Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 18:25 Útgönguspánni var fagnað á götum Parísar. epa Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið með himinskautum í skoðanakönnunum. Þeir frönsku miðlar sem birtu útgönguspá klukkan sex virðast á einu máli um að bandalag vinstriflokka muni fá flest þeirra 577 þingsæta sem í boði eru. Vinstriflokkarnir virðast ætla að halda sínum hlut með 172 til 192 sæti. Flokkabandalag miðjuflokka forsetans Emmanuel Macron fær 150-170 samkvæmt spám og Þjóðfylkingin 132-152. 🗳️🇫🇷Election #legislatives2024 : 2e tourProjection en sièges à l’Assemblée nationaleNouveau Front Pop. : 180-215Ensemble (Majo. Pres.) : 150-180RN et alliés : 120-150@IfopOpinion pour @TF1 @LCI (20H00) pic.twitter.com/kE1nMaVMLU— Ifop Opinion (@IfopOpinion) July 7, 2024 Svo virðist sem að margir kjósendur hafi kosið taktískt í kosningunum, að því er fram kemur í umfjöllun franskra miðla. Í frönsku þingkosningunum er kosið í 577 einmenningskjördæmum. Í aðdraganda seinni umferðar hafa þónokkrir frambjóðendur dregið framboð sitt til baka og vikið fyrir þeim frambjóðenda sem er líklegastur til þess að sigra þjóðfylkinguna. Hægriflokkurinn virðist ætla að gjalda fyrir þetta í kosningunum í dag. Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga fyrir rúmri viku. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninganna, bandalag vinstriflokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron hlutu 22 prósent. Kjörsókn hefur verið með besta móti. Greint var frá því fyrr í dag að kjörsókn væri 59,7 prósent, sem er töluverð bæting frá síðustu kosningum árið 2022 þegar kjörsókn reyndist aðeins 38 prósent. Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty Frakkland Tengdar fréttir Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. 1. júlí 2024 20:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið með himinskautum í skoðanakönnunum. Þeir frönsku miðlar sem birtu útgönguspá klukkan sex virðast á einu máli um að bandalag vinstriflokka muni fá flest þeirra 577 þingsæta sem í boði eru. Vinstriflokkarnir virðast ætla að halda sínum hlut með 172 til 192 sæti. Flokkabandalag miðjuflokka forsetans Emmanuel Macron fær 150-170 samkvæmt spám og Þjóðfylkingin 132-152. 🗳️🇫🇷Election #legislatives2024 : 2e tourProjection en sièges à l’Assemblée nationaleNouveau Front Pop. : 180-215Ensemble (Majo. Pres.) : 150-180RN et alliés : 120-150@IfopOpinion pour @TF1 @LCI (20H00) pic.twitter.com/kE1nMaVMLU— Ifop Opinion (@IfopOpinion) July 7, 2024 Svo virðist sem að margir kjósendur hafi kosið taktískt í kosningunum, að því er fram kemur í umfjöllun franskra miðla. Í frönsku þingkosningunum er kosið í 577 einmenningskjördæmum. Í aðdraganda seinni umferðar hafa þónokkrir frambjóðendur dregið framboð sitt til baka og vikið fyrir þeim frambjóðenda sem er líklegastur til þess að sigra þjóðfylkinguna. Hægriflokkurinn virðist ætla að gjalda fyrir þetta í kosningunum í dag. Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga fyrir rúmri viku. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninganna, bandalag vinstriflokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron hlutu 22 prósent. Kjörsókn hefur verið með besta móti. Greint var frá því fyrr í dag að kjörsókn væri 59,7 prósent, sem er töluverð bæting frá síðustu kosningum árið 2022 þegar kjörsókn reyndist aðeins 38 prósent. Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty
Frakkland Tengdar fréttir Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. 1. júlí 2024 20:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. 1. júlí 2024 20:30
Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09