Hetja Tyrkja í bann fyrir úlfafagnið Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 20:31 Svona fagnaði Merih Demiral seinna marki sínu gegn Austurríki og það hefur reynst honum og tyrkneska landsliðinu dýrkeypt. Getty/Jonathan Moscrop Tyrkir hafa orðið fyrir miklu áfalli fyrir leikinn við Holland í 8-liða úrslitum EM karla í fótbolta í Þýskalandi, því maðurinn sem kom þeim þangað verður í banni. Miðvörðurinn Merih Demiral skoraði bæði mörk Tyrkja í sigrinum gegn Austurríki í 16-liða úrslitum en samkvæmt þýska blaðinu Bild hefur UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, nú ákveðið að dæma hann í tveggja leikja bann. Bannið fær Demiral fyrir að fagna marki með því að gera „úlfatákn“ með höndunum, en um er að ræða tákn Gráúlfanna, hóps öfgaþjóðernissinna í Tyrklandi. Það að gera svona tákn, eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt, hefur til að mynda verið bannað með lögum í Austurríki, frá árinu 2019. Brot á þeim lögum varða sekt upp á allt að 4.000 evrum, eða 600.000 krónum. Ef marka má frétt Bild missir Demiral nú af leiknum við Holland á laugardaginn og einnig af undanúrslitaleik í næstu viku, takist Tyrkjum að slá út Hollendinga. Bild segir að ákvörðun UEFA sé í samræmi við það þegar Albananum Arlind Daku var refsað með tveggja leikja banni fyrir að taka þátt í rasískum söngvum stuðningsmanna eftir 2-2 jafntefli við Króatíu. Jude Bellingham, leikmanni enska landsliðsins, var einnig refsað fyrir að fagna með ósæmilegum hætti eftir mark sitt gegn Slóvakíu en fékk þó ekki bann heldur aðeins sekt, upp á 20.000 evrur. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Miðvörðurinn Merih Demiral skoraði bæði mörk Tyrkja í sigrinum gegn Austurríki í 16-liða úrslitum en samkvæmt þýska blaðinu Bild hefur UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, nú ákveðið að dæma hann í tveggja leikja bann. Bannið fær Demiral fyrir að fagna marki með því að gera „úlfatákn“ með höndunum, en um er að ræða tákn Gráúlfanna, hóps öfgaþjóðernissinna í Tyrklandi. Það að gera svona tákn, eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt, hefur til að mynda verið bannað með lögum í Austurríki, frá árinu 2019. Brot á þeim lögum varða sekt upp á allt að 4.000 evrum, eða 600.000 krónum. Ef marka má frétt Bild missir Demiral nú af leiknum við Holland á laugardaginn og einnig af undanúrslitaleik í næstu viku, takist Tyrkjum að slá út Hollendinga. Bild segir að ákvörðun UEFA sé í samræmi við það þegar Albananum Arlind Daku var refsað með tveggja leikja banni fyrir að taka þátt í rasískum söngvum stuðningsmanna eftir 2-2 jafntefli við Króatíu. Jude Bellingham, leikmanni enska landsliðsins, var einnig refsað fyrir að fagna með ósæmilegum hætti eftir mark sitt gegn Slóvakíu en fékk þó ekki bann heldur aðeins sekt, upp á 20.000 evrur.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn