Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem að greinir frá þessu en Joselu varði síðasta tímabili á láni hjá Real Madrid frá Espanyol og kom þar við sögu í alls fjörutíu og níu leikjum, skoraði sautján mörk og gaf þrjár stoðsendingar.
Joselu var þar með hluti af liði Real Madrid sem stóð uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu sem og spænsku úrvalsdeildarinnar. Þá vann Real Madrid einnig spænska ofurbikarinn á umræddu tímabili.
Í lánssamningi Real Madrid og Espanyol var ákvæði þess efnis að Madrídingar gætu gert Joselu endanlega að sínum leikmanni með því að reiða fram eina og hálfa milljón evra.
Nú greinir Romano frá því að að hafi forráðamenn Real Madrid gert en Joselu mun þó ekki verða leikmaður liðsins lengi.
Real Madrid hefur nefnilegast náð samkomulagi við katarska liðið Al Gharafa um sölu á Joselu til Katar. Al Gharafa mun greiða Real Madrid sama verð fyrir Joselu og spænska félagið gerði til að fá hann lausan frá Espanyol.
🚨⚪️ Understand Real Madrid have just activated the buy option from Espanyol for Joselu, worth €1.5m.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 27, 2024
↪️🇶🇦 Real Madrid will formally sell Joselu to Qatari side Al Gharafa for the same price.
Joselu will sign two year deal with option at Al Gharafa, as exclusively revealed. pic.twitter.com/wHa76CvaFc