Frakkar í undanúrslit án þess að skora mark í opnum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 10:16 Frakkland er komið í undanúrslit á enn einu stórmótinu. Emin Sansar/Getty Images Frakkland mætir Spáni í undanúrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Frakkar hafa ekki enn skorað mark í opnum leik en þeir þurftu vítaspyrnukeppni til að slá Portúgal úr leik. Það má segja margt um leik gærkvöldsins en skemmtanagildið var ekki hátt. Spennustigið var það hins vegar og því var við hæfi að leikurinn hafi endað í vítaspyrnukeppni. Ousmane Dembélé kom Frakklandi yfir með fyrstu spyrnu Frakklands en Cristiano Ronaldo jafnaði metin um hæl. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu sinni. Hann var sakaður um að hafa hikað of mikið í atrennu sinni. Var þetta löglegt? 🤔 pic.twitter.com/XIXxA7bBkj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Youssouf Fofana kom Frakklandi yfir á nýjan leik en Bernardo Silva jafnaði metin fyrir Portúgal áður en Jules Koundé kom Frakklandi yfir á ný. Þá var röðin komin að João Félix en hann hafði komið inn af varamannabekk Portúgal á 106. mínútu leiksins. João Félix var skúrkurinn hjá Portúgal í kvöld. Hann var sá eini til að klúðra vítaspyrnu og því eru þeir á leið heim 🇵🇹 pic.twitter.com/woV0d8bra1— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Spyrna Félix var ekki alslæm en hún endaði hins vegar í stönginni en ekki netinu og Frakkar sáu því undanúrslitin í hyllingum. Bradley Barcola skoraði svo úr sinni spyrnu og setti því mikla pressu á Nuno Mendes sem þrumaði sinni spyrnu í netið og lagði allt traust á markvörð sinn Diogo Costa sem fór á kostum í vítaspyrnukeppni Portúgals og Slóvakíu fyrir aðeins örfáum dögum. Hinn ungi Nuno Mendes átti eina af spyrnum kvöldsins í vítaspyrnukeppninni gegn Frökkum. Portúgal hefði getað farið en Mendes lúðraði boltanum í þaknetið 🇵🇹 pic.twitter.com/eUJYkAVaLI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Costa átti hins vegar engin svör í gærkvöldi og það átti einnig við þegar Theo Hernandez steig upp. Hann negldi boltanum í netið og tryggði farseðilinn í undanúrslit. Theo Hernandez tryggði Frökkum farseðilinn í undanúrslit. Mbappé fylgdist stressaður með en Hernandez var ískaldur á punktinum 🇫🇷 pic.twitter.com/PYtVNvf2ta— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Frakkland er komið alla þessa leið án þess að skora mark í opnum leik. Kylian Mbappé skoraði úr vítaspyrnu í riðlakeppninni, þá hafa mótherjar Frakklands skorað tvö sjálfsmörk og svo þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni gegn Portúgal. Það sem er álíka skrítið er að Frakkland á enn eftir að fá á sig mark úr opnum leik en eina markið sem Frakkar hafa fengið á sig á mótinu til þessa skoraði Robert Lewandowski úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli Frakklands og Póllands. 🇫🇷😃#EURO2024 | #PORFRA pic.twitter.com/68dfxjQJr8— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 6, 2024 Nú er að bíða og sjá hvort Spánn, eitt heitasta liðið til þessa á mótinu, takist að hrista upp í leikstíl Frakka eða hvort undanúrslitaleikurinn verði enn ein skákin sem Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, vinni. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. 5. júlí 2024 22:17 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Það má segja margt um leik gærkvöldsins en skemmtanagildið var ekki hátt. Spennustigið var það hins vegar og því var við hæfi að leikurinn hafi endað í vítaspyrnukeppni. Ousmane Dembélé kom Frakklandi yfir með fyrstu spyrnu Frakklands en Cristiano Ronaldo jafnaði metin um hæl. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu sinni. Hann var sakaður um að hafa hikað of mikið í atrennu sinni. Var þetta löglegt? 🤔 pic.twitter.com/XIXxA7bBkj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Youssouf Fofana kom Frakklandi yfir á nýjan leik en Bernardo Silva jafnaði metin fyrir Portúgal áður en Jules Koundé kom Frakklandi yfir á ný. Þá var röðin komin að João Félix en hann hafði komið inn af varamannabekk Portúgal á 106. mínútu leiksins. João Félix var skúrkurinn hjá Portúgal í kvöld. Hann var sá eini til að klúðra vítaspyrnu og því eru þeir á leið heim 🇵🇹 pic.twitter.com/woV0d8bra1— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Spyrna Félix var ekki alslæm en hún endaði hins vegar í stönginni en ekki netinu og Frakkar sáu því undanúrslitin í hyllingum. Bradley Barcola skoraði svo úr sinni spyrnu og setti því mikla pressu á Nuno Mendes sem þrumaði sinni spyrnu í netið og lagði allt traust á markvörð sinn Diogo Costa sem fór á kostum í vítaspyrnukeppni Portúgals og Slóvakíu fyrir aðeins örfáum dögum. Hinn ungi Nuno Mendes átti eina af spyrnum kvöldsins í vítaspyrnukeppninni gegn Frökkum. Portúgal hefði getað farið en Mendes lúðraði boltanum í þaknetið 🇵🇹 pic.twitter.com/eUJYkAVaLI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Costa átti hins vegar engin svör í gærkvöldi og það átti einnig við þegar Theo Hernandez steig upp. Hann negldi boltanum í netið og tryggði farseðilinn í undanúrslit. Theo Hernandez tryggði Frökkum farseðilinn í undanúrslit. Mbappé fylgdist stressaður með en Hernandez var ískaldur á punktinum 🇫🇷 pic.twitter.com/PYtVNvf2ta— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Frakkland er komið alla þessa leið án þess að skora mark í opnum leik. Kylian Mbappé skoraði úr vítaspyrnu í riðlakeppninni, þá hafa mótherjar Frakklands skorað tvö sjálfsmörk og svo þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni gegn Portúgal. Það sem er álíka skrítið er að Frakkland á enn eftir að fá á sig mark úr opnum leik en eina markið sem Frakkar hafa fengið á sig á mótinu til þessa skoraði Robert Lewandowski úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli Frakklands og Póllands. 🇫🇷😃#EURO2024 | #PORFRA pic.twitter.com/68dfxjQJr8— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 6, 2024 Nú er að bíða og sjá hvort Spánn, eitt heitasta liðið til þessa á mótinu, takist að hrista upp í leikstíl Frakka eða hvort undanúrslitaleikurinn verði enn ein skákin sem Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, vinni.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. 5. júlí 2024 22:17 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44
Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. 5. júlí 2024 22:17