Tíu ára stúlku vísað úr strætó Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 09:27 Móðir stúlkunnar veltir því fyrir sér hvort málið tengist kynþætti hennar. Vísir/Samsett Tíu ára dóttir Ágústu Nielsen lenti í því leiðinlega atviki í síðustu viku að vera vísað úr strætisvagni á miðri leið að því er virðist tilefnislausu. Ágústa veltir því fyrir sér hvort atvikið hafi verið tengt kynþætti dóttur hennar en faðir stúlkunnar er af erlendu bergi brotinn. Dóttir Ágústu hafi verið á leið í heimsókn til ömmu sinnar á leið fjórtán. Hún hafi óvart tekið strætóinn í vitlausa átt og hafnað úti á Granda. Eftir smábið hélt strætisvagninn aftur af stað hina leiðina en í Borgartúni hafi ökumaðurinn stöðvað strætóinn og sagt henni að fara út. Stúlkan spurði ökumanninn hvers vegna og henni var svarað á ensku: „Ég vil ekki hafa þig í strætónum mínum.“ Hringdi hrædd í móður sína Ágústa segir dóttur sína ekki hafa öðru þorað en að fara úr vagninum og að þá hafi hún hringt hrædd og ráðvillt í móður sína og beðið hana um að sækja sig. „Ég rétt vona að um einhvern misskilning hafi verið að ræða og bílstjórinn hafi ekki vísað 10 ára dóttur minni út úr strætó á ókunnum stað af engri ástæðu,“ segir Ágústa. Ágústa segist vera mjög óánægð með sein svör frá Strætó bs. varðandi málið. „Mér finnst ógeðslega skítt að það taki heila viku að skrifa mér tölvupóst tilbaka um að þau séu loksins að skoða málið núna. „Það er annað ef þetta hefði verið ég en þetta er tíu ára dóttir mín á leið til ömmu sinnar í strætó sem hún hefur margoft gert áður. Og hún talar mjög góða ensku því pabbi hennar er af erlendu bergi brotinn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Telja frásögn barnsins trúverðuga Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir málið enn í skoðun innbyrðis en að hann telji frásögn barnsins trúðverðuga. Engin myndavél hafi verið í vagninum og enn hafi ekki verið náð tali af vagnstjóranum þennan daginn. „Þetta er framkoma sem á ekki að viðgangast hjá okkur. Það á ekki að vísa krökkum út, það eru mjög skýr fyrirmæli til vagnstjóra,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Jóhannes segir kynþáttafordóma ólíðandi og að tekið verði á því reynist það koma málinu við. „Það eru allir velkomnir í strætó,“ segir Jóhannes. Strætó Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira
Dóttir Ágústu hafi verið á leið í heimsókn til ömmu sinnar á leið fjórtán. Hún hafi óvart tekið strætóinn í vitlausa átt og hafnað úti á Granda. Eftir smábið hélt strætisvagninn aftur af stað hina leiðina en í Borgartúni hafi ökumaðurinn stöðvað strætóinn og sagt henni að fara út. Stúlkan spurði ökumanninn hvers vegna og henni var svarað á ensku: „Ég vil ekki hafa þig í strætónum mínum.“ Hringdi hrædd í móður sína Ágústa segir dóttur sína ekki hafa öðru þorað en að fara úr vagninum og að þá hafi hún hringt hrædd og ráðvillt í móður sína og beðið hana um að sækja sig. „Ég rétt vona að um einhvern misskilning hafi verið að ræða og bílstjórinn hafi ekki vísað 10 ára dóttur minni út úr strætó á ókunnum stað af engri ástæðu,“ segir Ágústa. Ágústa segist vera mjög óánægð með sein svör frá Strætó bs. varðandi málið. „Mér finnst ógeðslega skítt að það taki heila viku að skrifa mér tölvupóst tilbaka um að þau séu loksins að skoða málið núna. „Það er annað ef þetta hefði verið ég en þetta er tíu ára dóttir mín á leið til ömmu sinnar í strætó sem hún hefur margoft gert áður. Og hún talar mjög góða ensku því pabbi hennar er af erlendu bergi brotinn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Telja frásögn barnsins trúverðuga Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir málið enn í skoðun innbyrðis en að hann telji frásögn barnsins trúðverðuga. Engin myndavél hafi verið í vagninum og enn hafi ekki verið náð tali af vagnstjóranum þennan daginn. „Þetta er framkoma sem á ekki að viðgangast hjá okkur. Það á ekki að vísa krökkum út, það eru mjög skýr fyrirmæli til vagnstjóra,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Jóhannes segir kynþáttafordóma ólíðandi og að tekið verði á því reynist það koma málinu við. „Það eru allir velkomnir í strætó,“ segir Jóhannes.
Strætó Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira