Þakkir til Jimmy Floyd Hasselbaink eftir frábæra vítakeppni enska liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 08:01 Ensku landsliðsmennirnir fagna eftir að Trent Alexander-Arnold hafði skorað úr síðustu vítaspyrnunni og tryggt Englandi sæti í undanúrslitum EM. Getty/Alex Livesey Jude Bellingham segir að góð ráð frá Jimmy Floyd Hasselbaink hafi hjálpað honum og ensku landsliðsmönnunum í vítaspyrnukeppninni á móti Sviss. Enska stórstjarnan segir að þessi hollenska knattspyrnugoðsögn eigi hrós skilið fyrir að hjálpa ensku landsliðsmönnunum að hrekja á brott minningar um fjölmörg töp enska liðsins í vítaspyrnukeppnum í gegnum tíðina. Hasselbaink er þekkastur hér á landi þegar hann fór á kostum í framlínu Chelsea við hlið Eiðs Smára Guðjohnsen en þeir náðu frábærlega saman. Tímabilið 2001-02 skoruðu þeir 52 mörk saman í öllum keppnum, Hasselbaink 29 mörk og Eiður 23 mörk. Hasselbaink hefur starfað sem aðstoðarþjálfari enska landsliðsins frá því í mars í fyrra. Gareth Southgate fagnar sigri með Jimmy Floyd Hasselbaink og Steve Holland eftir að undanúrslitasætið var í höfn.Getty/Eddie Keogh Enska landsliðið hefur sjö sinnum dottið út úr stórmóti eftir tap í vítakeppni en undir stjórn Gareth Southgate hefur enska liðið unnið þrjár af fjórum vítakeppnum sínum. Allir fimm skoruðu örugglega Allir fimm sem tóku víti í vítakeppninni á móti Sviss, í átta liða úrslitum EM, skoruðu örugglega úr spyrnum sínum en það voru Cole Palmer, Bellingham, Bukayo Saka, Ivan Toney og Trent Alexander-Arnold. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í vítakeppni og í fyrsta sinn sem ég tek víti við þessar aðstæður,“ sagði Jude Bellingham við BBC Radio 5Live. Jimmy Floyd Hasselbaink lag volgens Jude Bellingham aan de basis van het penaltysucces van Engeland.https://t.co/uwipjpEJ2W— Voetbal International (@VI_nl) July 7, 2024 „Ég á hræðilegar minningar frá vítakeppnum enska landsliðsins því að ég var að alast upp en sú fyrsta sem ég man eftir á EM var þegar [Andrea] Pirlo vippaði honum í mitt markið okkar á EM 2012,“ sagði Bellingham. „Þetta hefur áhrif á mann því þú ferð ósjálfrátt að hugsa um þau skipti sem England var í vítakeppni. Það er samt gott að búa nú að þessari reynslu sjálfur og líka fyrir okkur alla í klefanum,“ sagði Bellingham. Samtölin við Hasselbaink „Ég var fullur sjálfstrausts í undirbúningi mínum. Það kom til vegna samtala minna við Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann kom sterkur inn hjá okkur í undirbúningnum,“ sagði Bellingham. „Það er þessi vinna sem hann vinnur á bak við tjöldin og það að strákarnir séu tilbúnir að hlusta á það sem hann hefur að segja. Það hjálpar okkur á þessum mikilvægu tímapunktum þegar við þurfum að landa sigrinum,“ sagði Bellingham. ESPN fjallar um þetta. Hrósar varamarkvörðunum „Þetta er líka öll okkar liðsheild. Annað dæmi eru markverðirnir Dean Henderson, Aaron Ramsdale og Tom Heaton. Þeir hafa verið með okkur og komið öflugir inn að hjálpa okkur við að æfa þessar vítaspyrnur,“ sagði Bellingham. „Þeir fá ekki hrósið en þeir eiga hrós skilið. Án þessari æfinga þá værum við ekki í þeirri stöðu að klára vítin okkar svona vel. Það komu svo margir að þessum sigri. Þetta var risastór liðssigur,“ sagði Bellingham. England mætir Hollandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins á miðvikudagskvöldið. Jude Bellingham credited him for England’s penalty shootout victory over Switzerland.Here’s why 🗞️ https://t.co/W3WepT6XvQ#EURO2024 #OptusSport pic.twitter.com/0oDfGa5Mus— Optus Sport (@OptusSport) July 8, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Sjá meira
Enska stórstjarnan segir að þessi hollenska knattspyrnugoðsögn eigi hrós skilið fyrir að hjálpa ensku landsliðsmönnunum að hrekja á brott minningar um fjölmörg töp enska liðsins í vítaspyrnukeppnum í gegnum tíðina. Hasselbaink er þekkastur hér á landi þegar hann fór á kostum í framlínu Chelsea við hlið Eiðs Smára Guðjohnsen en þeir náðu frábærlega saman. Tímabilið 2001-02 skoruðu þeir 52 mörk saman í öllum keppnum, Hasselbaink 29 mörk og Eiður 23 mörk. Hasselbaink hefur starfað sem aðstoðarþjálfari enska landsliðsins frá því í mars í fyrra. Gareth Southgate fagnar sigri með Jimmy Floyd Hasselbaink og Steve Holland eftir að undanúrslitasætið var í höfn.Getty/Eddie Keogh Enska landsliðið hefur sjö sinnum dottið út úr stórmóti eftir tap í vítakeppni en undir stjórn Gareth Southgate hefur enska liðið unnið þrjár af fjórum vítakeppnum sínum. Allir fimm skoruðu örugglega Allir fimm sem tóku víti í vítakeppninni á móti Sviss, í átta liða úrslitum EM, skoruðu örugglega úr spyrnum sínum en það voru Cole Palmer, Bellingham, Bukayo Saka, Ivan Toney og Trent Alexander-Arnold. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í vítakeppni og í fyrsta sinn sem ég tek víti við þessar aðstæður,“ sagði Jude Bellingham við BBC Radio 5Live. Jimmy Floyd Hasselbaink lag volgens Jude Bellingham aan de basis van het penaltysucces van Engeland.https://t.co/uwipjpEJ2W— Voetbal International (@VI_nl) July 7, 2024 „Ég á hræðilegar minningar frá vítakeppnum enska landsliðsins því að ég var að alast upp en sú fyrsta sem ég man eftir á EM var þegar [Andrea] Pirlo vippaði honum í mitt markið okkar á EM 2012,“ sagði Bellingham. „Þetta hefur áhrif á mann því þú ferð ósjálfrátt að hugsa um þau skipti sem England var í vítakeppni. Það er samt gott að búa nú að þessari reynslu sjálfur og líka fyrir okkur alla í klefanum,“ sagði Bellingham. Samtölin við Hasselbaink „Ég var fullur sjálfstrausts í undirbúningi mínum. Það kom til vegna samtala minna við Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann kom sterkur inn hjá okkur í undirbúningnum,“ sagði Bellingham. „Það er þessi vinna sem hann vinnur á bak við tjöldin og það að strákarnir séu tilbúnir að hlusta á það sem hann hefur að segja. Það hjálpar okkur á þessum mikilvægu tímapunktum þegar við þurfum að landa sigrinum,“ sagði Bellingham. ESPN fjallar um þetta. Hrósar varamarkvörðunum „Þetta er líka öll okkar liðsheild. Annað dæmi eru markverðirnir Dean Henderson, Aaron Ramsdale og Tom Heaton. Þeir hafa verið með okkur og komið öflugir inn að hjálpa okkur við að æfa þessar vítaspyrnur,“ sagði Bellingham. „Þeir fá ekki hrósið en þeir eiga hrós skilið. Án þessari æfinga þá værum við ekki í þeirri stöðu að klára vítin okkar svona vel. Það komu svo margir að þessum sigri. Þetta var risastór liðssigur,“ sagði Bellingham. England mætir Hollandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins á miðvikudagskvöldið. Jude Bellingham credited him for England’s penalty shootout victory over Switzerland.Here’s why 🗞️ https://t.co/W3WepT6XvQ#EURO2024 #OptusSport pic.twitter.com/0oDfGa5Mus— Optus Sport (@OptusSport) July 8, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn