Flestar íbúðir seljist undir eða á auglýstu verði Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2024 08:50 Páll Pálsson fasteignasali segir fasteignamarkaðinn eins og hann eiga að vera. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir enga dramatík á fasteignamarkaði eins og er. Það sé um 30 prósent meiri sala en í fyrra, á sama tíma, en síðasta ár hafi verið lélegt. Hann segir að það hafi orðið um 8,4 prósenta hækkun á fasteignaverði síðasta árið en að stór hluti hækkunarinnar sé tilkomin á þessu ári. „Síðustu þrjá mánuði hefur eign kannski hækkað að meðaltali um eitt prósent,“ segir Páll og að þannig sé 80 milljóna íbúð að hækka um 800 þúsund krónur í verði á mánuði. „Þetta er pínu fullkominn markaður núna, bara normal. Við erum bara vön einhverju svona drama,“ segir Páll sem fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að það sé þó leiðinlegt að það þurfi svo háa vexti svo að jafnvægi sé á húsnæðismarkaði. Þó svo að það geri mörgum erfitt fyrir virðist það ekki stöðva til dæmis unga eða fyrstu kaupendur. Þeir séu um þriðjungur allra kaupenda. Það hafi dottið niður en hækkað aftur. Foreldrar séu í meiri mæli en áður að aðstoða með kaupin. „Þau koma að kaupunum með einum eða öðrum hætti.“ Seljast á yfirverði þegar það eru mörg tilboð Páll segir að í um tuttugu prósent eigna seljist yfir auglýstu verði en 80 prósent á auglýstu eða undir. Það sé eðlilegt ástand. Hann segir að þegar ástandið hafi verið hvað erfiðast, í kringum Covid, hafi um 40 til 50 prósent eigna selst yfir auglýstu verði. Hann segir að ef komi tvo tilboð sé ekki óeðlilegt að eign seljist á eina eða tvær milljónir yfir auglýstu verði. Ef þau séu fleiri geti eignin selst á fjórar til sex milljónir yfir auglýstu verði. „Það er undantekning.“ Nýlega var greint frá því að meirihluti íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosti um eða yfir 60 milljónir. Páll segir að hann muni eftir þeim tíma þegar íbúðir á sama stað voru að seljast á fimmtán milljónir og það hafi þótt mikið. Hann hafi byrjað að selja fasteignir 2012 og hafi unnið hérlendis og erlendis. „Þetta var 2012 og 2013,“ segir Páll og rifjar það upp að félagi hans hafi keypt sér íbúð í miðbænum á þessum tíma á 250 þúsund krónur fermetrinn. Í dag sé meðalfermetraferð á höfuðborgarsvæðinu í nýbyggingum um 844 þúsund en í eldri eignum um 670 þúsund. Síðustu ár hafi eignir hækkað um níu til tíu prósent á ári að meðaltali. Ekki tilefni til vaxtalækkunar Hann segir fólk alltaf, þrátt fyrir hækkanir, finna sér leið til að kaupa eign. Seðlabankinn sé ekki að flýta sér að lækka vexti því ef húsnæðisliður sé tekinn út úr verðbólgu sé hún um fjögur prósent, en með honum 5,8 prósent. Hvað varðar framboð og eftirspurn segir Páll að fjölbýli hafi síðustu mánuði verið líkleg til að seljast á yfir auglýstu verði. Marsmánuður hafi samt verið metmánuður í sölu sérbýla sem sé að miklu leyti að reka hækkanirnar. Það sé mikil eftirspurn af þeim og lítið framboð. Auk þess hafi skipti miklu máli að um 600 Grindvíkingar hafi á þeim tíma dottið inn á markað og það geti mögulega skekkt markaðinn. „Sá markaður er uppseldur. Mjög margir Grindvíkingar eru búnir að gera sínar ráðstafanir þannig það verður áhugavert að sjá næstu þrjá mánuði miðað við síðustu þrjá mánuði.“ Enn mikill skortur á markaði Páll segir enn mikinn skort á fasteignamarkaði og að hann hafi glaðst yfir því að sjá borgarstjóra, Einar Þorsteinsson, viðurkenna það í viðtali í gær. Íbúðauppbygging í Grafarvogi, þar sem eigi að byggja 500 íbúðir, verði þó ekki nóg til að svara skorti. Páll segir meiri eftirspurn líka eftir eignum utan höfuðborgarsvæðisins en í nálægð við það, það sem hann kallar nýja stór-höfuðborgarsvæðið. Akranes, Selfoss og Reykjanesið. „Maður finnur að þessi markaður er að aukast rosalega,“ segir hann og tók dæmi um mann sem hann er að aðstoða við leit að nýrri eign. Sá vill selja íbúð í Engihjalla en var að skoða einbýli í Hveragerði í staðinn. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Akranes Reykjanesbær Árborg Bítið Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
„Síðustu þrjá mánuði hefur eign kannski hækkað að meðaltali um eitt prósent,“ segir Páll og að þannig sé 80 milljóna íbúð að hækka um 800 þúsund krónur í verði á mánuði. „Þetta er pínu fullkominn markaður núna, bara normal. Við erum bara vön einhverju svona drama,“ segir Páll sem fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að það sé þó leiðinlegt að það þurfi svo háa vexti svo að jafnvægi sé á húsnæðismarkaði. Þó svo að það geri mörgum erfitt fyrir virðist það ekki stöðva til dæmis unga eða fyrstu kaupendur. Þeir séu um þriðjungur allra kaupenda. Það hafi dottið niður en hækkað aftur. Foreldrar séu í meiri mæli en áður að aðstoða með kaupin. „Þau koma að kaupunum með einum eða öðrum hætti.“ Seljast á yfirverði þegar það eru mörg tilboð Páll segir að í um tuttugu prósent eigna seljist yfir auglýstu verði en 80 prósent á auglýstu eða undir. Það sé eðlilegt ástand. Hann segir að þegar ástandið hafi verið hvað erfiðast, í kringum Covid, hafi um 40 til 50 prósent eigna selst yfir auglýstu verði. Hann segir að ef komi tvo tilboð sé ekki óeðlilegt að eign seljist á eina eða tvær milljónir yfir auglýstu verði. Ef þau séu fleiri geti eignin selst á fjórar til sex milljónir yfir auglýstu verði. „Það er undantekning.“ Nýlega var greint frá því að meirihluti íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosti um eða yfir 60 milljónir. Páll segir að hann muni eftir þeim tíma þegar íbúðir á sama stað voru að seljast á fimmtán milljónir og það hafi þótt mikið. Hann hafi byrjað að selja fasteignir 2012 og hafi unnið hérlendis og erlendis. „Þetta var 2012 og 2013,“ segir Páll og rifjar það upp að félagi hans hafi keypt sér íbúð í miðbænum á þessum tíma á 250 þúsund krónur fermetrinn. Í dag sé meðalfermetraferð á höfuðborgarsvæðinu í nýbyggingum um 844 þúsund en í eldri eignum um 670 þúsund. Síðustu ár hafi eignir hækkað um níu til tíu prósent á ári að meðaltali. Ekki tilefni til vaxtalækkunar Hann segir fólk alltaf, þrátt fyrir hækkanir, finna sér leið til að kaupa eign. Seðlabankinn sé ekki að flýta sér að lækka vexti því ef húsnæðisliður sé tekinn út úr verðbólgu sé hún um fjögur prósent, en með honum 5,8 prósent. Hvað varðar framboð og eftirspurn segir Páll að fjölbýli hafi síðustu mánuði verið líkleg til að seljast á yfir auglýstu verði. Marsmánuður hafi samt verið metmánuður í sölu sérbýla sem sé að miklu leyti að reka hækkanirnar. Það sé mikil eftirspurn af þeim og lítið framboð. Auk þess hafi skipti miklu máli að um 600 Grindvíkingar hafi á þeim tíma dottið inn á markað og það geti mögulega skekkt markaðinn. „Sá markaður er uppseldur. Mjög margir Grindvíkingar eru búnir að gera sínar ráðstafanir þannig það verður áhugavert að sjá næstu þrjá mánuði miðað við síðustu þrjá mánuði.“ Enn mikill skortur á markaði Páll segir enn mikinn skort á fasteignamarkaði og að hann hafi glaðst yfir því að sjá borgarstjóra, Einar Þorsteinsson, viðurkenna það í viðtali í gær. Íbúðauppbygging í Grafarvogi, þar sem eigi að byggja 500 íbúðir, verði þó ekki nóg til að svara skorti. Páll segir meiri eftirspurn líka eftir eignum utan höfuðborgarsvæðisins en í nálægð við það, það sem hann kallar nýja stór-höfuðborgarsvæðið. Akranes, Selfoss og Reykjanesið. „Maður finnur að þessi markaður er að aukast rosalega,“ segir hann og tók dæmi um mann sem hann er að aðstoða við leit að nýrri eign. Sá vill selja íbúð í Engihjalla en var að skoða einbýli í Hveragerði í staðinn.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Akranes Reykjanesbær Árborg Bítið Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira