Innlent

Kosningar, upp­bygging í Grafar­vogi og há­lendi­svakt

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir eru á Bylgjunni klukkan tólf.
Hádegisfréttir eru á Bylgjunni klukkan tólf.

Allt bendir til þess að þingkosningarnar sem nú eru hafnar í Frakklandi verði sögulegar, að sögn fyrrverandi þingmanns sem búsettur er í París. Hann kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka spennu og ótta í frönsku samfélagi og nú, þar sem mikilla breytinga sé að vænta fari kosningarnar eins og kannanir bendi til. Fjallað eru kosningarnar í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér.

Fyrsta Hálendisvakt sumarsins leggur af stað upp úr hádegu. Tólf björgunarsveitarmenn sjá um fyrstu vaktina og segir einn þeirra gleðina vera ein af aðalástæðunum fyrir því að fólk nýti sumarfríið sitt í að bjarga ferðamönnum.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12. Heyra má fréttirnar á samtengdum rásum Bylgjunnar og á Stöð 2 Vísi í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×