Metaðsókn erlendra ríkisborgara í framhalds- og háskólanám Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2024 10:11 Nemendum fækkaði um 601 á háskóla- og doktorsstigi í fyrra miðað við árið á undan. Vísir/Vilhelm Nemendur á skólastigum fyrir ofan grunnskóla á Íslandi voru 43.446 haustið 2023 og hafði fækkað um 618 frá fyrra ári, eða um 1,4 prósent. Ekki hafa verið færri 16 ára nemendur síðan 2018. Mikil fjölgun er meðal erlendra ríkisborgara og hafa þeir aldrei verið fleiri í námi eftir grunnskóla. Flestir þeirra eru Pólverjar. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að í fyrra hafi nemendum fækkað um 71 á framhaldsskólastigi og um 601 á háskóla- og doktorsstigi. Á sama tíma fjölgaði um 54 á viðbótarstigi þar sem er nám sem bætist ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi. Nemendum á framhalds- og háskólastigi hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2020, þegar rúmlega 46.300 nemendur stunduðu nám. Frétt Hagstofunnar. Í frétt Hagstofunnar kemur líka fram að alls hafi 94,8 prósent 16 ára nemenda verið skráðir í nám á framhaldsskólastigi haustið 2023 en hlutfallið var 95,4 prósent haustið 2022. Skólasóknarhlutfall 16 ára fór síðast undir 95 prósent haustið 2018. Lítið eitt fleiri 17 og 18 ára nemendur stunduðu nám haustið 2023 en haustið 2022. Þá kemur fram að alls hafi tæplega 19.900 karlar sótt nám og tæplega 23.600 konur. Körlum við nám fjölgaði um 36 frá fyrra ári (0,2 prósent) en konum fækkaði um 654 eða um 2,7 prósent. Karlar voru 54 prósent nemenda á framhaldsskólastigi, 74 prósent á viðbótarstigi og 35 prósent nemenda á háskóla- og doktorsstigi. Langflestir voru íslenskir ríkisborgarar, eða 91,8 prósent nemenda á framhalds- og háskólastigi. Erlendir ríkisborgarar voru 8,2 prósent. Þetta er hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara í námi ofan grunnskóla á Íslandi sem sést hefur í tölum Hagstofunnar. Hlutfallið var 7,4 prósent haustið 2022. Pólverjar eru fjölmennastir í hópi nemenda með erlent ríkisfang, rúmlega 600 talsins, en á þriðja hundrað nemenda eru frá Bandaríkjunum og lítið eitt færri frá Þýskalandi. Flestir stunda nám í félagsvísindum, viðskiptum og lögfræði Langflestir háskóla- og doktorsnemar sóttu nám á sviði félagsvísinda, viðskipta og lögfræði haustið 2023, eða rúmlega 6.200 nemendur. Næstflestir nemendur voru á sviði heilbrigðis og velferðar, rúmlega 3.500 nemendur. Tæplega 2.900 stunduðu nám á sviði menntavísinda og rúmlega 2.300 lærðu hugvísindi og listir. Þá lögðu rúmlega 2.100 nemendur stund á raunvísindi, stærðfræði eða tölvunarfræði og tæplega 1.900 nemendur námu verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð. Tveir síðastnefndu flokkar náms eru oft kallaðir STEM og er í mörgum löndum lögð áhersla á að fjölga nemendum í þessum greinum. Nemendur í STEM greinum hafa verið 19 til 21 prósent háskólanemenda undanfarinn áratug á Íslandi, og voru 20,2 prósent háskólanema haustið 2023. Innflytjendamál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Þar kemur fram að í fyrra hafi nemendum fækkað um 71 á framhaldsskólastigi og um 601 á háskóla- og doktorsstigi. Á sama tíma fjölgaði um 54 á viðbótarstigi þar sem er nám sem bætist ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi. Nemendum á framhalds- og háskólastigi hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2020, þegar rúmlega 46.300 nemendur stunduðu nám. Frétt Hagstofunnar. Í frétt Hagstofunnar kemur líka fram að alls hafi 94,8 prósent 16 ára nemenda verið skráðir í nám á framhaldsskólastigi haustið 2023 en hlutfallið var 95,4 prósent haustið 2022. Skólasóknarhlutfall 16 ára fór síðast undir 95 prósent haustið 2018. Lítið eitt fleiri 17 og 18 ára nemendur stunduðu nám haustið 2023 en haustið 2022. Þá kemur fram að alls hafi tæplega 19.900 karlar sótt nám og tæplega 23.600 konur. Körlum við nám fjölgaði um 36 frá fyrra ári (0,2 prósent) en konum fækkaði um 654 eða um 2,7 prósent. Karlar voru 54 prósent nemenda á framhaldsskólastigi, 74 prósent á viðbótarstigi og 35 prósent nemenda á háskóla- og doktorsstigi. Langflestir voru íslenskir ríkisborgarar, eða 91,8 prósent nemenda á framhalds- og háskólastigi. Erlendir ríkisborgarar voru 8,2 prósent. Þetta er hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara í námi ofan grunnskóla á Íslandi sem sést hefur í tölum Hagstofunnar. Hlutfallið var 7,4 prósent haustið 2022. Pólverjar eru fjölmennastir í hópi nemenda með erlent ríkisfang, rúmlega 600 talsins, en á þriðja hundrað nemenda eru frá Bandaríkjunum og lítið eitt færri frá Þýskalandi. Flestir stunda nám í félagsvísindum, viðskiptum og lögfræði Langflestir háskóla- og doktorsnemar sóttu nám á sviði félagsvísinda, viðskipta og lögfræði haustið 2023, eða rúmlega 6.200 nemendur. Næstflestir nemendur voru á sviði heilbrigðis og velferðar, rúmlega 3.500 nemendur. Tæplega 2.900 stunduðu nám á sviði menntavísinda og rúmlega 2.300 lærðu hugvísindi og listir. Þá lögðu rúmlega 2.100 nemendur stund á raunvísindi, stærðfræði eða tölvunarfræði og tæplega 1.900 nemendur námu verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð. Tveir síðastnefndu flokkar náms eru oft kallaðir STEM og er í mörgum löndum lögð áhersla á að fjölga nemendum í þessum greinum. Nemendur í STEM greinum hafa verið 19 til 21 prósent háskólanemenda undanfarinn áratug á Íslandi, og voru 20,2 prósent háskólanema haustið 2023.
Innflytjendamál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira