Féll á lyfjaprófi og lið hennar fær ekki að keppa á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 08:30 Lið CrossFit Complex Wodex fagnar þriðja sætinu á undanúrslitamótinu en nú er komið í ljós að þau keppa ekki á heimsleikunum. @crossfitcmplx Carla Cornejo, fyrirliði CrossFit Complex Wodex liðsins, gerði liðsfélögum sínum mikinn óleik og sá til þess að hún og liðsfélagarnir fá ekki að upplifa drauminn sinn að keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár. Lið CrossFit Complex Wodex náði þriðja sæti í undanúrslitamóti vesturhluta Norður Ameríku en sá árangur skilaði liðinu sæti á heimsleikunum. Þetta var besti árangur CrossFit liðs frá Mexíkó. The Barbell Spin vefurinn hefur verið að vakta lyfjahneyksli undanúrslitamótanna en þrír af fjórum efstu í karlaflokki Asíumótsins féllu á lyfjaprófi. Þar kemur fram að Cornejo hafi fallið á lyfjaprófi sem var tekið 25. maí síðastliðinn. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) Sýni Cörlu innihélt anabólíska sterann metenolone sem er einnig á bannlista hjá Alþjóðlega lyfjaeftirlitinu, WADA. Fyrir þá sem vilja fá upplýsingar um fullt heiti þá var það á ensku: 16a-hydroxy-1-methyl-5a-androst-1-en-3,17-dione and 3a-hydroxy-1-methylene-5a-androstan-17-one, metabolites of metenolone. Efnið, sem er líka notað í læknisfræðilegum tilgangi, hjálpar viðkomandi að brenna fitu hraðar um leið og að auka vöðvamassa sinn. Það þekkist líka undir nafninu Primobolan. Cornejo hefur verið í Complex Wodex liðinu undanfarin tvö tímabil. Á síðasta ári endaði liðið í fjórtánda sæti í undanúrslitamótinu en að þessu sinni hækkaði liðið sig um ellefu sæti. Sjö efstu liðin unnu sér sæti á heimsleikunum og CrossFit Complex Wodex fór því sannfærandi inn á leikana. Þessar fréttir af fyrirliða þess þýða hins vegar að liðið missir nú farseðil sinn. Aðrir í liðinu voru þau Sasha Nievas, Esteban Ospina og Ricardo García. Samuel Zaleme og Ana Sofía Armenta Cano voru varamenn. Lið Rhino CrossFit Dawgs fengið boð um að keppa í staðinn fyrir Complex Wodex á heimsleikunum. Complex Wodex liðið hefur samt áfrýjað þessum dómi en dugar væntanlega skammt. CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Lið CrossFit Complex Wodex náði þriðja sæti í undanúrslitamóti vesturhluta Norður Ameríku en sá árangur skilaði liðinu sæti á heimsleikunum. Þetta var besti árangur CrossFit liðs frá Mexíkó. The Barbell Spin vefurinn hefur verið að vakta lyfjahneyksli undanúrslitamótanna en þrír af fjórum efstu í karlaflokki Asíumótsins féllu á lyfjaprófi. Þar kemur fram að Cornejo hafi fallið á lyfjaprófi sem var tekið 25. maí síðastliðinn. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) Sýni Cörlu innihélt anabólíska sterann metenolone sem er einnig á bannlista hjá Alþjóðlega lyfjaeftirlitinu, WADA. Fyrir þá sem vilja fá upplýsingar um fullt heiti þá var það á ensku: 16a-hydroxy-1-methyl-5a-androst-1-en-3,17-dione and 3a-hydroxy-1-methylene-5a-androstan-17-one, metabolites of metenolone. Efnið, sem er líka notað í læknisfræðilegum tilgangi, hjálpar viðkomandi að brenna fitu hraðar um leið og að auka vöðvamassa sinn. Það þekkist líka undir nafninu Primobolan. Cornejo hefur verið í Complex Wodex liðinu undanfarin tvö tímabil. Á síðasta ári endaði liðið í fjórtánda sæti í undanúrslitamótinu en að þessu sinni hækkaði liðið sig um ellefu sæti. Sjö efstu liðin unnu sér sæti á heimsleikunum og CrossFit Complex Wodex fór því sannfærandi inn á leikana. Þessar fréttir af fyrirliða þess þýða hins vegar að liðið missir nú farseðil sinn. Aðrir í liðinu voru þau Sasha Nievas, Esteban Ospina og Ricardo García. Samuel Zaleme og Ana Sofía Armenta Cano voru varamenn. Lið Rhino CrossFit Dawgs fengið boð um að keppa í staðinn fyrir Complex Wodex á heimsleikunum. Complex Wodex liðið hefur samt áfrýjað þessum dómi en dugar væntanlega skammt.
CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira