Reykspúandi flugsveit veltir sér yfir Akureyri Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2024 19:19 Mannfjöldi sótti flugsýninguna á Akureyrarflugvelli í fyrra. Egill Aðalsteinsson Flugsýning á Akureyrarflugvelli milli klukkan 14 og 16 á morgun, laugardag, verður hápunktur flughátíðar sem haldin er í Eyjafirði um helgina. Þar verður meðal annars sýnt listflug af ýmsu tagi, þyrluflug, rafmagnsflug, svifflug og gírókoptaflug. Flughátíðin hófst í Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli fyrr í dag með opnun sýningar um sögu Loftleiða í samstarfi við Sögufélag Loftleiða. Tilefnið er 80 ára afmæli Loftleiða í ár en sýningin var fyrst sett upp á Loftleiðahótelinu á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði. Gírókopti á flugsýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Síðdegis í dag hófst samkoma Vélflugfélags Akureyrar, Fly In, á Melgerðismelum, fyrsta flugvelli Eyjafjarðar. Þar safnast einkaflugmenn saman á flugvélum sínum á fjölskyldusamkomu en áhorfendur Stöðvar 2 sáu frá þeim viðburði í beinni útsendingu fyrir ári. Flugdagur Flugsafnsins hefst svo klukkan eitt á morgun með því að sýningarsvæðið á Akureyrarflugvelli verður opnað almenningi. Meðal dagskráratriða er reykspúandi listflug flugsveitar fjögurra flugvéla, þyrluflug Landhelgisgæslunnar, flug gírókopta og listflug Arngríms Jóhannssonar á svifflugu. Flugmódel á Flugsafninu á sýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Gestum býðst að sjá listflug á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, þeirri sömu og setti borgarstjórann í Reykjavík á hvolf yfir ráðhúsinu á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. Þá er von á fyrstu og einu rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, norður. Áhorfendur gætu orðið vitni að fyrsta flugtaki hennar frá Akureyrarflugvelli. Veðurspáin er hagstæð, spáð er 13 til 15 stiga hita á Akureyri um miðjan dag, sólskini og hægum andvara. Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Söfn Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Flughátíðin hófst í Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli fyrr í dag með opnun sýningar um sögu Loftleiða í samstarfi við Sögufélag Loftleiða. Tilefnið er 80 ára afmæli Loftleiða í ár en sýningin var fyrst sett upp á Loftleiðahótelinu á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði. Gírókopti á flugsýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Síðdegis í dag hófst samkoma Vélflugfélags Akureyrar, Fly In, á Melgerðismelum, fyrsta flugvelli Eyjafjarðar. Þar safnast einkaflugmenn saman á flugvélum sínum á fjölskyldusamkomu en áhorfendur Stöðvar 2 sáu frá þeim viðburði í beinni útsendingu fyrir ári. Flugdagur Flugsafnsins hefst svo klukkan eitt á morgun með því að sýningarsvæðið á Akureyrarflugvelli verður opnað almenningi. Meðal dagskráratriða er reykspúandi listflug flugsveitar fjögurra flugvéla, þyrluflug Landhelgisgæslunnar, flug gírókopta og listflug Arngríms Jóhannssonar á svifflugu. Flugmódel á Flugsafninu á sýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Gestum býðst að sjá listflug á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, þeirri sömu og setti borgarstjórann í Reykjavík á hvolf yfir ráðhúsinu á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. Þá er von á fyrstu og einu rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, norður. Áhorfendur gætu orðið vitni að fyrsta flugtaki hennar frá Akureyrarflugvelli. Veðurspáin er hagstæð, spáð er 13 til 15 stiga hita á Akureyri um miðjan dag, sólskini og hægum andvara.
Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Söfn Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30