Afstaða Sjálfstæðismanna á skjön við lýðheilsustefnu stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 11:27 Ljóst er að stjórnarflokkarnir eru langt í frá sammála um fyrirkomulag áfengissölu. „Standa þarf vörð um íslenska forvarnarmódelið og gagnreynda áfengisstefnu sem m.a. felst í takmörkun á aðgengi með því að viðhalda einkasölufyrirkomulagi ríkisins,“ segir í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um áætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára. Skýrslan endurspeglar afstöðu ráðherrans og Framsóknarmannsins Willum Þórs Þórissonar og þann ágreining sem er uppi um fyrirkomulag áfengissölu á Ísland innan ríkisstjórnarinnar, þar sem Sjálfstæðismenn hafa löngum barist fyrir því að einkaréttur ríkisins verði afnuminn. „Íslenskt forvarnarstarf er í fremstu röð og hefur árangur í áfengis-, tóbaks- og vímuforvörnum ungmenna hér á landi vakið athygli út fyrir landsteinana. Íslenska forvarnarmódelið hefur verið viðurkennt fyrir árangur sinn í að draga úr áfengis- og vímuefnanotkun meðal ungs fólks,“ segir meðal annars í skýrslunni. Rannsóknir hafi sýnt fram á að aukið aðgengi að áfengi hafi slæm áhrif á heilsufar auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar í för með sér. „Þennan árangur má ekki gefa eftir því í honum felast ómæld verðmæti fyrir íslenskt samfélag.“ Starfshópur og þingmannanefnd um áfengis- og vímuvarnir Í skýrslunni segir að í lýðheilsustefnu til ársins 2030 sé lögð áhersla á mikilvægi skýrrar stefnumörkunar og aðgerða í málefnum áfengis- og vímuvarna og ráðherra hafi þegar skipað starfshóp sem sé ætlað að móta heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá hafi verið skipuð þingmannanefnd sem muni funda með hópnum. Willum hefur sjálfur sagt að með netsölu áfengis sé grundvallarmarkmiðum stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum ógnað en yfirvöld virðast hins vegar haft afar lítinn áhuga á að stöðva slíka sölu. Hún er nú þegar stunduð af einyrkjum en Hagkaup er meðal stórfyrirtækja sem hyggja á netsölu á næstu misserum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram frumvörp til að binda enda á einkarétt ríkisins á áfengissölu en þau hafa verið harðlega gagnrýnd af heilbrigðiskerfinu í heild sinni, meðal annars fagfélögum heilbrigðisstarfsmanna, og aldrei náð í gegn. Netsalan hefur hins vegar reynst leið framhjá boðum og bönnum og fengið að þrífast svo til óáreitt þar til Sigurður Ingi Jóhannsson, sem varð fjármála- og efnahagsráðherra eftir að Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna málsins í júní síðastliðnum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks, brást við með því að ítreka að ráðherrar ættu ekki að skipta sér af ákvörðunum lögreglu. Áður hafði hún boðað að frumvarp um að netsala með áfengi yrði heimiluð yrði lagt fram í upphafi þessa árs. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netsala á áfengi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Skýrslan endurspeglar afstöðu ráðherrans og Framsóknarmannsins Willum Þórs Þórissonar og þann ágreining sem er uppi um fyrirkomulag áfengissölu á Ísland innan ríkisstjórnarinnar, þar sem Sjálfstæðismenn hafa löngum barist fyrir því að einkaréttur ríkisins verði afnuminn. „Íslenskt forvarnarstarf er í fremstu röð og hefur árangur í áfengis-, tóbaks- og vímuforvörnum ungmenna hér á landi vakið athygli út fyrir landsteinana. Íslenska forvarnarmódelið hefur verið viðurkennt fyrir árangur sinn í að draga úr áfengis- og vímuefnanotkun meðal ungs fólks,“ segir meðal annars í skýrslunni. Rannsóknir hafi sýnt fram á að aukið aðgengi að áfengi hafi slæm áhrif á heilsufar auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar í för með sér. „Þennan árangur má ekki gefa eftir því í honum felast ómæld verðmæti fyrir íslenskt samfélag.“ Starfshópur og þingmannanefnd um áfengis- og vímuvarnir Í skýrslunni segir að í lýðheilsustefnu til ársins 2030 sé lögð áhersla á mikilvægi skýrrar stefnumörkunar og aðgerða í málefnum áfengis- og vímuvarna og ráðherra hafi þegar skipað starfshóp sem sé ætlað að móta heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá hafi verið skipuð þingmannanefnd sem muni funda með hópnum. Willum hefur sjálfur sagt að með netsölu áfengis sé grundvallarmarkmiðum stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum ógnað en yfirvöld virðast hins vegar haft afar lítinn áhuga á að stöðva slíka sölu. Hún er nú þegar stunduð af einyrkjum en Hagkaup er meðal stórfyrirtækja sem hyggja á netsölu á næstu misserum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram frumvörp til að binda enda á einkarétt ríkisins á áfengissölu en þau hafa verið harðlega gagnrýnd af heilbrigðiskerfinu í heild sinni, meðal annars fagfélögum heilbrigðisstarfsmanna, og aldrei náð í gegn. Netsalan hefur hins vegar reynst leið framhjá boðum og bönnum og fengið að þrífast svo til óáreitt þar til Sigurður Ingi Jóhannsson, sem varð fjármála- og efnahagsráðherra eftir að Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna málsins í júní síðastliðnum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks, brást við með því að ítreka að ráðherrar ættu ekki að skipta sér af ákvörðunum lögreglu. Áður hafði hún boðað að frumvarp um að netsala með áfengi yrði heimiluð yrði lagt fram í upphafi þessa árs.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netsala á áfengi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira