Pabbinn telur að bænirnar hafi komið til bjargar Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 22:46 Mert Günok tókst að teygja sig í boltann og verja á ögurstundu í sigrinum gegn Austurríki. Getty/Dan Mullan Faðir tyrkneska markvarðarins Mert Günok var að sjálfsögðu stoltur eftir magnaða markvörslu sonarins sem tryggði Tyrkjum sigur á Austurríki, á EM í fótbolta. Hann telur þó að æðri máttarvöld hafi haft sitt að segja. Günok kastaði sér með tilþrifum til hliðar og varði skalla Christoph Baumgartner af stuttu færi, í lok leiks gegn Austurríki í 16-liða úrslitum EM í fyrrakvöld. Þar með unnu Tyrkir 2-1 sigur og komust áfram í 8-liða úrslit, þar sem þeir mæta Hollendingum en þurfa þó að spjara sig án miðvarðarins Merih Demiral sem verður í banni. Tilþrif Günoks vöktu mikla athygli og tyrkneska blaðið Hurriyet spurði Mahir pabba hans út í þau, en hann er fyrrverandi markvörður og þjálfari. „Líkamsstaða sonar míns og frammistaða á lokasekúndunum gerði mig mjög glaðan. Kannski voru það bænir allra stuðningsmannanna, þar á meðal mínar, sem komu í veg fyrir að þetta yrði mark,“ sagði Mahir. Sonurinn Mert var einnig þakklátur fyrir bænir stuðningsmanna: „Þetta var frábær sigur. Ég vil þakka öllum sem báðu fyrir okkur. Við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Mert Günok. Leikur Tyrklands og Hollands er í Berlín á laugardaginn en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem að Tyrkir komast svona langt á EM. „Ég held að með þessum mikla anda samtakamáttar og einingar þá munum við komast yfir hollensku hindrunina,“ sagði Günok eldri. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Günok kastaði sér með tilþrifum til hliðar og varði skalla Christoph Baumgartner af stuttu færi, í lok leiks gegn Austurríki í 16-liða úrslitum EM í fyrrakvöld. Þar með unnu Tyrkir 2-1 sigur og komust áfram í 8-liða úrslit, þar sem þeir mæta Hollendingum en þurfa þó að spjara sig án miðvarðarins Merih Demiral sem verður í banni. Tilþrif Günoks vöktu mikla athygli og tyrkneska blaðið Hurriyet spurði Mahir pabba hans út í þau, en hann er fyrrverandi markvörður og þjálfari. „Líkamsstaða sonar míns og frammistaða á lokasekúndunum gerði mig mjög glaðan. Kannski voru það bænir allra stuðningsmannanna, þar á meðal mínar, sem komu í veg fyrir að þetta yrði mark,“ sagði Mahir. Sonurinn Mert var einnig þakklátur fyrir bænir stuðningsmanna: „Þetta var frábær sigur. Ég vil þakka öllum sem báðu fyrir okkur. Við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Mert Günok. Leikur Tyrklands og Hollands er í Berlín á laugardaginn en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem að Tyrkir komast svona langt á EM. „Ég held að með þessum mikla anda samtakamáttar og einingar þá munum við komast yfir hollensku hindrunina,“ sagði Günok eldri.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira