Yfirgáfu skarkalann í borginni og gerðust ferðaþjónustubændur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2024 20:00 Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit eru hæstánægð með lífið í sveitinni. Vísir/Bjarni Hjón sem áður bjuggu í Reykjavík sjá ekki eftir þeirri ákvörðun að gerast ferðaþjónustubændur í sveitinni. Um þessar mundir eru þau að byggja fleiri smáhýsi fyrir gesti sína. Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit voru í óða önn ásamt vinnufólki þegar fréttastofu bar að garði á dögunum. „Það er verið að byggja hérna fjögur hús í viðbót viðþað sem var fyrir. Það voru hérna sjö hús, bætum við fjórum í sumar og þremur næsta sumar, bara bjartsýnn,“ segir Grétar. Sem stendur er pláss fyrir um þrjátíu í gistingu, en sá fjöldi mun ríflega tvöfaldast þegar öll nýju húsin eru klár, en þau koma í einingum frá Eistlandi. „Þetta eru bjálkahús sem ég set saman sjálfur með aðstoðarmenn með mér, fljótsett upp. Við sátum við eldhúsborðiðég og konan og rissuðum þetta á blað og sendum þetta út og fengum teikningar til baka upp á nýtinguna áþeim og þau koma bara mjög vel út, nýtast bara mjög vel að innan,“ segir Grétar. Þórlaug sækir vinnu í Reykjavík en hjónin sjá ekki eftir því að flýja úr borginni fyrir um sex árum. „Maðurinn minn er ættaður hérna frá Reyn og vildi endilega komast úr skarkalanum í bænum og mér fannst þetta bara svolítið sniðugt, bara að keyra í vinnuna á hverjum degi. En ég hafði enga trúáþví að einhver vildi gista 40 mínútur frá Reykjavík. En það var ekki rétt hjá mér, það er greinilegt aðþað er full þörf áþessu öllu saman og ég elska að vera hérna,“ segir Þórlaug og Grétar tekur undir. „Mjög gott að komast úr skarkalanum, þetta er allt annað líf,“ segir Grétar. Auk þess að vera í ferðaþjónustu eru bæði hundur og hænur á bænum sem sjá heimilinu fyrir eggjum. Þau sjá vel fyrir sér að lifa alfarið af ferðaþjónustunni. „Við gætum alveg gert það og það er opið hérna allt árið um kring en ég er í fullri vinnu í Reykjavík, bara í sumarfríi núna. Við erum með auka starfsmann sem hjálpar til en þetta er örugglega bara framtíðin hjá manni. Hvalfjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
„Það er verið að byggja hérna fjögur hús í viðbót viðþað sem var fyrir. Það voru hérna sjö hús, bætum við fjórum í sumar og þremur næsta sumar, bara bjartsýnn,“ segir Grétar. Sem stendur er pláss fyrir um þrjátíu í gistingu, en sá fjöldi mun ríflega tvöfaldast þegar öll nýju húsin eru klár, en þau koma í einingum frá Eistlandi. „Þetta eru bjálkahús sem ég set saman sjálfur með aðstoðarmenn með mér, fljótsett upp. Við sátum við eldhúsborðiðég og konan og rissuðum þetta á blað og sendum þetta út og fengum teikningar til baka upp á nýtinguna áþeim og þau koma bara mjög vel út, nýtast bara mjög vel að innan,“ segir Grétar. Þórlaug sækir vinnu í Reykjavík en hjónin sjá ekki eftir því að flýja úr borginni fyrir um sex árum. „Maðurinn minn er ættaður hérna frá Reyn og vildi endilega komast úr skarkalanum í bænum og mér fannst þetta bara svolítið sniðugt, bara að keyra í vinnuna á hverjum degi. En ég hafði enga trúáþví að einhver vildi gista 40 mínútur frá Reykjavík. En það var ekki rétt hjá mér, það er greinilegt aðþað er full þörf áþessu öllu saman og ég elska að vera hérna,“ segir Þórlaug og Grétar tekur undir. „Mjög gott að komast úr skarkalanum, þetta er allt annað líf,“ segir Grétar. Auk þess að vera í ferðaþjónustu eru bæði hundur og hænur á bænum sem sjá heimilinu fyrir eggjum. Þau sjá vel fyrir sér að lifa alfarið af ferðaþjónustunni. „Við gætum alveg gert það og það er opið hérna allt árið um kring en ég er í fullri vinnu í Reykjavík, bara í sumarfríi núna. Við erum með auka starfsmann sem hjálpar til en þetta er örugglega bara framtíðin hjá manni.
Hvalfjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira