Mathías Olivera skoraði eina mark leiksins á 66. mínútu. Úrúgvæ endar því í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga, Panama fylgir þeim áfram í 16-liða úrslit.
Bandaríkin unnu opnunarleik mótsins gegn Bólivíu 1-0 en tapaði síðan gegn Panama áður en liðið lág fyrir Úrúgvæ. Tapið gegn Panama var einkar sláandi fyrir heimamenn en sökinni var skellt á Timothy Weah sem var rekinn af velli fyrir að slá varnarmann Panama.
Bandaríkin verða aftur á heimavelli eftir tvö ár þegar heimsmeistaramótið fer fram. Óvíst er hvort Gregg Berhalter, þjálfara liðsins, verði treyst fyrir því verkefni eftir vonbrigðin á Copa América.
„Frammistaðan á mótinu er langt undir okkar væntingum, við verðum að gera betur. Við munum gangast undir djúpa naflaskoðun, greina það sem hefði mátt fara betur og skoða leiðir til að bæta liðið fyrir HM 2026,“ segir í yfirlýsingu bandaríska knattspyrnusambandsins.