Messi baðaði sex mánaða Yamal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 07:00 Tvítugur Lionel Messi baðar sex mánaða Lamine Yamal. Nafn hins sextán ára Lamines Yamal er á allra vörum eftir að hann skoraði stórkostlegt mark í 2-1 sigri Spánar á Frakklandi á EM í gær. Yamal var samt aðeins sex mánaða þegar hann komst fyrst í fréttirnar og þar kom sjálfur Lionel Messi við sögu. Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánverjar tryggðu sér sæti í úrslitum EM með sigrinum á Frökkum á Allianz Arena í München í gær. Hann er yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Yamal fæddist 13. júlí 2007. Sex mánuðum síðar sat hann fyrir á myndum með hinum þá tvítuga Messi. Myndatakan var fyrir góðgerðadagatal á vegum Barcelona og dagblaðsins Sport. Myndirnar, sem Joan Monfort tók, hafa nú verið dregnar fram í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu Yamals á EM. Á myndunum heldur Messi á sex mánaða gömlum Yamal og baðar hann. Mamma Yamals er svo með á einni mynd. 🚨🇪🇸🇦🇷 Lionel Messi with Lamine Yamal as a baby back in December 2007, from Spanish newspaper @sport. It was a photoshoot organised for a charity calendar. pic.twitter.com/C7jCKbYnp7— EuroFoot (@eurofootcom) July 5, 2024 Líkt og Yamal stendur Messi í ströngu þessa dagana, með argentínska landsliðinu í Suður-Ameríkukeppninni í Bandaríkjunum. Argentínumenn eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Kanadamönnum. Þess má geta að faðir Yamals er þremur árum yngri en Messi. Argentínski snillingurinn er fæddur 1987 en faðir Yamals 1990. Hann er frá Marokkó en móðirin frá Miðbaugs-Gíneu. Fjölskylda Yamals fluttist til Barcelona þegar hann var sjö ára og hann fylgdist því með Messi fara á kostum með stærsta liði borgarinnar áður en hann byrjaði sjálfur að spila fyrir það. EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Ljósmyndun Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánverjar tryggðu sér sæti í úrslitum EM með sigrinum á Frökkum á Allianz Arena í München í gær. Hann er yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Yamal fæddist 13. júlí 2007. Sex mánuðum síðar sat hann fyrir á myndum með hinum þá tvítuga Messi. Myndatakan var fyrir góðgerðadagatal á vegum Barcelona og dagblaðsins Sport. Myndirnar, sem Joan Monfort tók, hafa nú verið dregnar fram í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu Yamals á EM. Á myndunum heldur Messi á sex mánaða gömlum Yamal og baðar hann. Mamma Yamals er svo með á einni mynd. 🚨🇪🇸🇦🇷 Lionel Messi with Lamine Yamal as a baby back in December 2007, from Spanish newspaper @sport. It was a photoshoot organised for a charity calendar. pic.twitter.com/C7jCKbYnp7— EuroFoot (@eurofootcom) July 5, 2024 Líkt og Yamal stendur Messi í ströngu þessa dagana, með argentínska landsliðinu í Suður-Ameríkukeppninni í Bandaríkjunum. Argentínumenn eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Kanadamönnum. Þess má geta að faðir Yamals er þremur árum yngri en Messi. Argentínski snillingurinn er fæddur 1987 en faðir Yamals 1990. Hann er frá Marokkó en móðirin frá Miðbaugs-Gíneu. Fjölskylda Yamals fluttist til Barcelona þegar hann var sjö ára og hann fylgdist því með Messi fara á kostum með stærsta liði borgarinnar áður en hann byrjaði sjálfur að spila fyrir það.
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Ljósmyndun Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira