Segir Rodri bestan í heimi eftir langar kennslustundir Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 18:31 Rodri og Ilkay Gündogan unnu meðal annars Meistaradeild Evrópu saman sem liðsfélagar hjá Manchester City. Getty/James Gill Ilkay Gündogan, fyrirliði Þýskalands, jós lofi yfir sinn gamla liðsfélaga hjá Manchester City, Rodri, fyrir stórleikinn við Spán á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. Hinn 28 ára gamli Rodri hefur verið sannkallaður lykilmaður hjá Spáni og í gríðarlegri velgengni City síðustu ár en þar léku þeir Gündogan saman árin 2019-2023, eða þar til að sá þýski gekk í raðir Barcelona í fyrra. Gündogan segist hafa orðið vitni að „ótrúlegri þróun“ Rodri sem knattspyrnumanns, og telur líkt og fleiri að hann sé besti afturliggjandi miðjumaður heims. Hann segir Pep Guardiola, stjóra City, hafa varið löngum stundum með Rodri eftir æfingar og það hafi gert að verkum að Spánverjinn hafi verið fljótur að: „læra og fullkomna sinn leik. Fyrir mér er hann svo sannarlega besta „sexan“ í heiminum í dag. Það er eiginlega ekki hægt að slökkva á svona leikmanni í níutíu mínútur en það er hægt að gera honum erfiðara fyrir, láta hann hugsa og örvænta aðeins. Það er hluti af okkar plani,“ sagði Gündogan á blaðamannafundi í dag. Yamal á allt öðrum stað en sextán ára Gündogan Gündogan hrósaði einnig 16 ára samherja sínum hjá Barcelona, Lamine Yamal, sem þrátt fyrir ungan aldur er byrjunarliðsmaður í spænska landsliðinu. Lamine Yamal er aðeins 16 ára og hefur svo sannarlega hrifið Ilkay Gündogan.Getty/Gerrit van Cologne „Lamal er kominn ótrúlega langt miðað við aldur. Það sem hann hefur sýnt er óviðjafnanlegt. Ef maður ber hann saman við þann stað sem maður var á sjálfur 16 ára þá er það gjörólíkt. Hann getur gert gæfumuninn fyrir Spán og Barca næsta áratuginn. Ég ber óendanlega virðingu fyrir því sem strákurinn hefur afrekað,“ sagði Gündogan. Leikur Spánar og Þýskalands fer fram í Stuttgart á morgun, klukkan 16, og er fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum EM. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Rodri hefur verið sannkallaður lykilmaður hjá Spáni og í gríðarlegri velgengni City síðustu ár en þar léku þeir Gündogan saman árin 2019-2023, eða þar til að sá þýski gekk í raðir Barcelona í fyrra. Gündogan segist hafa orðið vitni að „ótrúlegri þróun“ Rodri sem knattspyrnumanns, og telur líkt og fleiri að hann sé besti afturliggjandi miðjumaður heims. Hann segir Pep Guardiola, stjóra City, hafa varið löngum stundum með Rodri eftir æfingar og það hafi gert að verkum að Spánverjinn hafi verið fljótur að: „læra og fullkomna sinn leik. Fyrir mér er hann svo sannarlega besta „sexan“ í heiminum í dag. Það er eiginlega ekki hægt að slökkva á svona leikmanni í níutíu mínútur en það er hægt að gera honum erfiðara fyrir, láta hann hugsa og örvænta aðeins. Það er hluti af okkar plani,“ sagði Gündogan á blaðamannafundi í dag. Yamal á allt öðrum stað en sextán ára Gündogan Gündogan hrósaði einnig 16 ára samherja sínum hjá Barcelona, Lamine Yamal, sem þrátt fyrir ungan aldur er byrjunarliðsmaður í spænska landsliðinu. Lamine Yamal er aðeins 16 ára og hefur svo sannarlega hrifið Ilkay Gündogan.Getty/Gerrit van Cologne „Lamal er kominn ótrúlega langt miðað við aldur. Það sem hann hefur sýnt er óviðjafnanlegt. Ef maður ber hann saman við þann stað sem maður var á sjálfur 16 ára þá er það gjörólíkt. Hann getur gert gæfumuninn fyrir Spán og Barca næsta áratuginn. Ég ber óendanlega virðingu fyrir því sem strákurinn hefur afrekað,“ sagði Gündogan. Leikur Spánar og Þýskalands fer fram í Stuttgart á morgun, klukkan 16, og er fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum EM.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjá meira