Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um helgina kom fram að útboð verði opin bæði almennum fjárfestum og fagfjárfestum í skilningi laga um markaði um fjármálagerninga. Þá er vísað á Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans fyrir frekari upplýsingar. Tilkynning ráðuneytisins.
Á vorþingi var samþykkt frumvarp um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar var samþykkt að selja annan hlut ríkisins á þessu ári og hinn á næsta ári. Þar er farið ítarlega yfir framkvæmd markaðssetts útboðs.
Þar segir til dæmis að markaðssett útboð skuli auglýst með tveggja daga fyrirvara hið minnsta. Heimilt er að fela fleirum en einum að annast skipulagningu og yfirumsjón en söluþóknun til söluaðila nemur 0,75 prósent af heildarverðmæti seldra hluta.
Þá segir að markaðssettu útboði eigi að skipta í tilboðsbók A og tilboðsbók B. Sala samkvæmt tilboðsbók A skal hafa forgang við úthlutun. Lágmarkstilboð skal vera 100.000 krónur í tilboðsbók A og 2.000.000 krónur í tilboðsbók B.
Nánar er hægt að kynna sér þetta hér.