„Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2024 20:52 Erlendur við árbakkann. Hann segist langþreyttur á baráttu sinni við kerfið, sem spanni áratugi en hafi litlu sem engu skilað. Vísir/Einar Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. Grenlækur, sem hefur verið þurr síðan í maí, en vatnsleysi hefur komið þar upp með nokkurra ára millibili, síðast 2021. „Þetta var fengsælasta silungsveiðivatn á Íslandi í nokkur ár, en svona er það í dag,“ sagði Erlendur Björnsson bóndi á Seglbúðum við bakka Grenlækjar, þar sem fréttamaður ræddi við hann. Víða um árfarveginn má sjá hausa og bein úr dauðum fiskum, en minkar, refir og fuglar hafa gert sér mat úr hræjum sjóbirtinga sem hafa drepist vegna vatnsleysisins. Stjórnvöld löngu upplýst Erlendur segir stjórnvöldum strax hafa verið gert viðvart þegar þurrkurinn í ár gerði vart við sig. „Þeir hafa upplýsingar um þetta fyrir tveimur mánuðum síðan. Að það skuli ekkert hafa verið gert í kerfinu. Ekki neitt,“ segir Erlendur. Málinu hafi verið kastað milli ráðuneyta innviðamála, umhverfismála og matvæla, auk þess sem forsætisráðuneytið hefði einnig haft það á sínu borði. Erlendur segir ástæðu þurrksins vera garða sem reistir til að vernda þjóðveginn og gróður í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni út á Eldhraun. „Þegar lækurinn er þurr, '98, þá er garðurinn rofinn. Þá var farvegurinn svona þurr, þá var garðurinn rofinn og vatn fór að renna fáum dögum seinna.“ Hér var áður hylur, og ein af hrygningarstöðvum Grenlækjar, en er aðeins lítill pollur í dag.Vísir/Einar Garðurinn hafi síðan verið reistur aftur, en Erlendur fékk kröfu sína um umhverfismat á framkvæmdinni ekki samþykkta, þar sem garðurinn ætti aðeins að standa í fjögur ár í tilraunaskyni. „Og hann stendur enn, 24 árum seinna.“ Hann hafi reynt að hreyfa andmælum við endurreisn garðsins. „Ég er búinn að berjast í áratugi, og sagði að þetta myndi gerast.“ Ólýsanlegt að sjá fiskana á víð og dreif Árið 2017 tapaði veiðifélag Grenlækjar skaðabótamáli fyrir Hæstarétti vegna garðanna, þar sem ekki var talið sannað að orsakasamband væri á milli garðanna og tjóns vegna samdráttar á veiði í læknum. Málið snúist þó ekki aðeins um fjárhagslega hagsmuni. „Þetta er allt lífríkið, allt vistkerfið. Þetta er bara hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað.“ Það sé erfitt að ganga um svæðið og sjá dauða fiskana á víð og dreif um farveginn, þar sem Grenlækur rann áður. „Það er ekki hægt að lýsa því, og ég er bara afskaplega þreyttur á þessu núna,“ segir Erlendur, og ljóst að ástandið á ánni tekur á hann. Mörg ráðuneyti en fábreytt svör Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, sem hóf að vekja athygli á ástandinu í Grenlæk við stjórnvöld í maí, eru áhrif þurrksins á lífríki árinnar líklegri til að vera varanleg eftir því sem nær líður göngutíma sjóbirtinga í ána. Þá hafi borist þau svör frá matvælaráðuneytinu að málið ætti heima á borði innviðaráðherra. Forsætisráðherra hefur þá tjáð fréttastofu að hann hafi beint því til umhverfisráðherra að skoða málið, en samkvæmt svörum innan úr umhverfisráðuneytinu er til skoðunar þar. Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Grenlækur, sem hefur verið þurr síðan í maí, en vatnsleysi hefur komið þar upp með nokkurra ára millibili, síðast 2021. „Þetta var fengsælasta silungsveiðivatn á Íslandi í nokkur ár, en svona er það í dag,“ sagði Erlendur Björnsson bóndi á Seglbúðum við bakka Grenlækjar, þar sem fréttamaður ræddi við hann. Víða um árfarveginn má sjá hausa og bein úr dauðum fiskum, en minkar, refir og fuglar hafa gert sér mat úr hræjum sjóbirtinga sem hafa drepist vegna vatnsleysisins. Stjórnvöld löngu upplýst Erlendur segir stjórnvöldum strax hafa verið gert viðvart þegar þurrkurinn í ár gerði vart við sig. „Þeir hafa upplýsingar um þetta fyrir tveimur mánuðum síðan. Að það skuli ekkert hafa verið gert í kerfinu. Ekki neitt,“ segir Erlendur. Málinu hafi verið kastað milli ráðuneyta innviðamála, umhverfismála og matvæla, auk þess sem forsætisráðuneytið hefði einnig haft það á sínu borði. Erlendur segir ástæðu þurrksins vera garða sem reistir til að vernda þjóðveginn og gróður í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni út á Eldhraun. „Þegar lækurinn er þurr, '98, þá er garðurinn rofinn. Þá var farvegurinn svona þurr, þá var garðurinn rofinn og vatn fór að renna fáum dögum seinna.“ Hér var áður hylur, og ein af hrygningarstöðvum Grenlækjar, en er aðeins lítill pollur í dag.Vísir/Einar Garðurinn hafi síðan verið reistur aftur, en Erlendur fékk kröfu sína um umhverfismat á framkvæmdinni ekki samþykkta, þar sem garðurinn ætti aðeins að standa í fjögur ár í tilraunaskyni. „Og hann stendur enn, 24 árum seinna.“ Hann hafi reynt að hreyfa andmælum við endurreisn garðsins. „Ég er búinn að berjast í áratugi, og sagði að þetta myndi gerast.“ Ólýsanlegt að sjá fiskana á víð og dreif Árið 2017 tapaði veiðifélag Grenlækjar skaðabótamáli fyrir Hæstarétti vegna garðanna, þar sem ekki var talið sannað að orsakasamband væri á milli garðanna og tjóns vegna samdráttar á veiði í læknum. Málið snúist þó ekki aðeins um fjárhagslega hagsmuni. „Þetta er allt lífríkið, allt vistkerfið. Þetta er bara hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað.“ Það sé erfitt að ganga um svæðið og sjá dauða fiskana á víð og dreif um farveginn, þar sem Grenlækur rann áður. „Það er ekki hægt að lýsa því, og ég er bara afskaplega þreyttur á þessu núna,“ segir Erlendur, og ljóst að ástandið á ánni tekur á hann. Mörg ráðuneyti en fábreytt svör Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, sem hóf að vekja athygli á ástandinu í Grenlæk við stjórnvöld í maí, eru áhrif þurrksins á lífríki árinnar líklegri til að vera varanleg eftir því sem nær líður göngutíma sjóbirtinga í ána. Þá hafi borist þau svör frá matvælaráðuneytinu að málið ætti heima á borði innviðaráðherra. Forsætisráðherra hefur þá tjáð fréttastofu að hann hafi beint því til umhverfisráðherra að skoða málið, en samkvæmt svörum innan úr umhverfisráðuneytinu er til skoðunar þar.
Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira