Pabbinn telur að bænirnar hafi komið til bjargar Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 22:46 Mert Günok tókst að teygja sig í boltann og verja á ögurstundu í sigrinum gegn Austurríki. Getty/Dan Mullan Faðir tyrkneska markvarðarins Mert Günok var að sjálfsögðu stoltur eftir magnaða markvörslu sonarins sem tryggði Tyrkjum sigur á Austurríki, á EM í fótbolta. Hann telur þó að æðri máttarvöld hafi haft sitt að segja. Günok kastaði sér með tilþrifum til hliðar og varði skalla Christoph Baumgartner af stuttu færi, í lok leiks gegn Austurríki í 16-liða úrslitum EM í fyrrakvöld. Þar með unnu Tyrkir 2-1 sigur og komust áfram í 8-liða úrslit, þar sem þeir mæta Hollendingum en þurfa þó að spjara sig án miðvarðarins Merih Demiral sem verður í banni. Tilþrif Günoks vöktu mikla athygli og tyrkneska blaðið Hurriyet spurði Mahir pabba hans út í þau, en hann er fyrrverandi markvörður og þjálfari. „Líkamsstaða sonar míns og frammistaða á lokasekúndunum gerði mig mjög glaðan. Kannski voru það bænir allra stuðningsmannanna, þar á meðal mínar, sem komu í veg fyrir að þetta yrði mark,“ sagði Mahir. Sonurinn Mert var einnig þakklátur fyrir bænir stuðningsmanna: „Þetta var frábær sigur. Ég vil þakka öllum sem báðu fyrir okkur. Við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Mert Günok. Leikur Tyrklands og Hollands er í Berlín á laugardaginn en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem að Tyrkir komast svona langt á EM. „Ég held að með þessum mikla anda samtakamáttar og einingar þá munum við komast yfir hollensku hindrunina,“ sagði Günok eldri. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Günok kastaði sér með tilþrifum til hliðar og varði skalla Christoph Baumgartner af stuttu færi, í lok leiks gegn Austurríki í 16-liða úrslitum EM í fyrrakvöld. Þar með unnu Tyrkir 2-1 sigur og komust áfram í 8-liða úrslit, þar sem þeir mæta Hollendingum en þurfa þó að spjara sig án miðvarðarins Merih Demiral sem verður í banni. Tilþrif Günoks vöktu mikla athygli og tyrkneska blaðið Hurriyet spurði Mahir pabba hans út í þau, en hann er fyrrverandi markvörður og þjálfari. „Líkamsstaða sonar míns og frammistaða á lokasekúndunum gerði mig mjög glaðan. Kannski voru það bænir allra stuðningsmannanna, þar á meðal mínar, sem komu í veg fyrir að þetta yrði mark,“ sagði Mahir. Sonurinn Mert var einnig þakklátur fyrir bænir stuðningsmanna: „Þetta var frábær sigur. Ég vil þakka öllum sem báðu fyrir okkur. Við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Mert Günok. Leikur Tyrklands og Hollands er í Berlín á laugardaginn en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem að Tyrkir komast svona langt á EM. „Ég held að með þessum mikla anda samtakamáttar og einingar þá munum við komast yfir hollensku hindrunina,“ sagði Günok eldri.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira