Fyrsta markið kom loksins en Reggístrákarnir hans Heimis úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2024 07:31 Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í leiknum gegn Ekvador. getty/Ethan Miller Möguleikar Jamaíku á að komast í átta liða úrslit Suður-Ameríkukeppninnar eru úr sögunni eftir tap fyrir Ekvador, 3-1, í öðrum leik liðsins í B-riðli keppninnar. Jamaíka tapaði fyrir Mexíkó, 1-0, í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni og strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar þurftu því á góðum úrslitum gegn Ekvador að halda. Ekvador komst yfir á 13. mínútu þegar Kasey Palmer skoraði sjálfsmark. Kendry Páez tvöfaldaði svo forystuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu minnkaði Michail Antonio, leikmaður West Ham United, muninn fyrir Jamaíku. Markið var sögulegt en þetta var fyrsta mark Jamaíku í Suður-Ameríkukeppninni frá upphafi. Reggístrákunum mistókst að skora í fyrstu sjö leikjum sínum í keppninni. Jamaíkumenn sáu möguleikann á jöfnunarmarki í hillingum þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir. Dómari leiksins, Cristian Garay, var þá sendur í skjáinn til að skoða hvort Jamaíka ætti að fá víti vegna hendi. Hann dæmdi hins vegar ekki neitt. Strákarnir hans Heimis reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og tóku áhættu undir lokin. Ekvadorar nýttu sér það og skoruðu sitt þriðja mark eftir skyndisókn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1, Ekvador í vil. Ekvador er í 2. sæti B-riðils með þrjú stig, jafn mörg og Mexíkó sem tapaði fyrir Venesúela, 1-0, í hinum leik riðilsins. Salomón Rondón skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Venesúela er komið áfram í átta liða úrslit en Ekvador og Mexíkó mætast í úrslitaleik um hvort liðið fylgir venesúelska liðinu þangað. Jamaíka rekur svo lestina í B-riðlinum án stiga. Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Jamaíka tapaði fyrir Mexíkó, 1-0, í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni og strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar þurftu því á góðum úrslitum gegn Ekvador að halda. Ekvador komst yfir á 13. mínútu þegar Kasey Palmer skoraði sjálfsmark. Kendry Páez tvöfaldaði svo forystuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu minnkaði Michail Antonio, leikmaður West Ham United, muninn fyrir Jamaíku. Markið var sögulegt en þetta var fyrsta mark Jamaíku í Suður-Ameríkukeppninni frá upphafi. Reggístrákunum mistókst að skora í fyrstu sjö leikjum sínum í keppninni. Jamaíkumenn sáu möguleikann á jöfnunarmarki í hillingum þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir. Dómari leiksins, Cristian Garay, var þá sendur í skjáinn til að skoða hvort Jamaíka ætti að fá víti vegna hendi. Hann dæmdi hins vegar ekki neitt. Strákarnir hans Heimis reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og tóku áhættu undir lokin. Ekvadorar nýttu sér það og skoruðu sitt þriðja mark eftir skyndisókn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1, Ekvador í vil. Ekvador er í 2. sæti B-riðils með þrjú stig, jafn mörg og Mexíkó sem tapaði fyrir Venesúela, 1-0, í hinum leik riðilsins. Salomón Rondón skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Venesúela er komið áfram í átta liða úrslit en Ekvador og Mexíkó mætast í úrslitaleik um hvort liðið fylgir venesúelska liðinu þangað. Jamaíka rekur svo lestina í B-riðlinum án stiga.
Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira