Flýta ekki vaxtaákvörðun þrátt fyrir áköll Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júní 2024 12:43 Ásgeir Jónsson er Seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vill að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega sem allra fyrst. Seðlabankinn segir að ekki sé til skoðunar að flýta næstu vaxtaákvörðun. Verðbólga mælist nú 5,8 prósent og lækkaði um 0,4 prósentustig milli mánaða. Hún hefur ekki verið lægri síðan í febrúar árið 2022. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabankans í 9,25 prósentum og hafa haldist óbreyttir síðan í ágúst á síðasta ári. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er eftir tæpa tvo mánuði. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, vill að næstu ákvörðun verði flýtt. „Það að Seðlabankinn skuli ekki lækka vexti og bara gera það núna strax. Kalla til aukafundar peningastefnunefndar og gera það strax, ég vil eiginlega bara kalla það glæp gegn heimilunum og þjóðinni,“ segir Ásthildur Lóa. fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík á sérstökum þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þetta er langdýrasta aðgerð stjórnvalda vegna hamfaranna í Grindavík en áætlaður kostnaður er rúmir 60 milljarðar króna. Alþingi, Ásthildur Lóa ÞórsdóttirVísir/Vilhelm Það sé ekki boðlegt að halda stýrivöxtunum svo háum á meðan verðbólgan hefur lækkað jafnmikið og raun ber vitni. „Húsnæðisverð hefur verið stærsti drifkraftur verðbólgunnar. Eina leiðin til að halda aftur af hækkun þess er að auka framboð húsnæðis. Vegna íþyngjandi fjármagnskostnaðar hefur samt dregist úr nýbyggingum og vaxtastefnan er þannig beinlínis að vinna gegn tilgangi sínum,“ segir Ásthildur Lóa. Þá dugi ekki smávægileg lækkun. „Við viljum sjá lágmark eitt til tvö prósent vaxtalækkun. Það er mjög erfitt fyrir okkur að segja eitthvað svona fast en 0,25 eða 0,5 er bara ekki í boði núna,“ segir Ásthildur Lóa. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum stendur fundaráætlun enn og næsta ákvörðun verður þann 21. ágúst næstkomandi. Engin áform eru um að flýta henni vegna lækkandi verðbólgu. Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Verðbólga mælist nú 5,8 prósent og lækkaði um 0,4 prósentustig milli mánaða. Hún hefur ekki verið lægri síðan í febrúar árið 2022. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabankans í 9,25 prósentum og hafa haldist óbreyttir síðan í ágúst á síðasta ári. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er eftir tæpa tvo mánuði. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, vill að næstu ákvörðun verði flýtt. „Það að Seðlabankinn skuli ekki lækka vexti og bara gera það núna strax. Kalla til aukafundar peningastefnunefndar og gera það strax, ég vil eiginlega bara kalla það glæp gegn heimilunum og þjóðinni,“ segir Ásthildur Lóa. fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík á sérstökum þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þetta er langdýrasta aðgerð stjórnvalda vegna hamfaranna í Grindavík en áætlaður kostnaður er rúmir 60 milljarðar króna. Alþingi, Ásthildur Lóa ÞórsdóttirVísir/Vilhelm Það sé ekki boðlegt að halda stýrivöxtunum svo háum á meðan verðbólgan hefur lækkað jafnmikið og raun ber vitni. „Húsnæðisverð hefur verið stærsti drifkraftur verðbólgunnar. Eina leiðin til að halda aftur af hækkun þess er að auka framboð húsnæðis. Vegna íþyngjandi fjármagnskostnaðar hefur samt dregist úr nýbyggingum og vaxtastefnan er þannig beinlínis að vinna gegn tilgangi sínum,“ segir Ásthildur Lóa. Þá dugi ekki smávægileg lækkun. „Við viljum sjá lágmark eitt til tvö prósent vaxtalækkun. Það er mjög erfitt fyrir okkur að segja eitthvað svona fast en 0,25 eða 0,5 er bara ekki í boði núna,“ segir Ásthildur Lóa. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum stendur fundaráætlun enn og næsta ákvörðun verður þann 21. ágúst næstkomandi. Engin áform eru um að flýta henni vegna lækkandi verðbólgu.
Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira