Gylfi Þór sniðgenginn Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2024 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi. vísir/Hulda Margrét Á vef íþróttamiðilsins Give Me Sport á dögunum birtist athyglisverður listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands frá upphafi. En fjarvera eins leikmanns á listanum vekur þó mikla athygli. Nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er hvergi að finna á umræddum lista. „Land íss og elda, með volduga eldfjallabreiðu sína og sólarhringsmyrkrið yfir vetrartímann, hefur sögulega séð framleitt marga framúrskarandi fóboltamenn. Hér er listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands,“ segir í grein Give Me Sport. Óneitanlega hefur mikil vinna verið lögð í að setja saman listann og ber að hrósa blaðamanni Give Me Sport fyrir ítarlega umsögn um hvern og einn leikmann en óneitanlega missir hann þó marks þegar að nafn Gylfa Þórs er ekki að finna á listanum og væri einnig hægt að koma með rök fyrir því að aðrir íslenskir fótboltamenn ættu heima á topp tíu listanum. Það eru fáir sem myndu hreyfa við því andmæli þegar sagt væri að Gylfi Þór Sigurðsson væri á meðal allra bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi. Því vekur fjarvera hans á listanum undrun. Gylfi Þór á að baki áttatíu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum hefur hann skorað tuttugu og sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins. Þá lék hann lykilhlutverk í landsliði Íslands sem fór á sín fyrstu og einu stórmót til þessa árin 2016 og 2018. Þá spilaði Gylfi Þór á bestu deild í heimi, ensku úrvalsdeildinni um nokkurra ára skeið með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Þá hefur hann einnig reynt fyrir sér í deildum á borð við þýsku úrvalsdeildina. Topp tíu listi Give Me Sport yfir bestu íslensku fótboltamennina frá upphafi er eftirfarandi: Eiður Smári Guðjohnsen Atli Eðvaldsson Ásgeir Sigurvinsson Arnór Guðjohnsen Jóhann Berg Guðmundsson Ríkharður Jónsson Albert Guðmundsson (eldri) Alfreð Finnbogason Hannes Þór Halldórsson Guðni Bergsson Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira
„Land íss og elda, með volduga eldfjallabreiðu sína og sólarhringsmyrkrið yfir vetrartímann, hefur sögulega séð framleitt marga framúrskarandi fóboltamenn. Hér er listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands,“ segir í grein Give Me Sport. Óneitanlega hefur mikil vinna verið lögð í að setja saman listann og ber að hrósa blaðamanni Give Me Sport fyrir ítarlega umsögn um hvern og einn leikmann en óneitanlega missir hann þó marks þegar að nafn Gylfa Þórs er ekki að finna á listanum og væri einnig hægt að koma með rök fyrir því að aðrir íslenskir fótboltamenn ættu heima á topp tíu listanum. Það eru fáir sem myndu hreyfa við því andmæli þegar sagt væri að Gylfi Þór Sigurðsson væri á meðal allra bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi. Því vekur fjarvera hans á listanum undrun. Gylfi Þór á að baki áttatíu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum hefur hann skorað tuttugu og sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins. Þá lék hann lykilhlutverk í landsliði Íslands sem fór á sín fyrstu og einu stórmót til þessa árin 2016 og 2018. Þá spilaði Gylfi Þór á bestu deild í heimi, ensku úrvalsdeildinni um nokkurra ára skeið með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Þá hefur hann einnig reynt fyrir sér í deildum á borð við þýsku úrvalsdeildina. Topp tíu listi Give Me Sport yfir bestu íslensku fótboltamennina frá upphafi er eftirfarandi: Eiður Smári Guðjohnsen Atli Eðvaldsson Ásgeir Sigurvinsson Arnór Guðjohnsen Jóhann Berg Guðmundsson Ríkharður Jónsson Albert Guðmundsson (eldri) Alfreð Finnbogason Hannes Þór Halldórsson Guðni Bergsson
Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira