Fulltrúar sérhagsmuna létu formanninn einan um orðið Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2024 13:11 Sigurður Kári Kristjánsson var formaður hópsins. Vísir/Sigurjón/Baldur Engin samstaða náðist um niðurstöður innan starfshóps um veðmálastarfsemi á Íslandi. Formaður hópsins segir aðgerðarleysi ekki gagnast neinum, nema íslensku sérleyfishöfunum og erlendu fyrirtækjunum með ólöglega starfsemi hér á landi. Gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. Árið 2021 var settur saman starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sem átti að kanna réttarbætur á sviði happdrættismála og annarra veðmála. Hópinn skipuðu ellefu einstaklingar, einn lögmaður, einn spilafíklaráðgjafi, tveir frá ráðuneytinu, einn frá sýslumanninum á Suðurlandi og sex frá þeim félögum sem eru nú þegar með leyfi til að starfrækja happdrætti og veðmálastarfsemi á Íslandi. Við skýrsluskil hafði hópurinn skipst í þrennt. Ekki náðist samstaða þar um efni skýrslunnar og því stóðu formaður hópsins, Sigurður Kári Kristjánsson, og starfsmaður hópsins einir að henni. Spilafíklaráðgjafinn skilaði séráliti, sem og þau sex frá núverandi leyfishöfum. Þessar þrjár niðurstöður voru allar gjörólíkar. Sigurður Kári segist hafa komið algjörlega óháður að borðinu. Hins vegar séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fyrirtækin. „Það verður að horfa til þess að þeir sem hafa hagsmuni af þessari starfsemi, eru þessi fyrirtæki sem starfa í skjóli sérleyfa. Og þeir hafa gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni af starfseminni eins og hún er í dag,“ segir Sigurður Kári og nefnir einnig þau erlendu fyrirtæki sem bjóða á ólöglega veðmálastarfsemi á landinu. Hagnaður fyrirtækjanna sex er yfir 4 milljarðar á ári. „Ég held að það sé alveg ljóst og segir sig sjálft að þegar svona miklar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, þá auðvitað hefur það áhrif á afstöðu manna til þess hvort það eigi að gera einhverjar breytingar á lagaumhverfinu eða ekki,“ segir Sigurður Kári. Síðan skýrslan var afhent ráðuneytinu fyrir einu og hálfu ári virðist ekkert hafa gerst í málaflokknum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur þó sagt málin vera til skoðunar í ráðuneytinu. „Mín niðurstaða var sú að það versta sem hægt væri að gera, væri að gera ekki neitt. Það væri vont fyrir þennan markað sem slíkan, það væri vont fyrir spilafíklana, samfélagið og sérstaklega slæmt fyrir ríkissjóð,“ segir Sigurður Kári. Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Fíkn Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Árið 2021 var settur saman starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sem átti að kanna réttarbætur á sviði happdrættismála og annarra veðmála. Hópinn skipuðu ellefu einstaklingar, einn lögmaður, einn spilafíklaráðgjafi, tveir frá ráðuneytinu, einn frá sýslumanninum á Suðurlandi og sex frá þeim félögum sem eru nú þegar með leyfi til að starfrækja happdrætti og veðmálastarfsemi á Íslandi. Við skýrsluskil hafði hópurinn skipst í þrennt. Ekki náðist samstaða þar um efni skýrslunnar og því stóðu formaður hópsins, Sigurður Kári Kristjánsson, og starfsmaður hópsins einir að henni. Spilafíklaráðgjafinn skilaði séráliti, sem og þau sex frá núverandi leyfishöfum. Þessar þrjár niðurstöður voru allar gjörólíkar. Sigurður Kári segist hafa komið algjörlega óháður að borðinu. Hins vegar séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fyrirtækin. „Það verður að horfa til þess að þeir sem hafa hagsmuni af þessari starfsemi, eru þessi fyrirtæki sem starfa í skjóli sérleyfa. Og þeir hafa gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni af starfseminni eins og hún er í dag,“ segir Sigurður Kári og nefnir einnig þau erlendu fyrirtæki sem bjóða á ólöglega veðmálastarfsemi á landinu. Hagnaður fyrirtækjanna sex er yfir 4 milljarðar á ári. „Ég held að það sé alveg ljóst og segir sig sjálft að þegar svona miklar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, þá auðvitað hefur það áhrif á afstöðu manna til þess hvort það eigi að gera einhverjar breytingar á lagaumhverfinu eða ekki,“ segir Sigurður Kári. Síðan skýrslan var afhent ráðuneytinu fyrir einu og hálfu ári virðist ekkert hafa gerst í málaflokknum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur þó sagt málin vera til skoðunar í ráðuneytinu. „Mín niðurstaða var sú að það versta sem hægt væri að gera, væri að gera ekki neitt. Það væri vont fyrir þennan markað sem slíkan, það væri vont fyrir spilafíklana, samfélagið og sérstaklega slæmt fyrir ríkissjóð,“ segir Sigurður Kári.
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Fíkn Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30