Finna vel fyrir fækkun ferðamanna en láta ekki deigan síga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2024 13:30 Dagmar Ýr er framkvæmdastjóri Austurbrúar. Gistinætur á Íslandi í maí voru færri en á sama tíma á síðasta ári. Hlutfallslega mestur samdráttur í gistinóttum var á Austurlandi, en framkvæmdastjóri hagsmunastofnunar þar segist þrátt fyrir það bjartsýn, og sér tækifæri í veðrinu sem leikur nú við Austfirðinga. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um skráðar gistinætur í maí voru þær 611 þúsund á þessu ári, og fækkaði um 15 prósent miðað við sama mánuð á síðasta ári. Gistinætur á hótelum voru 385.800, og fækkaði um 7,1 prósent milli ára. Hlutfallslega mestur er samdrátturinn á Austurlandi, þar sem gistinóttum fækkaði um 24 prósent milli ára, en þær fóru úr ríflega 15 þúsund niður í tæplega 12 þúsund. Bjartsýn þrátt fyrir allt Framkvæmdastjóri Austurbrúar, sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, segir tölurnar vonbrigði, sem komi þó ekki á óvart. „Við finnum alveg fyrir því að það er færra ferðafólk, og sjáum það meðal annars á því að fólk sem kemur til landsins virðist vera að fara í styttri ferðir. Við erum náttúrulega lengst frá Keflavíkurflugvelli, þannig að það kemur kannski ekki á óvart að það skili sér ekki eins mikið af fólki hingað austur,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir framkvæmdastjóri. Þrátt fyrir þetta sé bjartsýnin ríkjandi á Austurlandi. „Að menn muni að einhverju leyti ná vopnum sínum þegar líður á sumarið og það muni rétta úr kútnum. Það eru líka tækifæri í þessu fyrir Íslendinga, að koma austur þar sem veðrið er gott og nýta sér að bóka sig á hótel sem eru mörg með tilboð núna.“ Blíðviðrið geti hjálpað Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar eru tveggja stafa hitatölur í kortunum á Egilsstöðum fram í næstu viku, en um helgina er spáð rúmlega 20 stiga hita þar. Dagmar telur að veðursældina þurfi að markaðssetja fyrir erlendum ferðamönnum. „Við þurfum að tryggja það að þegar verið er að markaðssetja Ísland erlendis, þá sé verið að markaðssetja landsbyggðina og tækifærin sem eru þar,“ segir Dagmar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar um skráðar gistinætur í maí voru þær 611 þúsund á þessu ári, og fækkaði um 15 prósent miðað við sama mánuð á síðasta ári. Gistinætur á hótelum voru 385.800, og fækkaði um 7,1 prósent milli ára. Hlutfallslega mestur er samdrátturinn á Austurlandi, þar sem gistinóttum fækkaði um 24 prósent milli ára, en þær fóru úr ríflega 15 þúsund niður í tæplega 12 þúsund. Bjartsýn þrátt fyrir allt Framkvæmdastjóri Austurbrúar, sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, segir tölurnar vonbrigði, sem komi þó ekki á óvart. „Við finnum alveg fyrir því að það er færra ferðafólk, og sjáum það meðal annars á því að fólk sem kemur til landsins virðist vera að fara í styttri ferðir. Við erum náttúrulega lengst frá Keflavíkurflugvelli, þannig að það kemur kannski ekki á óvart að það skili sér ekki eins mikið af fólki hingað austur,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir framkvæmdastjóri. Þrátt fyrir þetta sé bjartsýnin ríkjandi á Austurlandi. „Að menn muni að einhverju leyti ná vopnum sínum þegar líður á sumarið og það muni rétta úr kútnum. Það eru líka tækifæri í þessu fyrir Íslendinga, að koma austur þar sem veðrið er gott og nýta sér að bóka sig á hótel sem eru mörg með tilboð núna.“ Blíðviðrið geti hjálpað Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar eru tveggja stafa hitatölur í kortunum á Egilsstöðum fram í næstu viku, en um helgina er spáð rúmlega 20 stiga hita þar. Dagmar telur að veðursældina þurfi að markaðssetja fyrir erlendum ferðamönnum. „Við þurfum að tryggja það að þegar verið er að markaðssetja Ísland erlendis, þá sé verið að markaðssetja landsbyggðina og tækifærin sem eru þar,“ segir Dagmar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira