Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Ólafur Björn Sverrisson og Heimir Már Pétursson skrifa 3. júlí 2024 20:55 Kristján Árni hjá Vegagerðinni ræddi möguleg jarðgöng í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. Fjórir kostir til að beina umferð undir Miklubraut eru nú til skoðunar. Tvær tillögur gera ráð fyrir stokki frá Háaleiti að Hlíðarenda en hinar tvær gera ráð nær þriggja kílómetra jarðgöngum frá Skeifunni. Hér má sjá gangamuna fyrir tveggja akreina jarðgöng á Miklubraut við Skeifuna.Efla Verkfræðistofan Efla, sem kynnti tillögurnar í umhverfis- og skipulagsráði, mælir með öðrum jarðgangakostinum, jarðgöngum 2d, þar sem einnig er reiknað með hliðargöngum undir Kringlumýrarbraut. Jarðgöngin yrðu þau fyrstu á höfuðborgarsvæðinu. Þeir valkostir sem Efla leggur til.Efla Framkvæmdirnar yrðu hluti af hinum umtalaða samgöngusáttmála sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Kristján Árna Kristjánsson verkefnastjóra á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar um þá kosti sem liggja fyrir. „Nú erum við að ljúka þessu frumdragastigi þessa verkefnis þar sem fram fer þessi valkostagreining. Þeir kostir sem við erum að líta til núna voru tvær stokkalausnir og tvær jarðgangalausnir. Meginmunurinn milli þessara lausna er tengingin inn á Kringlumýrabraut,“ segir Kristján Árni. Hér sjást hugmyndir um jarðgöng frá Kriinglumýrarbraut undir gatnamótin við Miklubraut. Borgarlína færi um akreinar milli gangamunanna. Kringlan á vinstri hönd á þessari mynd.Efla „Það eru talsverðir kostir sem við sjáum við jarðgangalausnirnar. Þær myndu leysa þessar umferðartafir og tryggja umferðaröryggi frekar vel. Göngin eru lengri og veita þá aukið pláss til borgarþróunar á yfirborðinu. Aðstæður til jarðgangagerðar á þessum kafla eru mjög góðar. Stokkaframkvæmd er frekar flókin og meginhausverkurinn í þessu verkefni er að leysa umferð á framkvæmdatíma. Hvernig þú kæmir umferð framhjá framkvæmdasvæði á ásættanlegan hátt.“ Teikning sem sýnir mögulega útfærslu á stokkmöguleika 1 og jarðgöngum 2d.Efla Svona gæti jarðgangamunni við Bústaðavegsbrúna litið út..Efla Einfaldara yrði því að stýra umferð með jarðgangagerð. „Þar liggurðu mun dýpra en með stokkalausninni og þarf ekki að grafa skurð eftir endilöngu verkstæðinu. Raskar þá yfirborðinu minna,“ segir Kristján Árni. Hér er útfærsla með jarðgöngum undir brúna á Bústaðavegi.Efla Einhver ár eru í að hægt verði að hefja framkvæmd sem þessa. „Við erum á fyrsta stigi hönnunar núna og það á eftir að fara í for- og verkhönnun. Síðan er fjármagn í þetta verkefni og tímasetning háð tímasetningu fjármagns í uppfærðum samgöngusáttmála, sem er í vinnslu núna,“ segir Kristján Árni og bætir við að framkvæmdin tæki minnst fimm ár. Samgöngur Skipulag Umferð Reykjavík Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Fjórir kostir til að beina umferð undir Miklubraut eru nú til skoðunar. Tvær tillögur gera ráð fyrir stokki frá Háaleiti að Hlíðarenda en hinar tvær gera ráð nær þriggja kílómetra jarðgöngum frá Skeifunni. Hér má sjá gangamuna fyrir tveggja akreina jarðgöng á Miklubraut við Skeifuna.Efla Verkfræðistofan Efla, sem kynnti tillögurnar í umhverfis- og skipulagsráði, mælir með öðrum jarðgangakostinum, jarðgöngum 2d, þar sem einnig er reiknað með hliðargöngum undir Kringlumýrarbraut. Jarðgöngin yrðu þau fyrstu á höfuðborgarsvæðinu. Þeir valkostir sem Efla leggur til.Efla Framkvæmdirnar yrðu hluti af hinum umtalaða samgöngusáttmála sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Kristján Árna Kristjánsson verkefnastjóra á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar um þá kosti sem liggja fyrir. „Nú erum við að ljúka þessu frumdragastigi þessa verkefnis þar sem fram fer þessi valkostagreining. Þeir kostir sem við erum að líta til núna voru tvær stokkalausnir og tvær jarðgangalausnir. Meginmunurinn milli þessara lausna er tengingin inn á Kringlumýrabraut,“ segir Kristján Árni. Hér sjást hugmyndir um jarðgöng frá Kriinglumýrarbraut undir gatnamótin við Miklubraut. Borgarlína færi um akreinar milli gangamunanna. Kringlan á vinstri hönd á þessari mynd.Efla „Það eru talsverðir kostir sem við sjáum við jarðgangalausnirnar. Þær myndu leysa þessar umferðartafir og tryggja umferðaröryggi frekar vel. Göngin eru lengri og veita þá aukið pláss til borgarþróunar á yfirborðinu. Aðstæður til jarðgangagerðar á þessum kafla eru mjög góðar. Stokkaframkvæmd er frekar flókin og meginhausverkurinn í þessu verkefni er að leysa umferð á framkvæmdatíma. Hvernig þú kæmir umferð framhjá framkvæmdasvæði á ásættanlegan hátt.“ Teikning sem sýnir mögulega útfærslu á stokkmöguleika 1 og jarðgöngum 2d.Efla Svona gæti jarðgangamunni við Bústaðavegsbrúna litið út..Efla Einfaldara yrði því að stýra umferð með jarðgangagerð. „Þar liggurðu mun dýpra en með stokkalausninni og þarf ekki að grafa skurð eftir endilöngu verkstæðinu. Raskar þá yfirborðinu minna,“ segir Kristján Árni. Hér er útfærsla með jarðgöngum undir brúna á Bústaðavegi.Efla Einhver ár eru í að hægt verði að hefja framkvæmd sem þessa. „Við erum á fyrsta stigi hönnunar núna og það á eftir að fara í for- og verkhönnun. Síðan er fjármagn í þetta verkefni og tímasetning háð tímasetningu fjármagns í uppfærðum samgöngusáttmála, sem er í vinnslu núna,“ segir Kristján Árni og bætir við að framkvæmdin tæki minnst fimm ár.
Samgöngur Skipulag Umferð Reykjavík Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira