Innlent

Tvær þyrlur sinntu sjúkra­flutningi vegna bif­hjóla­slyss

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan tólf í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan tólf í dag. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt eftir hádegi vegna bifhjólaslyss í Arnarfirði á Vestfjörðum en einn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi.

Viggó M. Sigurðsson, á bakvakt aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segist ekki vita til um ástand mannsins í samtali við Vísi en tekur fram að sjúkraflutningar hafi gengið vel. 

„Við notuðum tvær þyrlur í þetta. Vorum með þyrlu á Vestfjörðum í eftirliti og þá var ekki læknir um borð. Þá fer hún og sækir lækni á Vestfjörðum og er fyrst á staðinn.

Þyrlan í bænum fer einnig á staðinn með lækni frá okkur um borð og þeir hittast á Barðaströndinni og læknirinn úr bænum fór yfir í þyrluna sem að var fyrst á vettvang.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×