Trump ræðst gegn Harris og beinir athygli að Rubio Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júlí 2024 10:44 Trump fór mikinn í ræðu sinni í gær. AP/Marta Lavandier Donald Trump virðist nú undirbúa sig undir það að Joe Biden muni mögulega stíga til hliðar og að varaforsetinn Kamala Harris verði forsetaefni Demókrata í hans stað. Trump, sem hefur látið fara lítið fyrir sér síðustu viku, hefur hingað til veitt Harris litla athygli en réðist gegn henni í ræðu í gær og gerði meðal annars grín að hlátrinum hennar. Forsetinn fyrrverandi þóttist hafa samúð með Biden, sem hann sagði illa farið með. Nú vildi Demókrataflokkurinn víkja honum til hliðar eftir 90 mínútna lélega frammistöðu. „Það er skammarlegt hvernig þau koma fram við hann. En ég vorkenni honum ekki. Hann er mjög vondur maður,“ sagði Trump meðal annars. Trump varði síðan nokkrum mínútum í að gera lítið úr Harris og gerði því skóna að vanhæfni hennar til að sinna forsetaembættinu væri eina ástæðan fyrir því að Demókrataflokkurinn hefði ekki þegar látið Biden fjúka. „Ef Joe hefði valið einhvern sem var jafnvel bara hálfvegis hæfur hefðu þeir vikið honum úr stólnum fyrir mörgum árum,“ sagði Trump. Trump sakaði Demókrata um að villa um fyrir þjóðinni varðandi heilsu Biden og staðhæfði enn og aftur að af forsetakosningunum 2020 hefði verið „stolið“. Þá skoraði hann á Biden að mæta sér á golfvellinum. Forsetinn fyrrverandi lét einnig að því liggja að hann væri búinn að gera upp hug sinn varðandi eigið varaforsetaefni og beindi athyglinni ítrekað að Marco Rubio, sem var meðal viðstaddra. Rubio er öldungadeildarþingmaður fyrir Flórída og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Trump er sagður munu tilkynna ákvörðun sína fyrir landsþing Repúblikana, sem hefst á mánudaginn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira
Trump, sem hefur látið fara lítið fyrir sér síðustu viku, hefur hingað til veitt Harris litla athygli en réðist gegn henni í ræðu í gær og gerði meðal annars grín að hlátrinum hennar. Forsetinn fyrrverandi þóttist hafa samúð með Biden, sem hann sagði illa farið með. Nú vildi Demókrataflokkurinn víkja honum til hliðar eftir 90 mínútna lélega frammistöðu. „Það er skammarlegt hvernig þau koma fram við hann. En ég vorkenni honum ekki. Hann er mjög vondur maður,“ sagði Trump meðal annars. Trump varði síðan nokkrum mínútum í að gera lítið úr Harris og gerði því skóna að vanhæfni hennar til að sinna forsetaembættinu væri eina ástæðan fyrir því að Demókrataflokkurinn hefði ekki þegar látið Biden fjúka. „Ef Joe hefði valið einhvern sem var jafnvel bara hálfvegis hæfur hefðu þeir vikið honum úr stólnum fyrir mörgum árum,“ sagði Trump. Trump sakaði Demókrata um að villa um fyrir þjóðinni varðandi heilsu Biden og staðhæfði enn og aftur að af forsetakosningunum 2020 hefði verið „stolið“. Þá skoraði hann á Biden að mæta sér á golfvellinum. Forsetinn fyrrverandi lét einnig að því liggja að hann væri búinn að gera upp hug sinn varðandi eigið varaforsetaefni og beindi athyglinni ítrekað að Marco Rubio, sem var meðal viðstaddra. Rubio er öldungadeildarþingmaður fyrir Flórída og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Trump er sagður munu tilkynna ákvörðun sína fyrir landsþing Repúblikana, sem hefst á mánudaginn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira