Tjónvaldurinn tók varla eftir því að hafa rústað bílnum Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2024 16:42 Einar vill ekki segja til mannsins, hann hafi virkað hinn vænsti í síma né heldur á hvaða bílastæði þetta var. En þarna koma margir bílar og leggja. aðsend Einar Skúlason gönguhrólfur varð fyrir því um daginn að ekið var utan í bílinn hans á dögunum. Önnur hliðin öll rispuð, ekki vitað hver hafði verið að verki og Einar sá fram á meiriháttar fjárútlát við að láta gera við bílinn. Þá hafði samband athugull vegfarandi og það breytti öllu. „Hann hringdi í lögregluna og lögreglan hringdi í mig með hann á línunni og gaf okkur svo samband. Hann útskýrði fyrir mér að hann hefði orðið vitni að því er bíll keyrði utan í bílinn á bílastæði og virtist ekki ætla að gera neitt í því. Hann hafði tekið myndir þar sem sást í bílnúmerið og fékk netfangið mitt í símtalinu og sendi mér svo myndir.“ Einar segir þetta hafa breytt öllu og lýkur upp miklu lofsorði á vegfarandann. Hann náði svo í tjónvaldinn næsta dag og hann kannaðist við þetta, hann hefði nú varla tekið eftir þessu, hafði næstum gleymt því að hafa samband en hann ætlaði að gera það…“ Misskilningur að menn þurfi að greiða þetta úr eigin vasa Einar segir að hann hafi hljómað eins og þetta hvíldi ekki mikið á honum. En að öðru leyti virkaði þetta vænsti maður í símanum. „Sko, hann var haldinn þeim misskilningi að hann þyrfti kannski að borga þetta sjálfur. En það er trygging bílsins hans sem þarf að borga. Hann virtist misskilja þetta. En hann þurfti bara að staðfesta þetta og koma í farveg. Flóknara var það nú ekki.“ Einar segir að kannski missi hann einhverja bónusa af iðgjaldi en það sé ekkert á við það tjón sem Einar hefði þurft að sitja uppi með ef ekki hefði neitt fengist að gert. „Þetta fór í ferli og í tjónskoðun kom í ljós að skipta þarf bæði um fram- og afturhurð og svo er það einhver sprautuvinna að auki. Þannig að tjónið hleypur á hundruðum þúsunda.“ Ótrúlega margir kannast við svipaða sögu Einar ítrekar þakkir sínar til hins góða og athugula vegfaranda. Hann sæti uppi með þetta sjálfur ef ekki hefði komið til hans. Sá hafi tjáð sér að móðir hans hefði einhvern tíma orðið fyrir sambærilegu tjóni á bílnum sínum og þá hefði einhver ókunnugur látið vita. Þannig tókst að finna bílinn sem olli tjóninu. „Hann sagðist hafa haft það í huga þegar hann greip inn í mitt mál. Ég vildi láta vita af þessu góðverki og hvetja öll til að láta sig varða sem gerist í umhverfinu. Það bætir samfélagið fyrir okkur öll,“ segir Einar. Hann setti frásögn af þessu atviki á Facebook-síðu sína og ótrúlega margir hafa þessa sömu sögu að segja þar. „Já, það er leiðinlegt.“ Tryggingar Bílar Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þá hafði samband athugull vegfarandi og það breytti öllu. „Hann hringdi í lögregluna og lögreglan hringdi í mig með hann á línunni og gaf okkur svo samband. Hann útskýrði fyrir mér að hann hefði orðið vitni að því er bíll keyrði utan í bílinn á bílastæði og virtist ekki ætla að gera neitt í því. Hann hafði tekið myndir þar sem sást í bílnúmerið og fékk netfangið mitt í símtalinu og sendi mér svo myndir.“ Einar segir þetta hafa breytt öllu og lýkur upp miklu lofsorði á vegfarandann. Hann náði svo í tjónvaldinn næsta dag og hann kannaðist við þetta, hann hefði nú varla tekið eftir þessu, hafði næstum gleymt því að hafa samband en hann ætlaði að gera það…“ Misskilningur að menn þurfi að greiða þetta úr eigin vasa Einar segir að hann hafi hljómað eins og þetta hvíldi ekki mikið á honum. En að öðru leyti virkaði þetta vænsti maður í símanum. „Sko, hann var haldinn þeim misskilningi að hann þyrfti kannski að borga þetta sjálfur. En það er trygging bílsins hans sem þarf að borga. Hann virtist misskilja þetta. En hann þurfti bara að staðfesta þetta og koma í farveg. Flóknara var það nú ekki.“ Einar segir að kannski missi hann einhverja bónusa af iðgjaldi en það sé ekkert á við það tjón sem Einar hefði þurft að sitja uppi með ef ekki hefði neitt fengist að gert. „Þetta fór í ferli og í tjónskoðun kom í ljós að skipta þarf bæði um fram- og afturhurð og svo er það einhver sprautuvinna að auki. Þannig að tjónið hleypur á hundruðum þúsunda.“ Ótrúlega margir kannast við svipaða sögu Einar ítrekar þakkir sínar til hins góða og athugula vegfaranda. Hann sæti uppi með þetta sjálfur ef ekki hefði komið til hans. Sá hafi tjáð sér að móðir hans hefði einhvern tíma orðið fyrir sambærilegu tjóni á bílnum sínum og þá hefði einhver ókunnugur látið vita. Þannig tókst að finna bílinn sem olli tjóninu. „Hann sagðist hafa haft það í huga þegar hann greip inn í mitt mál. Ég vildi láta vita af þessu góðverki og hvetja öll til að láta sig varða sem gerist í umhverfinu. Það bætir samfélagið fyrir okkur öll,“ segir Einar. Hann setti frásögn af þessu atviki á Facebook-síðu sína og ótrúlega margir hafa þessa sömu sögu að segja þar. „Já, það er leiðinlegt.“
Tryggingar Bílar Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira