Brad Pitt í mynd um Formúlu 1 í framleiðslu Hamilton Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júlí 2024 23:25 Brad Pitt og Damson Idris meðleikari hans á tökustað í fyrra. EPA Bandaríski stórleikarinn Brad Pitt fer með aðalhlutverk í bíómynd um Formúlu 1 sem er meðal annars framleidd af formúlukappanum Lewis Hamilton. Myndin er í bígerð og stefnt er á frumsýningu í júní á næsta ári. Sem stendur á myndin að heita því einfalda nafni F1. Tökur hófust í fyrra og hafa meðal annars farið fram á breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Formúlu 1 í fyrra. Breski kappaksturinn verður haldinn á Silverstone brautinni á sunnudag. Búist er við að tökulið verði þar í þeim tilgangi að ná myndefni fyrir bíómyndina. Þá sást nýlega til Pitt á annarri kappakstursbraut í Bretlandi, þar sem hann klæddist keppnisgalla merktum skáldaða liðinu APX GP. Heimildir BBC herma að Pitt fari með hlutverk reynsluboltans Sonny Hayes, sem snýr aftur í Formúlu 1 eftir langa fjarveru. Þá kemur fram í umfjöllun BBC að Hamilton hafi tekið virkan þátt í gerð myndarinnar og hann leitist við að gera hana eins raunverulega og mögulegt er. Þá vilji hann sýna hvernig íþróttin er í hnotskurn. Leikstjóri F1 er Joseph Kosinski, sem leikstýrði meðal annars Top Gun: Maverick. Aðrir leikarar í myndinni sem vitað er um eru óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem og breski leikarinn Damson Idris. Akstursíþróttir Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Sem stendur á myndin að heita því einfalda nafni F1. Tökur hófust í fyrra og hafa meðal annars farið fram á breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Formúlu 1 í fyrra. Breski kappaksturinn verður haldinn á Silverstone brautinni á sunnudag. Búist er við að tökulið verði þar í þeim tilgangi að ná myndefni fyrir bíómyndina. Þá sást nýlega til Pitt á annarri kappakstursbraut í Bretlandi, þar sem hann klæddist keppnisgalla merktum skáldaða liðinu APX GP. Heimildir BBC herma að Pitt fari með hlutverk reynsluboltans Sonny Hayes, sem snýr aftur í Formúlu 1 eftir langa fjarveru. Þá kemur fram í umfjöllun BBC að Hamilton hafi tekið virkan þátt í gerð myndarinnar og hann leitist við að gera hana eins raunverulega og mögulegt er. Þá vilji hann sýna hvernig íþróttin er í hnotskurn. Leikstjóri F1 er Joseph Kosinski, sem leikstýrði meðal annars Top Gun: Maverick. Aðrir leikarar í myndinni sem vitað er um eru óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem og breski leikarinn Damson Idris.
Akstursíþróttir Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira