguna. Höfum þó í huga að það geta verið fleiri gestir á svæðinu sem eru ekki með sama tónlistarsmekk og við sjálf. Munið eftir því að hlaða hátalarann áður en lagt er af stað. Getty Sjúkrakassi Hafið sjúkrakassa í bílnum. Ef eitthvað kemur upp á er gott að geta gripið í plástra, grisjur, sótthreinsandi klúta eða panódíl. Það er aldrei að vita í hvaða ævintýrum við lendum við leik í náttúrunni. Oft fylgir sjúkrakassi með nýlegum bílum og er því gott að hafa hann við höndina. Getty Hleðslubanki Það getur verið erfitt að komast í rafmagn á tjaldsvæðinu og er því sniðugt að hafa hleðslubanka fyrir símann og spjaldtölvuna í töskunni. Munið þó að hlaða hann fyrir ferðalagið eða á leiðinni í bílnum. Getty Vatnsbrúsi Takið með ykkur góðan vatnsbrúsa og munið að drekka nóg af vatni, sérstaklega þegar heitt er í veðri. Aðrir drykkir geta verið meira freistandi á þessum tíma árs en íslenska vatnið er alltaf best. Getty Kaffi Í hugum margra er hápunktur dagsins að hella sér a upp á góðan kaffibolla. Munið eftir mokkakönnunni eða hraðsuðukatlinum og góðu kaffi. Getty Hlýtt teppi Það að sitja undir hlýju teppi í útilegustól á tjaldsvæðum landsins í góðum félagsskap er eitthvað annað notalegt. Getty Sólarvörn og varasalvi Munum eftir sólarvörn og varasalva með vörn! Þegar við erum utandyra allan daginn gerum við okkur ekki alltaf grein fyrir því hvað sólin er sterk hér á landi. Berum á okkur þó svo að það sé skýjað. Getty Derhúfa og sólgleraugu Fullkomnir fylgihlutir við útilegudressið og hylja andlitið frá sólinni. Getty Blautþurrkur Blautþurrkur geta komið að góðum notum á ferðlagi í bílnum eða á tjaldsvæðinu. Hægt er að þrífa litla fingur eftir matartímann eða til að þrífa farðann af fyrir nóttina. Getty Bakkelsi og snarl Skellið í skúffuköku, snúða eða annað bakkelsi fyrir kaffitímann áður en lagt er af stað. Svo er alltaf gott að geta sett smá súkkulaði, osta og vínber á bakka til að gæða sér á um kvöldið. Getty Svefngríma og eyrnatappar Áttu erfitt með að sofa í tjaldi? Hvort sem þú ert að reyna að leggja þig yfir daginn eða ætlar að reyna að sofna þegar það er partý í næsta tjaldi þá eru eyrnatappar og svefngríma eitthvað sem þú ættir alls ekki að sleppa. Getty Sundföt og handklæði Taktu sundföt og handklæði með í ferðalagið. Sundferð með börnin eða rómantísk samvera með ástinni í fallegri náttúrulaug er frábær afþreying. A woman swimming in a hot spring in Iceland. Flugnafælur og kláðakrem Ekki láta lúsmý trufla þig á ferðalaginu og hafðu með þér flugnafælusprey eða annað sem fælir þær frá. Eitt ráð er að setja nokkra dropa af lavanderolíu, lemongrass olíu eða tee trea olíu í vatn og spreyjað í föt eða yfir rúmföt í þeirri von að fæla óværuna frá. Einnig eru til ýmiss konar fælandi sprey í apótekum. Sumir eru líklegri til að verða bitnir og er því gott að hafa kláðakrem, kælikrem eða ofnæmistöflur meðferðis. Getty Spil og afþreying Spilastokkur, Kubbur, Yatzy eða annað spil ætti að vera staðalbúnaður í útileguna. Leggjum frá okkur símana, hlustum á góða tónlist og spilum við vini eða fjölskyldu. Getty Sandalar Það er mjög gott að vera með sandala, td. Crocs, meðferðis í útileguna þegar við nennum ekki að klæða okkur í skó til að fara á klósettið. Einnig þægilegt að henda sér í inniskó eftir að hafa baðað sig í einhverri af náttúrulaugum landsins. Getty Síðast en ekki síst, mundu eftir góða skapinu!
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira