Stjórnvöld verði að stöðva erlendu veðmálasíðurnar Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júlí 2024 19:07 Lárus Blöndal er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Vísir/Einar Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir það ólíðandi að erlendar veðmálasíður fái að troða sér inn í íslenskt samfélag. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Þrátt fyrir að rekstur veðmálafyrirtækja sé bannaður hér á landi nema með leyfi frá dómsmálaráðuneytinu stunda fjölmargir Íslendingar fjárhættuspil á erlendum vefsíðum sem ekki eru skráðar hér. Einungis má reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Íslendingar eyða allt að tuttugu milljörðum króna á ári á þessum erlendu síðum. Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem rekur meðal annars Lottó og Lengjuna, segir óskiljanlegt að erlendu fyrirtækin fái að starfa óáreitt hér á landi. „Það er hins vegar íslenskra stjórnvalda að stoppa ólöglega starfsemi í landinu og þetta er bara partur af henni. Svo er maður að lesa að einhver af þessum fyrirtækjum séu að styrkja menntaskólanema til að halda eitthvað djamm og guð veit hvað. Þetta gengur bara ekki upp og það verður að grípa til einhverra ráða til að stoppa þetta,“ segir Lárus. Formaður starfshóps um úrbætur á veðmálamarkaði kallaði eftir því að starfsemi síðnanna yrði lögleg og reglusett. Lárusi finnst ólíklegt að það gerist. „Það er akkúrat það sem við viljum stoppa, því þetta er ólögleg starfsemi. Það að hún fái að troða sér inn í samfélagið, það á ekki að líðast. Og það er kannski vandinn sem hefur verið látinn líðast allt of lengi,“ segir Lárus. Stjórnvöld þurfi að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti sem allra fyrst. Síðasta breyting var gerð á lögunum árið 2011, löngu áður en erlendu netspilavítin fóru að sækja á íslenskan markað. „Við höfum barist fyrir því í áratugi að tækla þetta, frá fyrsta áratugi þessarar aldar. Þegar tæknin er orðin þannig að það á að vera mjög auðvelt að bregðast við þessu. Taka niður síður og stöðva greiðslumiðlun,“ segir Lárus. Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Þrátt fyrir að rekstur veðmálafyrirtækja sé bannaður hér á landi nema með leyfi frá dómsmálaráðuneytinu stunda fjölmargir Íslendingar fjárhættuspil á erlendum vefsíðum sem ekki eru skráðar hér. Einungis má reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Íslendingar eyða allt að tuttugu milljörðum króna á ári á þessum erlendu síðum. Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem rekur meðal annars Lottó og Lengjuna, segir óskiljanlegt að erlendu fyrirtækin fái að starfa óáreitt hér á landi. „Það er hins vegar íslenskra stjórnvalda að stoppa ólöglega starfsemi í landinu og þetta er bara partur af henni. Svo er maður að lesa að einhver af þessum fyrirtækjum séu að styrkja menntaskólanema til að halda eitthvað djamm og guð veit hvað. Þetta gengur bara ekki upp og það verður að grípa til einhverra ráða til að stoppa þetta,“ segir Lárus. Formaður starfshóps um úrbætur á veðmálamarkaði kallaði eftir því að starfsemi síðnanna yrði lögleg og reglusett. Lárusi finnst ólíklegt að það gerist. „Það er akkúrat það sem við viljum stoppa, því þetta er ólögleg starfsemi. Það að hún fái að troða sér inn í samfélagið, það á ekki að líðast. Og það er kannski vandinn sem hefur verið látinn líðast allt of lengi,“ segir Lárus. Stjórnvöld þurfi að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti sem allra fyrst. Síðasta breyting var gerð á lögunum árið 2011, löngu áður en erlendu netspilavítin fóru að sækja á íslenskan markað. „Við höfum barist fyrir því í áratugi að tækla þetta, frá fyrsta áratugi þessarar aldar. Þegar tæknin er orðin þannig að það á að vera mjög auðvelt að bregðast við þessu. Taka niður síður og stöðva greiðslumiðlun,“ segir Lárus.
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30
Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11