Tjaldstæðadólgur hótar að sverta staðinn á netinu Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2024 11:55 Ásta Halla hafði engan áhuga á því að láta tjaldstæðadólginn vaða yfir sig. En hann neitaði að borga eftir ræðu hennar og hótaði því að sverta staðinn á netinu. Ásta Halla segir að það verði þá svo að vera og birti mynd af farartæki dólgsins. Ásta Halla Ólafsdóttir sér um tjaldstæðið á Hvolsvelli og þar getur gengið á ýmsu. Þannig lenti hún í einum í gær sem ekki er hægt að kalla annað en tjaldstæðadólg. Hann neitar að borga eftir skammir fyrir að kveikja í einnota grilli á túni og hótaði að bera út kjaftasögur um tjaldstæðið á netinu. Ásta Halla sagði af raunum sínum í Facebook-hópnum „Tjaldsvæði – umræðuvettvangur“, sagði að það væri ekki alltaf gott að vera vondi kallinn á tjaldsvæðinu en verandi rekstraraðili beri hún ábyrgð. Hún bætir því við í samtali við Vísi að hún viti ekki hvers lenskur dólgurinn sé, hún geri ráð fyrir því að hann hafi verið breskur en hann var með íslenska konu sér við hlið sem kom því rækilega á framfæri við Ástu Höllu hvað þeim þætti um hana. Stórhættulegur opinn eldur „Á lífi ykkar og eignum,“ segir Ásta Halla en henni varð það á að setja ofan í við erlendan gest sem hafði ákveðið að grilla úti á túni með einnota grilli. Ekkert undirlag, jörðin brann og eftir situr sárið svart. „Eftir nýliðin bruna í Húsafelli þá erum við extra vel á vaktinni og frekar viðkvæm fyrir svona háttalagi,“ segir Ásta Halla. Hún segir talsverða umræðu um opinn eld á tjaldsvæðinu hafi sprottið fram og gesturinn hreint ekki verið sáttur við tjaldvörðinn. „Hann neitaði svo að borga fyrir gistinguna eftir þau orð sem ég lét um hann falla,“ segir Halla. En þau orð voru um hversu heimskulegt það megi heita að kveikja opinn eld á miðju túni á tjaldssvæði. Og láta sig þá hverfa einn í hjólhýsi og ekkert eftirlit haft með eldinum. Farin án þess að borga Ásta Halla segist hafa breitt bak og hún sé ýmsu vön en þetta sé ekki liðið á tjaldsvæðinu. „Hann hótaði mér að sverta okkur á netinu og á ég ekki von á öðru. En þetta er okkar hlið á málinu en þeir eru nokkrir sem urðu vitni að þessum leiðinda atburði og geta vitnað til um atburðinn. Ég sagði honum bara að gera það en hann skyldi þá segja alla söguna.“ Nú er tími hjólhýsa og húsbíla. Ásta Halla segir mikið að gera núna og þau á Hvolsvelli eru nafli alheimsins og bjóða uppá betri aðstöðu en gerist og gengur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.vísir/vilhelm Þau skötuhjú eru nú farin af vettvangi. Þau fóru í morgun. „Ég gerði tilraun til að rukka hann. Ég var á minni daglegu eftirlitsferð og bauð honum góðan daginn. Og rukkaði hann. Þá spurði hann hvort ég héldi virkilega að hann ætla að borga miðað við hvernig ég talaði við hann í gær? Ég sagði að hann þyrfti að borga fyrir aðstöðuna og rafmagnið sem hann notaði.“ En skömmu síðar voru þau farin, pökkuðu á klukkutíma og létu sig hverfa frá ógreiddum reikningi. Ásta Halla gerir fastlega ráð fyrir því að bíllinn sem þau voru á hafi verið bílaleigubíll og hún segist þá bara senda leigunni reikninginn. „Við erum ekki í þessu uppá krónur og aura heldur viljum við hafa gesti okkar ánægða,“ segir Ásta Halla. En hún vill hafa skikk á málunum. Umsagnir á netinu skipta miklu máli og þá er eins gott að girða fyrir ónákvæmar frásagnir, þegar svo ber undir. Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Samfélagsmiðlar Rangárþing eystra Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Ásta Halla sagði af raunum sínum í Facebook-hópnum „Tjaldsvæði – umræðuvettvangur“, sagði að það væri ekki alltaf gott að vera vondi kallinn á tjaldsvæðinu en verandi rekstraraðili beri hún ábyrgð. Hún bætir því við í samtali við Vísi að hún viti ekki hvers lenskur dólgurinn sé, hún geri ráð fyrir því að hann hafi verið breskur en hann var með íslenska konu sér við hlið sem kom því rækilega á framfæri við Ástu Höllu hvað þeim þætti um hana. Stórhættulegur opinn eldur „Á lífi ykkar og eignum,“ segir Ásta Halla en henni varð það á að setja ofan í við erlendan gest sem hafði ákveðið að grilla úti á túni með einnota grilli. Ekkert undirlag, jörðin brann og eftir situr sárið svart. „Eftir nýliðin bruna í Húsafelli þá erum við extra vel á vaktinni og frekar viðkvæm fyrir svona háttalagi,“ segir Ásta Halla. Hún segir talsverða umræðu um opinn eld á tjaldsvæðinu hafi sprottið fram og gesturinn hreint ekki verið sáttur við tjaldvörðinn. „Hann neitaði svo að borga fyrir gistinguna eftir þau orð sem ég lét um hann falla,“ segir Halla. En þau orð voru um hversu heimskulegt það megi heita að kveikja opinn eld á miðju túni á tjaldssvæði. Og láta sig þá hverfa einn í hjólhýsi og ekkert eftirlit haft með eldinum. Farin án þess að borga Ásta Halla segist hafa breitt bak og hún sé ýmsu vön en þetta sé ekki liðið á tjaldsvæðinu. „Hann hótaði mér að sverta okkur á netinu og á ég ekki von á öðru. En þetta er okkar hlið á málinu en þeir eru nokkrir sem urðu vitni að þessum leiðinda atburði og geta vitnað til um atburðinn. Ég sagði honum bara að gera það en hann skyldi þá segja alla söguna.“ Nú er tími hjólhýsa og húsbíla. Ásta Halla segir mikið að gera núna og þau á Hvolsvelli eru nafli alheimsins og bjóða uppá betri aðstöðu en gerist og gengur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.vísir/vilhelm Þau skötuhjú eru nú farin af vettvangi. Þau fóru í morgun. „Ég gerði tilraun til að rukka hann. Ég var á minni daglegu eftirlitsferð og bauð honum góðan daginn. Og rukkaði hann. Þá spurði hann hvort ég héldi virkilega að hann ætla að borga miðað við hvernig ég talaði við hann í gær? Ég sagði að hann þyrfti að borga fyrir aðstöðuna og rafmagnið sem hann notaði.“ En skömmu síðar voru þau farin, pökkuðu á klukkutíma og létu sig hverfa frá ógreiddum reikningi. Ásta Halla gerir fastlega ráð fyrir því að bíllinn sem þau voru á hafi verið bílaleigubíll og hún segist þá bara senda leigunni reikninginn. „Við erum ekki í þessu uppá krónur og aura heldur viljum við hafa gesti okkar ánægða,“ segir Ásta Halla. En hún vill hafa skikk á málunum. Umsagnir á netinu skipta miklu máli og þá er eins gott að girða fyrir ónákvæmar frásagnir, þegar svo ber undir.
Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Samfélagsmiðlar Rangárþing eystra Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira