Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 20:01 Luke Shaw hefur getað æft af fullum krafti í vikunni og virðist njóta þess í botn. Getty/Eddie Keogh Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. Southgate tók Shaw með á mótið þrátt fyrir að hann hefði glímt við meiðsli, sem eina hreinræktaða vinstri bakvörð enska hópsins, en hann hefur ekkert spilað til þessa á EM. Shaw spilaði síðast leik 18. febrúar en hann hefur æft af fullum krafti með enska landsliðinu í þessari viku. Ljóst er að England þarf að gera breytingu á sinni vörn því Marc Guehi tekur út leikbann. Mögulegt er að Southgate breyti leikskipulagi liðsins á morgun og notist við þriggja manna vörn í stað fjögurra manna, en ljóst er að Shaw gæti nýst í báðum tilvikum. Hrósaði Trippier fyrir tal innan vallar „Luke er tilbúinn. Hann getur byrjað leikinn,“ sagði Southgate á blaðamannafundi en var fljótur að taka fram að hann hefði ekkert út á Kieran Trippier, sem spilað hefur sem réttfættur vinstri bakvörður, að setja. „Kieran hefur staðið sig algjörlega frábærlega fyrir okkur. Hann gefur auðvitað ekki sama jafnvægi og örvfættur leikmaður myndi gera en leiðtogahæfileikarnir og samskipti hans innan vallar… þið getið spurt hvaða kantmann sem hann spilar með eða aðra leikmenn sem spila með honum, hann er óviðjafnanlegur í að tala. Þetta hjálpar mönnum að spila leikinn. Þessi hæfileiki er mjög vanmetinn. Þetta er líka svolítið deyjandi list, leikmenn sem eru góðir í að tala á vellinum. Maður er aldrei með of marga slíka. Hann er einstakur á þessu sviði, til viðbótar við hæfileikana með boltann. Hann hefur aðlagast og staðið sig stórkostlega fyrir okkur,“ sagði Southgate. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Southgate tók Shaw með á mótið þrátt fyrir að hann hefði glímt við meiðsli, sem eina hreinræktaða vinstri bakvörð enska hópsins, en hann hefur ekkert spilað til þessa á EM. Shaw spilaði síðast leik 18. febrúar en hann hefur æft af fullum krafti með enska landsliðinu í þessari viku. Ljóst er að England þarf að gera breytingu á sinni vörn því Marc Guehi tekur út leikbann. Mögulegt er að Southgate breyti leikskipulagi liðsins á morgun og notist við þriggja manna vörn í stað fjögurra manna, en ljóst er að Shaw gæti nýst í báðum tilvikum. Hrósaði Trippier fyrir tal innan vallar „Luke er tilbúinn. Hann getur byrjað leikinn,“ sagði Southgate á blaðamannafundi en var fljótur að taka fram að hann hefði ekkert út á Kieran Trippier, sem spilað hefur sem réttfættur vinstri bakvörður, að setja. „Kieran hefur staðið sig algjörlega frábærlega fyrir okkur. Hann gefur auðvitað ekki sama jafnvægi og örvfættur leikmaður myndi gera en leiðtogahæfileikarnir og samskipti hans innan vallar… þið getið spurt hvaða kantmann sem hann spilar með eða aðra leikmenn sem spila með honum, hann er óviðjafnanlegur í að tala. Þetta hjálpar mönnum að spila leikinn. Þessi hæfileiki er mjög vanmetinn. Þetta er líka svolítið deyjandi list, leikmenn sem eru góðir í að tala á vellinum. Maður er aldrei með of marga slíka. Hann er einstakur á þessu sviði, til viðbótar við hæfileikana með boltann. Hann hefur aðlagast og staðið sig stórkostlega fyrir okkur,“ sagði Southgate.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira