Finna vel fyrir fækkun ferðamanna en láta ekki deigan síga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2024 13:30 Dagmar Ýr er framkvæmdastjóri Austurbrúar. Gistinætur á Íslandi í maí voru færri en á sama tíma á síðasta ári. Hlutfallslega mestur samdráttur í gistinóttum var á Austurlandi, en framkvæmdastjóri hagsmunastofnunar þar segist þrátt fyrir það bjartsýn, og sér tækifæri í veðrinu sem leikur nú við Austfirðinga. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um skráðar gistinætur í maí voru þær 611 þúsund á þessu ári, og fækkaði um 15 prósent miðað við sama mánuð á síðasta ári. Gistinætur á hótelum voru 385.800, og fækkaði um 7,1 prósent milli ára. Hlutfallslega mestur er samdrátturinn á Austurlandi, þar sem gistinóttum fækkaði um 24 prósent milli ára, en þær fóru úr ríflega 15 þúsund niður í tæplega 12 þúsund. Bjartsýn þrátt fyrir allt Framkvæmdastjóri Austurbrúar, sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, segir tölurnar vonbrigði, sem komi þó ekki á óvart. „Við finnum alveg fyrir því að það er færra ferðafólk, og sjáum það meðal annars á því að fólk sem kemur til landsins virðist vera að fara í styttri ferðir. Við erum náttúrulega lengst frá Keflavíkurflugvelli, þannig að það kemur kannski ekki á óvart að það skili sér ekki eins mikið af fólki hingað austur,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir framkvæmdastjóri. Þrátt fyrir þetta sé bjartsýnin ríkjandi á Austurlandi. „Að menn muni að einhverju leyti ná vopnum sínum þegar líður á sumarið og það muni rétta úr kútnum. Það eru líka tækifæri í þessu fyrir Íslendinga, að koma austur þar sem veðrið er gott og nýta sér að bóka sig á hótel sem eru mörg með tilboð núna.“ Blíðviðrið geti hjálpað Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar eru tveggja stafa hitatölur í kortunum á Egilsstöðum fram í næstu viku, en um helgina er spáð rúmlega 20 stiga hita þar. Dagmar telur að veðursældina þurfi að markaðssetja fyrir erlendum ferðamönnum. „Við þurfum að tryggja það að þegar verið er að markaðssetja Ísland erlendis, þá sé verið að markaðssetja landsbyggðina og tækifærin sem eru þar,“ segir Dagmar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar um skráðar gistinætur í maí voru þær 611 þúsund á þessu ári, og fækkaði um 15 prósent miðað við sama mánuð á síðasta ári. Gistinætur á hótelum voru 385.800, og fækkaði um 7,1 prósent milli ára. Hlutfallslega mestur er samdrátturinn á Austurlandi, þar sem gistinóttum fækkaði um 24 prósent milli ára, en þær fóru úr ríflega 15 þúsund niður í tæplega 12 þúsund. Bjartsýn þrátt fyrir allt Framkvæmdastjóri Austurbrúar, sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, segir tölurnar vonbrigði, sem komi þó ekki á óvart. „Við finnum alveg fyrir því að það er færra ferðafólk, og sjáum það meðal annars á því að fólk sem kemur til landsins virðist vera að fara í styttri ferðir. Við erum náttúrulega lengst frá Keflavíkurflugvelli, þannig að það kemur kannski ekki á óvart að það skili sér ekki eins mikið af fólki hingað austur,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir framkvæmdastjóri. Þrátt fyrir þetta sé bjartsýnin ríkjandi á Austurlandi. „Að menn muni að einhverju leyti ná vopnum sínum þegar líður á sumarið og það muni rétta úr kútnum. Það eru líka tækifæri í þessu fyrir Íslendinga, að koma austur þar sem veðrið er gott og nýta sér að bóka sig á hótel sem eru mörg með tilboð núna.“ Blíðviðrið geti hjálpað Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar eru tveggja stafa hitatölur í kortunum á Egilsstöðum fram í næstu viku, en um helgina er spáð rúmlega 20 stiga hita þar. Dagmar telur að veðursældina þurfi að markaðssetja fyrir erlendum ferðamönnum. „Við þurfum að tryggja það að þegar verið er að markaðssetja Ísland erlendis, þá sé verið að markaðssetja landsbyggðina og tækifærin sem eru þar,“ segir Dagmar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira