Leggja til íbúakosningu vegna framkvæmda Carbfix Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 07:30 Jón Ingi treystir íbúum til að taka rétta ákvörðun í málinu sem varðar framkvæmdir Carfix. Sigla á með koltvísýring á fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík. vísir Viðreisn hyggst leggja fram tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þar sem flokkurinn er í minnihluta, að íbúakosning fari fram um leyfi Carbfix til þess að koma upp aðstöðu fyrir loftslagsverkefnið Coda Terminal. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi sem Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði, skrifar. Töluverð umræða hefur skapast um framkvæmdina. Greint var frá því í vikunni að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sagði í samtali við Vísi að eðlilegt væri að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Sagði hún enga óvissu um áhrif á náttúru í fyrstu áföngum og að í síðari áföngum, þegar fyrirhugað er að bora nær byggð, verði óvissu eytt með reynslu af fyrri áföngum. Carbfix skrifaði undir þverpólitíska viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir þremur árum þegar verkefnið var kynnt til leiks. Treystir bæjarbúum Í hinni aðsendu grein segir Jón Hákon að forsendur verkefnisins séu þær að unnið sé í sátt við náttúru og samfélag. „Ljóst er að töluverðrar óánægju gætir með áformin hjá fjölda bæjarbúa og ljóst að ekki verður farið af stað nema að góð sátt og traust ríki hjá bæjarbúum vegna verkefnisins. Viðreisn mun því leggja það til, er bæjarstjórn kemur aftur saman eftir sumarfrí, að málið fari í íbúakosningu. Málið er vaxið með þeim hætti að sátt verði aldrei náð nema með aðkomu bæjarbúa. Málið er að margan hátt kjörið til að fara með í íbúakosningu. Málið er afmarkað og skýrt.“ Hann bætir við að opin og gagnsæ stjórnsýsla sé eitt af baráttumálum Viðreisnar ásamt öflugu íbúalýðræði. „Viðreisn treystir bæjarbúum til að komast að góðri niðurstöðu í þessu máli.“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi sem Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði, skrifar. Töluverð umræða hefur skapast um framkvæmdina. Greint var frá því í vikunni að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sagði í samtali við Vísi að eðlilegt væri að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Sagði hún enga óvissu um áhrif á náttúru í fyrstu áföngum og að í síðari áföngum, þegar fyrirhugað er að bora nær byggð, verði óvissu eytt með reynslu af fyrri áföngum. Carbfix skrifaði undir þverpólitíska viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir þremur árum þegar verkefnið var kynnt til leiks. Treystir bæjarbúum Í hinni aðsendu grein segir Jón Hákon að forsendur verkefnisins séu þær að unnið sé í sátt við náttúru og samfélag. „Ljóst er að töluverðrar óánægju gætir með áformin hjá fjölda bæjarbúa og ljóst að ekki verður farið af stað nema að góð sátt og traust ríki hjá bæjarbúum vegna verkefnisins. Viðreisn mun því leggja það til, er bæjarstjórn kemur aftur saman eftir sumarfrí, að málið fari í íbúakosningu. Málið er vaxið með þeim hætti að sátt verði aldrei náð nema með aðkomu bæjarbúa. Málið er að margan hátt kjörið til að fara með í íbúakosningu. Málið er afmarkað og skýrt.“ Hann bætir við að opin og gagnsæ stjórnsýsla sé eitt af baráttumálum Viðreisnar ásamt öflugu íbúalýðræði. „Viðreisn treystir bæjarbúum til að komast að góðri niðurstöðu í þessu máli.“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira