Segir íslenskuna dauðadæmda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 10:44 Kristján Hreinsson gerði íslenska tungu og kynjamálið svokallaða að umfangsefni í Bítinu í morgun. Aðsend Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson segir íslenska tungu dauðadæmda. Útlensk áhrif sótt í pólitíska rétthugsun séu að valda því að þjóðin öll verði sýkt af hvorugkynssýki. Kristján lagði á dögunum fram kæru til Lilju Daggar Alferðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Nánar tiltekið sakar hann starfsmenn Ríkisútvarpsins um að gera tilraun til að breyta íslenskri tungu með því að auka notkun hvorugkyns nafnorða á kostnað karlkyns. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir Kristján að draumsýn talsmanna kynjamálsins svokallaða sé falleg og vill ekki að grín sé gert að henni. En að hún eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Draumsýnin er alveg dásamleg en hún hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Við getum ekki breytt hugsunarhætti fólks með því að koma með einhverja hvorugkynssýki,“ segir Kristján. Hvorugkynssýkin felist í því að fólk skipti karlkynsorðum út fyrir hvorugkynsorð. „Fólk skilur ekki að þegar við tölum um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns þá stekkur fólk upp á nef sér og segir: Já, þá ertu að tala um karlkyn!“ Þetta er eins og maður sé að tala við amöbu. Það er engin klár samsvörun á milli kyns í tungumáli og kyns í líffræði,“ segir Kristján. „Það heldur áfram að tafsa á því að við þurfum að laga kynið að orðræðunni. Það er bara ekki þannig,“ bætir hann við. Hann segir að með þessu sé ráðist að rótum sjálfs tungumálsins. Ráðist sé á rætur kerfisins sem málið byggir á. Hann útskýrir þó ekki nánar hvað hann á við með þessu. „Mér er í sjálfu sér alveg sama hvort fólk sé að velta fyrir sér stöðugt hvað má segja og hvað ekki,“ segir Kristján. „Þegar útvarp allra landsmanna ræðst gegn rótum tungumálsins í fréttaflutningi og öðru þá er ekki hægt að segja annað en: hingað og ekki lengra. Þarna er um lögbrot að ræða. Það er það sem ég er að ráðast á. Íslenskan er dauðadæmd og þannig er það,“ segir hann. Íslensk tunga Bítið Íslensk fræði Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Kristján lagði á dögunum fram kæru til Lilju Daggar Alferðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Nánar tiltekið sakar hann starfsmenn Ríkisútvarpsins um að gera tilraun til að breyta íslenskri tungu með því að auka notkun hvorugkyns nafnorða á kostnað karlkyns. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir Kristján að draumsýn talsmanna kynjamálsins svokallaða sé falleg og vill ekki að grín sé gert að henni. En að hún eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Draumsýnin er alveg dásamleg en hún hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Við getum ekki breytt hugsunarhætti fólks með því að koma með einhverja hvorugkynssýki,“ segir Kristján. Hvorugkynssýkin felist í því að fólk skipti karlkynsorðum út fyrir hvorugkynsorð. „Fólk skilur ekki að þegar við tölum um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns þá stekkur fólk upp á nef sér og segir: Já, þá ertu að tala um karlkyn!“ Þetta er eins og maður sé að tala við amöbu. Það er engin klár samsvörun á milli kyns í tungumáli og kyns í líffræði,“ segir Kristján. „Það heldur áfram að tafsa á því að við þurfum að laga kynið að orðræðunni. Það er bara ekki þannig,“ bætir hann við. Hann segir að með þessu sé ráðist að rótum sjálfs tungumálsins. Ráðist sé á rætur kerfisins sem málið byggir á. Hann útskýrir þó ekki nánar hvað hann á við með þessu. „Mér er í sjálfu sér alveg sama hvort fólk sé að velta fyrir sér stöðugt hvað má segja og hvað ekki,“ segir Kristján. „Þegar útvarp allra landsmanna ræðst gegn rótum tungumálsins í fréttaflutningi og öðru þá er ekki hægt að segja annað en: hingað og ekki lengra. Þarna er um lögbrot að ræða. Það er það sem ég er að ráðast á. Íslenskan er dauðadæmd og þannig er það,“ segir hann.
Íslensk tunga Bítið Íslensk fræði Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira