Eiginkona Morata í stríði við fjölmiðla: „Er þetta bara í lagi?“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 17:00 Alice Campello í stúkunni á EM með barn þeirra Alvaro Morata. Getty/Ian MacNicol Alice Campello hefur komið eiginmanni sínum, fótboltamanninum Alvaro Morata, til varnar og látið spænska fjölmiðla heyra það, eftir skrif þeirra um spænska landsliðsfyrirliðann sem í kvöld spilar undanúrslitaleik við Frakka á EM. Hálfgert stríð hefur verið í gangi á milli Morata og spænskra fjölmiðla en hann telur sig ekki njóta sannmælis hjá fjölmiðlum og hluta stuðningsmanna. Baulað var á Morata í vináttulandsleik gegn Brasilíu í mars og á Evrópumótinu hefur hann nýtt blaðaviðtöl til þess að tala um að sér hafi liðið betur þegar hann spilaði utan Spánar, og að hann gæti mögulega hætt í spænska landsliðinu eftir EM. Alice Campello og Alvaro Morata kyssast eftir leik Spánar og Albaníu í Düsseldorf á EM.Getty/Jean Catuffe Þessi ummæli hans hafa farið illa í marga og sérstaklega vakti grein í El Confidencial athygli en þar segir í fyrirsögn: „Morata, fyrirliði sem er Spáni til skammar, ekki bara vegna slakrar frammistöðu á EM.“ Morata er svo í greininni lýst sem vælukjóa og að ummæli hans séu það síðasta sem Spánverjar hafi þurft á að halda eftir arfaslaka frammistöðu hans innan vallar. Hegðun hans sé barnaleg hjá 31 árs gömlum leikmanni sem þar að auki sé með fyrirliðaband Spánverja. Hann sé skelfilegur talsmaður Spánar. Í fyrirsögn El Confidencial, sem hér hefur verið snarað yfir á ensku, segir að Morata valdi Spáni skömm.Skjáskot/El Confidencial Eiginkonan Alice er eins og gefur að skilja ekki beinlínis sammála þessum fullyrðingum og skrifar á Instagram: „Ég þoli ekki að vera eitthvað fórnarlamb og valda sundrung en þetta er ekki eðlilegt fyrir mér. Er þetta bara í lagi? Eina slaka frammistaðan sem ég sé er hjá blaðamanninum. Það er klikkun að í stað þess að styðja leikmanninn og landsliðið okkar þá skuli hann reyna að sökkva honum. Hvernig á maður að geta staðið sig sem best fyrir þjóð sína ef honum líður eins og hann sé rúinn trausti? Hver er tilgangurinn með þessari fyrirsögn? Að auka hatur gagnvart manneskju? Það eiga allir rétt á sinni skoðun og mega segja hana, en það eru margar leiðir til þess, sérstaklega þegar maður vinnur hjá fjölmiðli og getur haft áhrif á fjölda ungs fólks. Viljum við þetta í alvörunni? Við verðum að gera betur og megum ekki láta eins og svona lagað sé eðlilegt, hvort sem um Alvaro eða einhvern annan er að ræða.“ Morata hefur sjálfur talað um að sér líði betur utan Spánar og það sé ekki síst vegna áhrifa umræðunnar á fjölskyldu hans. Fjölskyldan verður á staðnum í kvöld þegar Spánn spilar í undanúrslitum. View this post on Instagram A post shared by Alice Campello Morata (@alicecampello) Alice skrifar: „Ekki gleyma að þessir leikmenn eiga móður, föður, eiginkonu og börn sem neyðast til að lesa svona villimennsku. Þetta blað er bara einfalt dæmi um þúsundir annarra svona skrifa á degi hverjum. Áður en við tölum ættum við að íhuga hvaða áhrif orð okkar hafa á aðra. Ég endurtek: Öllum er frjálst að segja sína skoðun, en ekki að særa aðra.“ Leikur Frakklands og Spánar hefst klukkan 19 í kvöld og sigurliðið spilar svo úrslitaleik EM á sunnudaginn, við Holland eða England. EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Sjá meira
Hálfgert stríð hefur verið í gangi á milli Morata og spænskra fjölmiðla en hann telur sig ekki njóta sannmælis hjá fjölmiðlum og hluta stuðningsmanna. Baulað var á Morata í vináttulandsleik gegn Brasilíu í mars og á Evrópumótinu hefur hann nýtt blaðaviðtöl til þess að tala um að sér hafi liðið betur þegar hann spilaði utan Spánar, og að hann gæti mögulega hætt í spænska landsliðinu eftir EM. Alice Campello og Alvaro Morata kyssast eftir leik Spánar og Albaníu í Düsseldorf á EM.Getty/Jean Catuffe Þessi ummæli hans hafa farið illa í marga og sérstaklega vakti grein í El Confidencial athygli en þar segir í fyrirsögn: „Morata, fyrirliði sem er Spáni til skammar, ekki bara vegna slakrar frammistöðu á EM.“ Morata er svo í greininni lýst sem vælukjóa og að ummæli hans séu það síðasta sem Spánverjar hafi þurft á að halda eftir arfaslaka frammistöðu hans innan vallar. Hegðun hans sé barnaleg hjá 31 árs gömlum leikmanni sem þar að auki sé með fyrirliðaband Spánverja. Hann sé skelfilegur talsmaður Spánar. Í fyrirsögn El Confidencial, sem hér hefur verið snarað yfir á ensku, segir að Morata valdi Spáni skömm.Skjáskot/El Confidencial Eiginkonan Alice er eins og gefur að skilja ekki beinlínis sammála þessum fullyrðingum og skrifar á Instagram: „Ég þoli ekki að vera eitthvað fórnarlamb og valda sundrung en þetta er ekki eðlilegt fyrir mér. Er þetta bara í lagi? Eina slaka frammistaðan sem ég sé er hjá blaðamanninum. Það er klikkun að í stað þess að styðja leikmanninn og landsliðið okkar þá skuli hann reyna að sökkva honum. Hvernig á maður að geta staðið sig sem best fyrir þjóð sína ef honum líður eins og hann sé rúinn trausti? Hver er tilgangurinn með þessari fyrirsögn? Að auka hatur gagnvart manneskju? Það eiga allir rétt á sinni skoðun og mega segja hana, en það eru margar leiðir til þess, sérstaklega þegar maður vinnur hjá fjölmiðli og getur haft áhrif á fjölda ungs fólks. Viljum við þetta í alvörunni? Við verðum að gera betur og megum ekki láta eins og svona lagað sé eðlilegt, hvort sem um Alvaro eða einhvern annan er að ræða.“ Morata hefur sjálfur talað um að sér líði betur utan Spánar og það sé ekki síst vegna áhrifa umræðunnar á fjölskyldu hans. Fjölskyldan verður á staðnum í kvöld þegar Spánn spilar í undanúrslitum. View this post on Instagram A post shared by Alice Campello Morata (@alicecampello) Alice skrifar: „Ekki gleyma að þessir leikmenn eiga móður, föður, eiginkonu og börn sem neyðast til að lesa svona villimennsku. Þetta blað er bara einfalt dæmi um þúsundir annarra svona skrifa á degi hverjum. Áður en við tölum ættum við að íhuga hvaða áhrif orð okkar hafa á aðra. Ég endurtek: Öllum er frjálst að segja sína skoðun, en ekki að særa aðra.“ Leikur Frakklands og Spánar hefst klukkan 19 í kvöld og sigurliðið spilar svo úrslitaleik EM á sunnudaginn, við Holland eða England.
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Sjá meira