Heitir því að klára baráttuna og sigra Trump Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júlí 2024 21:54 Biden flutti ræðu á kosningafundi í Wisconsin í dag sem þótti mun kraftmeiri en framkoma hans í kappræðunum. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist ekki ætla að stíga til hliðar og lofaði að hann myndi sigra Donald Trump mótframbjóðanda sinn í komandi kosningum í ræðu sem hann hélt á kosningafundi í Wisconsin-ríki í dag. Á fundinum minntist Biden á framgöngu sína í fyrri kappræðum kosninganna sem fóru fram í síðustu viku. Hann er sagður hafa misst þráðinn stöðugt, átt erfitt með að einbeita sér að því að svara og farið úr einu í annað. „Síðan þá hefur fólk velt fyrir sér hvað ég ætli að gera. Hér er svarið mitt við því, ég er í framboði og ég er að fara að sigra aftur,“ sagði Biden á kosningafundinum í borginni Madison. Í umfjöllum BBC segir að ræða Biden hafi verið mun kraftmeiri en framkoma hans í kappræðunum á CNN. Hún komi á mikilvægum tíma í kosningabaráttu Biden, þegar margir af hann stuðningsmönnum íhuga hvort þeir geti haldið áfram að styðja hann. Einn áheyrandi á kosningafundinum hélt á skilti sem á stóð: „Láttu kyndilinn ganga, Joe!“. Á öðru skilti stóð: „Bjargaðu arfleið þinni, stígðu til hliðar!“. Biden vakti athygli á þessum skiltum og sagðist sífellt heyra um hve gamall hann væri. Þrátt fyrir háan aldur hafi hann áorkað miklu í embætti. „Var ég of gamall til að skapa fimmtán milljón störf? [...] Var ég of gamall til að fella niður námslánaskuldir fyrir fimm milljónir Bandaríkjamanna?“ sagði hann. Demókrataflokkurinn hefur sætt miklum þrýstingi úr ýmsum áttum um að velja sér nýjan frambjóðanda vegna hás aldurs Biden og sýnilegra ummerkja um hrakandi heilsu hans. Þrýstingurinn virðist hafa aukist eftir fyrri kappræðurnar, en niðurstöður nýlegrar könnunar sem gerð var meðal almennings í Bandaríkjunum benda til þess að 72 prósent kjósenda telja Biden ekki hafa vitsmunalega getu til að sinna embættinu. Í gær viðurkenndi Biden í viðtali að hann hefði klúðrað kappræðunum en skellti skuldinni á flugþreytu, of þétta dagskrá og svefnleysi. Hann hafi ekki hlustað á starfsfólkið sitt og næstum sofnað í sjónvarpssal. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. 29. júní 2024 00:04 „Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18 „Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 28. júní 2024 20:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Á fundinum minntist Biden á framgöngu sína í fyrri kappræðum kosninganna sem fóru fram í síðustu viku. Hann er sagður hafa misst þráðinn stöðugt, átt erfitt með að einbeita sér að því að svara og farið úr einu í annað. „Síðan þá hefur fólk velt fyrir sér hvað ég ætli að gera. Hér er svarið mitt við því, ég er í framboði og ég er að fara að sigra aftur,“ sagði Biden á kosningafundinum í borginni Madison. Í umfjöllum BBC segir að ræða Biden hafi verið mun kraftmeiri en framkoma hans í kappræðunum á CNN. Hún komi á mikilvægum tíma í kosningabaráttu Biden, þegar margir af hann stuðningsmönnum íhuga hvort þeir geti haldið áfram að styðja hann. Einn áheyrandi á kosningafundinum hélt á skilti sem á stóð: „Láttu kyndilinn ganga, Joe!“. Á öðru skilti stóð: „Bjargaðu arfleið þinni, stígðu til hliðar!“. Biden vakti athygli á þessum skiltum og sagðist sífellt heyra um hve gamall hann væri. Þrátt fyrir háan aldur hafi hann áorkað miklu í embætti. „Var ég of gamall til að skapa fimmtán milljón störf? [...] Var ég of gamall til að fella niður námslánaskuldir fyrir fimm milljónir Bandaríkjamanna?“ sagði hann. Demókrataflokkurinn hefur sætt miklum þrýstingi úr ýmsum áttum um að velja sér nýjan frambjóðanda vegna hás aldurs Biden og sýnilegra ummerkja um hrakandi heilsu hans. Þrýstingurinn virðist hafa aukist eftir fyrri kappræðurnar, en niðurstöður nýlegrar könnunar sem gerð var meðal almennings í Bandaríkjunum benda til þess að 72 prósent kjósenda telja Biden ekki hafa vitsmunalega getu til að sinna embættinu. Í gær viðurkenndi Biden í viðtali að hann hefði klúðrað kappræðunum en skellti skuldinni á flugþreytu, of þétta dagskrá og svefnleysi. Hann hafi ekki hlustað á starfsfólkið sitt og næstum sofnað í sjónvarpssal.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. 29. júní 2024 00:04 „Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18 „Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 28. júní 2024 20:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. 29. júní 2024 00:04
„Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18
„Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 28. júní 2024 20:22