Spennt fyrir menningarlífinu og náttúrunni á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 09:55 Eyjólfur og Áslaug á tímamótum. Áslaug starfaði sem stjórnmálafræðiprófessor við Bates College í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. HA Áslaug Ásgeirsdóttir er frá og með deginum í dag formlega tekin við embætti rektors Háskólans á Akureyri. „Ég er virkilega spennt fyrir komandi tímum og hlakka sérstaklega til að kynnast starfsfólki og stúdentum HA. Það er tilhlökkunarefni að halda áfram þeirri uppbyggingu sem þegar er í gangi í Háskólanum á Akureyri. Ýmis spennandi verkefni eru fram undan ásamt ýmsum áskorunum, til dæmis hvað varðar húsnæðismál og framhald viðræðna við Háskólann á Bifröst,“ segir Áslaug sem mun setjast að á Akureyri. „Ég er búin að búa lengi í lítilli borg í Maine í Bandaríkjunum og ég hlakka til að setjast að á Akureyri og kynnast mannlífinu hér. Það er mikið menningarlíf á Akureyri og í nágrenni bæjarins og svo er náttúran mjög falleg og aðgengileg.“ Eyjólfur Guðmundsson kveður nú Háskólann á Akureyri eftir farsæl tíu ár sem rektor. Saga hans við háskólann er þó mun lengri en hann starfaði við háskólann frá árinu 1999 til þar til hann tók til starfa hjá CCP sem aðalhagfræðingur árið 2007. Eyjólfur tók síðan við embætti rektors Háskólans á Akureyri 1. júlí 2014. „Háskólinn á Akureyri hefur náð fullorðinsárum sem háskóli. Doktorsnám, auknar rannsóknir og yfirfærsla þekkingar til samfélaga landsins alls verður mikilvægasta hlutverk skólans í allra nánustu framtíð og þar mun gervigreindin hafa mikil áhrif. Það er hlutverk háskólanna að undirbúa landið allt undir þá miklu byltingu sem fram undan er með innleiðingu gervigreindar á öll svið samfélagsins. Það verður því mikilvægara nú en nokkurn tímann að HA verði þungamiðja framþróunar og rannsókna, sérstaklega í samfélögum utan höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Eyjólfur Guðmundsson í ávarpi sínu á Háskólahátíð (með aðstoð gervigreindarinnar) þegar hann horfði yfir farinn veg. „Ég þakka fyrir samstarfið á liðnum áratug og beini því til starfsfólks og stúdenta háskólans að vera hugrökk og takast á við framtíðina með bjartsýni að leiðarljósi,“ segir Eyjólfur að lokum við þessi tímamót. Vistaskipti Akureyri Háskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Aðstoðarrektor í Bandaríkjunum verður rektor Háskólans á Akureyri Háskólaráðherra hefur skipað Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri. Áslaug, sem var ein fimm umsækjenda um stöðuna, hefur verið aðstoðarrektor háskóla í Maine í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. 23. apríl 2024 12:51 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
„Ég er virkilega spennt fyrir komandi tímum og hlakka sérstaklega til að kynnast starfsfólki og stúdentum HA. Það er tilhlökkunarefni að halda áfram þeirri uppbyggingu sem þegar er í gangi í Háskólanum á Akureyri. Ýmis spennandi verkefni eru fram undan ásamt ýmsum áskorunum, til dæmis hvað varðar húsnæðismál og framhald viðræðna við Háskólann á Bifröst,“ segir Áslaug sem mun setjast að á Akureyri. „Ég er búin að búa lengi í lítilli borg í Maine í Bandaríkjunum og ég hlakka til að setjast að á Akureyri og kynnast mannlífinu hér. Það er mikið menningarlíf á Akureyri og í nágrenni bæjarins og svo er náttúran mjög falleg og aðgengileg.“ Eyjólfur Guðmundsson kveður nú Háskólann á Akureyri eftir farsæl tíu ár sem rektor. Saga hans við háskólann er þó mun lengri en hann starfaði við háskólann frá árinu 1999 til þar til hann tók til starfa hjá CCP sem aðalhagfræðingur árið 2007. Eyjólfur tók síðan við embætti rektors Háskólans á Akureyri 1. júlí 2014. „Háskólinn á Akureyri hefur náð fullorðinsárum sem háskóli. Doktorsnám, auknar rannsóknir og yfirfærsla þekkingar til samfélaga landsins alls verður mikilvægasta hlutverk skólans í allra nánustu framtíð og þar mun gervigreindin hafa mikil áhrif. Það er hlutverk háskólanna að undirbúa landið allt undir þá miklu byltingu sem fram undan er með innleiðingu gervigreindar á öll svið samfélagsins. Það verður því mikilvægara nú en nokkurn tímann að HA verði þungamiðja framþróunar og rannsókna, sérstaklega í samfélögum utan höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Eyjólfur Guðmundsson í ávarpi sínu á Háskólahátíð (með aðstoð gervigreindarinnar) þegar hann horfði yfir farinn veg. „Ég þakka fyrir samstarfið á liðnum áratug og beini því til starfsfólks og stúdenta háskólans að vera hugrökk og takast á við framtíðina með bjartsýni að leiðarljósi,“ segir Eyjólfur að lokum við þessi tímamót.
Vistaskipti Akureyri Háskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Aðstoðarrektor í Bandaríkjunum verður rektor Háskólans á Akureyri Háskólaráðherra hefur skipað Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri. Áslaug, sem var ein fimm umsækjenda um stöðuna, hefur verið aðstoðarrektor háskóla í Maine í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. 23. apríl 2024 12:51 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Aðstoðarrektor í Bandaríkjunum verður rektor Háskólans á Akureyri Háskólaráðherra hefur skipað Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri. Áslaug, sem var ein fimm umsækjenda um stöðuna, hefur verið aðstoðarrektor háskóla í Maine í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. 23. apríl 2024 12:51