Sjáðu mörkin sem tryggðu Tyrki og komu Georgíu áfram á sínu fyrsta stórmóti Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. júní 2024 22:07 Georges Mikautadze gulltryggði Georgíu sigur gegn Portúgal af vítapunktinum. Marvin Ibo Guengoer - GES Sportfoto/Getty Images Riðlakeppni Evrópumótsins í fótbolta lauk í kvöld. Liðin í E-riðli skildu jöfn, Georgía vann óvænt gegn Portúgal og Tyrkland fór áfram úr F-riðli eftir uppbótartímamark gegn Tékklandi. E-riðill Rúmenía-Slóvakía 1-1 Slóvakía komst yfir á 25. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Juraj Kucka sem rataði til Ondrej Duda og hann skallaði boltann í markið. Forystan hélst ekki lengi því rétt rúmum tíu mínútum síðar gaf Slóvakía frá sér vítaspyrnu. Brotið var rétt á mörkum þess að vera víti en línan er hluti af teignum og ákvörðun dómara stóð því eftir myndbandsskoðun. Razvan Marin steig á punktinn og jafnaði með þrumuskoti í efra vinstra hornið, algjörlega óverjandi vítaspyrna og hálfleikstölur 1-1. Svona fóru 🇷🇴Rúmenar að því að vinna E-riðil, 1-1 gegn 🇸🇰Slóvakíu og öll liðin enda jöfn að stigum en Rúmenar með bestu markatöluna⚽️ Þrjú efstu fara áfram í 16-liða úrslit.1⃣Rúmenía✅2⃣Belgía✅3⃣Slóvakía✅4⃣Úkraína❌ pic.twitter.com/q69Y0PZa9X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Hinn leikur riðilsins, Belgía-Úkraína, endaði 0-0. Öll liðin enduðu með 4 stig en Úkraína en á heimleið vegna þess að þeir voru með verstu markatölu riðilsins. F-riðill Georgía-Portúgal 2-0 Strax á 2. mínútu missti Portúgal boltann á miðsvæðinu og Khvicha Kvaratskhelia kom Georgíu yfir eftir stungusendingu Georges Mikautadze. „Kvaradona“ opnaði vinkilinn og kláraði færið vel, niður í fjærhornið. Það gerðist svo á 57. mínútu þegar Portúgalinn Antonio Silva braut af sér í eigin vítateig og gaf Georgíu víti. Georges Mikautadze steig á punktinn og skoraði þrátt fyrir að markmaðurinn hefði farið í rétt horn. Sögulegt hjá Georgíu✍️🇬🇪 Svona fór Georgía að því að vinna Portúgal 2-0 og komast í 16-liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti ⚽️ pic.twitter.com/nXP67UKYpK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Tyrkland-Tékkland 1-1 Tyrkir tóku forystuna á 51. mínútu eftir að hafa legið í stórsókn. Nokkur skot þurfti til en á endanum var það Hakan Çalhanoğlu sem smellhitti boltann með ristinni og hann söng í netinu. Tékkland jafnaði fimmtán mínútum síðar. Robin Hranac gaf boltann fyrir, markmaður Tyrkja hoppaði upp og virtist hafa hann en svo var ekki. Tomas Soucek var graðastur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Tyrkir heimtuðu brot fyrir markmanninn en markið fékk að standa eftir myndbandsskoðun. Tyrkland skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. Varamaðurinn Cenk Tosun kláraði færi sem Orkan Kökcu lagði upp. Tékkar eru úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu manni færri en 🇹🇷Tyrkir tóku annað sætið og fara áfram⚽️Hér eru mörkin í 2-1 sigri Tyrkja. pic.twitter.com/SlsSozyUEs— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira
E-riðill Rúmenía-Slóvakía 1-1 Slóvakía komst yfir á 25. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Juraj Kucka sem rataði til Ondrej Duda og hann skallaði boltann í markið. Forystan hélst ekki lengi því rétt rúmum tíu mínútum síðar gaf Slóvakía frá sér vítaspyrnu. Brotið var rétt á mörkum þess að vera víti en línan er hluti af teignum og ákvörðun dómara stóð því eftir myndbandsskoðun. Razvan Marin steig á punktinn og jafnaði með þrumuskoti í efra vinstra hornið, algjörlega óverjandi vítaspyrna og hálfleikstölur 1-1. Svona fóru 🇷🇴Rúmenar að því að vinna E-riðil, 1-1 gegn 🇸🇰Slóvakíu og öll liðin enda jöfn að stigum en Rúmenar með bestu markatöluna⚽️ Þrjú efstu fara áfram í 16-liða úrslit.1⃣Rúmenía✅2⃣Belgía✅3⃣Slóvakía✅4⃣Úkraína❌ pic.twitter.com/q69Y0PZa9X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Hinn leikur riðilsins, Belgía-Úkraína, endaði 0-0. Öll liðin enduðu með 4 stig en Úkraína en á heimleið vegna þess að þeir voru með verstu markatölu riðilsins. F-riðill Georgía-Portúgal 2-0 Strax á 2. mínútu missti Portúgal boltann á miðsvæðinu og Khvicha Kvaratskhelia kom Georgíu yfir eftir stungusendingu Georges Mikautadze. „Kvaradona“ opnaði vinkilinn og kláraði færið vel, niður í fjærhornið. Það gerðist svo á 57. mínútu þegar Portúgalinn Antonio Silva braut af sér í eigin vítateig og gaf Georgíu víti. Georges Mikautadze steig á punktinn og skoraði þrátt fyrir að markmaðurinn hefði farið í rétt horn. Sögulegt hjá Georgíu✍️🇬🇪 Svona fór Georgía að því að vinna Portúgal 2-0 og komast í 16-liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti ⚽️ pic.twitter.com/nXP67UKYpK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Tyrkland-Tékkland 1-1 Tyrkir tóku forystuna á 51. mínútu eftir að hafa legið í stórsókn. Nokkur skot þurfti til en á endanum var það Hakan Çalhanoğlu sem smellhitti boltann með ristinni og hann söng í netinu. Tékkland jafnaði fimmtán mínútum síðar. Robin Hranac gaf boltann fyrir, markmaður Tyrkja hoppaði upp og virtist hafa hann en svo var ekki. Tomas Soucek var graðastur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Tyrkir heimtuðu brot fyrir markmanninn en markið fékk að standa eftir myndbandsskoðun. Tyrkland skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. Varamaðurinn Cenk Tosun kláraði færi sem Orkan Kökcu lagði upp. Tékkar eru úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu manni færri en 🇹🇷Tyrkir tóku annað sætið og fara áfram⚽️Hér eru mörkin í 2-1 sigri Tyrkja. pic.twitter.com/SlsSozyUEs— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira