Foden yfirgefur herbúðir enska landsliðsins Aron Guðmundsson skrifar 26. júní 2024 14:46 Phil Foden í leik með enska landsliðinu Vísir/Getty Phil Foden hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins, sem þessa dagana tekur þátt á Evrópumótinu í Þýskalandi, vegna persónulegra ástæðna. BBC hefur greint frá því að Foden hafi haldið til Englands til að verða viðstaddur fæðingu þriðja barns síns og unnustu sinnar Rebeccu Cooke. Fyrir eiga þau hinn fimm ára gamla Ronnie og hina tveggja ára gömlu True. Enska knattspyrnusambandið greindi frá fjarveru Foden í yfirlýsingu fyrr í dag en óvíst er á þessum tímapunkti hvenær hann snýr aftur í enska landsliðið en vonir standa til að það verði fyrir næsta leik Englands á EM í sextán liða úrslitum mótsins. Phil Foden "temporarily" leaves England's Euro 2024 camp in Germany to return to UK for family reasons https://t.co/1krREykqP3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 26, 2024 Úrslit Englands í riðlakeppninni nægðu til að tryggja liðinu sæti í útsláttarkeppninni. Enska landsliðið náði í einn sigur og gerði tvö jafntefli í riðlakeppninni þar sem að liðið var í riðli með Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Leikur liðsins í sextán liða úrslitunum fer fram á sunnudaginn kemur og verður það ljóst í kvöld hvaða lið bíður Englendinga þar. Tíminn mun svo leiða það í ljóst hvort Foden verði þá aftur mættur til Þýskalands í tæka tíð fyrir leikinn. Foden, sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Manchester City stóð þá uppi sem Englandsmeistari. Foden er 24 ára gamall og hefur leikið með Manchester City allan sinn atvinnumannaferil og unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu. Þá á hann að baki 37 A-landsleiki fyrir Englands hönd og hefur byrjað alla leiki liðsins á yfirstandandi Evrópumóti. Uppfært klukkan 15:25 með upplýsingum frá BBC. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Fyrir eiga þau hinn fimm ára gamla Ronnie og hina tveggja ára gömlu True. Enska knattspyrnusambandið greindi frá fjarveru Foden í yfirlýsingu fyrr í dag en óvíst er á þessum tímapunkti hvenær hann snýr aftur í enska landsliðið en vonir standa til að það verði fyrir næsta leik Englands á EM í sextán liða úrslitum mótsins. Phil Foden "temporarily" leaves England's Euro 2024 camp in Germany to return to UK for family reasons https://t.co/1krREykqP3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 26, 2024 Úrslit Englands í riðlakeppninni nægðu til að tryggja liðinu sæti í útsláttarkeppninni. Enska landsliðið náði í einn sigur og gerði tvö jafntefli í riðlakeppninni þar sem að liðið var í riðli með Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Leikur liðsins í sextán liða úrslitunum fer fram á sunnudaginn kemur og verður það ljóst í kvöld hvaða lið bíður Englendinga þar. Tíminn mun svo leiða það í ljóst hvort Foden verði þá aftur mættur til Þýskalands í tæka tíð fyrir leikinn. Foden, sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Manchester City stóð þá uppi sem Englandsmeistari. Foden er 24 ára gamall og hefur leikið með Manchester City allan sinn atvinnumannaferil og unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu. Þá á hann að baki 37 A-landsleiki fyrir Englands hönd og hefur byrjað alla leiki liðsins á yfirstandandi Evrópumóti. Uppfært klukkan 15:25 með upplýsingum frá BBC.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn